Handbolti

Fréttamynd

AG tapaði fyrsta stiginu í úrslitakeppninni

AG mátti sætta sig við jafntefli gegn Skjern á útivelli í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur voru 29-29 en þrátt fyrir jafnteflið er AG með væna forystu í sínum riðli.

Handbolti
Fréttamynd

AG komið í undanúrslit danska handboltans

Danska ofurliðið AG hélt í kvöld ótrautt áfram í átt að úrslitarimmu danska handboltans er það lagði Team Tvis Holstebro, 30-28. Með sigrinum tryggði AG sér sæti í undanúrslitunum.

Handbolti
Fréttamynd

Ríf vonandi ekki eitthvað fyrir þessa Ólympíuleika

Vignir Svavarsson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru komnir inn á Ólympíuleikana í London eftir sigra á Síle og Japan í Króatíu. Vignir, sem missti af tveimur síðustu Ólympíuleikum, sér nú fyrstu Ólympíuleikana í hillingum.

Handbolti
Fréttamynd

Fimmtu Ólympíuleikarnir hjá Guðmundi

Strákarnir okkar eru komnir inn á Ólympíuleikana í London eftir að þeir náðu öðru sætinu í sínum riðli í forkeppninni sem fram fór í Króatíu um páskana. Íslenska liðið tryggði sér farseðilinn með sannfærandi sigrum á Síle og Japan í tveimur fyrstu leikjum sínum. Tap í lokaleiknum á móti Króatíu skipti ekki máli því Guðmundur Guðmundsson var búinn að koma íslenska liðinu inn á þriðju Ólympíuleikana í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur markahæstur í riðlinum - skoraði 25 mörk í 3 leikjum

Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaðurinn í riðli Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna í London en hann skoraði 25 mörk í leikjunum þremur eða 8,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur skoraði fjórum mörkum meira en Króatinn Ivan Cupic sem varð í 2. sæti en í þriðja sætinu varð Japaninn Daisuke Miuazaki með 15 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir tryggðu sig inn á EM í Tyrklandi - myndir

Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Tyrklandi í sumar með því að vinna fjögurra marka sigur á Eistlandi í Víkinni í dag. Íslenska liðið vann því báða leiki sína í riðlinum og er komið á EM.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Króatía - Ísland 31-28

Íslenska landsliðið í handbolta endaði í öðru sæti í sínum riðli eftir þriggja marka tap á móti Króatíu í lokaleiknum í Króatíu í dag. Króatar voru með frumkvæðið í leiknum frá fyrstu mínútu og unnu nokkuð öruggan sigur. Króatar náðu mest sjö marka forskoti í seinni hálfleik en íslensku strákarnir hættu aldrei og tókst að minnka muninn í lokin ekki síst vegna góðrar markvörslu Hreiðars Levý Guðmundssonar.

Handbolti
Fréttamynd

Fimm af sex Ólympíusætum klár | Barátta á milli Serba og Pólverja

Fimm þjóðir hafa þegar tryggt sér farseðil á Ólympíuleikana í London þrátt fyrir að einn leikdagur sé eftir í forkeppni handboltakeppni ÓL 2012. Ísland og Króatía komust áfram úr okkar í riðli í gær og Svíþjóð, Ungverjaland og Spánn eru líka búin að tryggja sér Ólympíusætið.

Handbolti
Fréttamynd

Ungverjar unnu Makedóníumenn - Svíar unnu sinn leik

Fyrsta degi af þremur er lokið í riðli Svía í forkeppni Ólympíuleikanna í London og eru Ungverjar og Svíar í efstu sætunum eftir leiki dagsins. Ungverjaland vann 29-26 sigur á Makedóníu en Svíar unnu 25-20 sigur á Brasilíu í hinum leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur: Hefði verið út úr kú að spila á EM

Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið í handbolta og ætlar að hjálpa liðinu að komast inn á Ólympíuleikana í Lundúnum. Fram undan eru þrír leikir á þremur dögum í Króatíu yfir páskana þar sem strákarnir okkar hafa tæ

Handbolti
Fréttamynd

Vignir fer til Minden í sumar

Vignir Svavarsson mun ganga til liðs við þýska handknattleiksliðið Minden nú í sumar en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Handbolti
Fréttamynd

Sautján leikmenn fara til Króatíu

Guðmundur Guðmundsson valdi í kvöld sautján leikmenn í íslenska landsliðið sem fara nú til Króatíu til að taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrsti landsleikur Óla Stefáns og Snorra Steins í 296 daga

Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru aftur komnir inn í íslenska karlalandsliðið í handbolta og verða í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska landsliðið tekur á móti Norðmönnum í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er eini undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana sem fer fram í Króatíu um páskana.

Handbolti
Fréttamynd

Samhug og stemningu í veganesti

Íslenska karlalandsliðið mætir Norðmönnum klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Fram undan er forkeppni Ólympíuleikanna og þetta er eini æfingaleikurinn í snörpum undirbúningi strákanna okkar.

Handbolti
Fréttamynd

Serbía fór létt með Síle

Síle, fyrsti andstæðingur Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna, steinlá í æfingaleik gegn Serbíu í kvöld. Lokatölurnar voru 30-15, Serbum í vil.

Handbolti