Handbolti

Sautján leikmenn fara til Króatíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Guðmundur Guðmundsson valdi í kvöld sautján leikmenn í íslenska landsliðið sem fara nú til Króatíu til að taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum.

Allir sterkustu leikmenn Íslands verða með í för fyrir utan Alexander Petersson sem er frá vegna meiðsla.

20 leikmenn voru valdir í æfingahóp Íslands en liðið mætti Noregi í kvöld og gerði jafntefli, 34-34. Þrír leikmenn detta því úr hópnum nú, þeir Aron Rafn Eðvarðsson, Ólafur Guðmundsson og Stefán Rafn Sigurmannsson.

Ísland mætir Síle í fyrsta leik á föstudaginn klukkan 18.15, Japan á laugardaginn og Króatíu á sunnudaginn. Tvö efstu liðin í riðlinum öðlast svo þátttökurétt á Ólympíuleikunum í sumar.

Allir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Markmenn:

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg

Hreiðar Leví Guðmundsson, Nötteröy

Aðrir leikmenn:

Arnór Atlason, AG Köbenhavn

Aron Pálmarsson, Kiel

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf

Guðjón Valur Sigurðsson, AG Köbenhavn

Ingimundur Ingimundarson, Fram

Kári Kristján Kristjánsson, HSG D/M Wetzlar

Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Ólafur I. Stefánsson, AG Köbenhavn

Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen

Rúnar Kárason, Die Bergische Handball Club

Sigurbergur Sveinsson, RTV 1879 Basel

Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn

Sverre Jakobsson, Grosswallstadt

Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce




Fleiri fréttir

Sjá meira


×