Handbolti

Fréttamynd

Dagur ánægður með að fá Hamburg

Dagur Sigurðsson sagði við þýska fjölmiðla að hann væri ánægður með að hafa dregist gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Oscar Carlén fór í sína sjöttu hnéaðgerð

Sænski handboltakappinn Oscar Carlén verður frá keppni næsta árið eftir að hann þurfti að gangast undir enn einu aðgerðina vegna þrálátra hnémeiðsla. Carlén er á mála hjá Hamburg í Þýskalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel vann riðilinn á jafntefli í Danmörku

AG Kaupmannahöfn og Kiel gerðu 24-24 jafntefli í lokaleik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í dag. Kiel vann þar með D-riðilinn með 16 stig, stigi meira en AG og fær lið sem hafnaði í fjórða sæti í riðlum A, B eða C á meðan AG þarf að mæta liði sem hafnaði í þriðja sæti.

Handbolti
Fréttamynd

Úrslitaleikur í Köben

Það fer fram afar áhugaverður handboltaleikur í Kaupmannahöfn á morgun þegar Íslendingaliðin AG og Kiel mætast.

Handbolti
Fréttamynd

Ásgeir Örn með fimm í sigurleik

Hannover-Burgdorf hafði betur gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 30-24. Staðan í hálfleik var 18-12, heimamönnum í Hannover í vil.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð náði yfirhöndinni í einvíginu gegn Guðmundi

Kiel vann nokkuð þægilegan sigur á Rhein-Neckar Löwen í stórslag liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í gær, 33-25. Þetta var 21. sigur liðsins í jafnmörgum leikjum í deildinni sem er vitanlega met. Yfirburðir Kiel eru með ólíkindum.

Handbolti
Fréttamynd

Stórt tap hjá Team Tvis í Danmörku

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir komust báðar á blað þegar að lið þeirra, Team Tvis Holstebro, tapaði nokkuð stórt fyrir FC Mitdjylland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Hefði verið mikil synd að missa Dag

Thomas er gallharður stuðningsmaður Füchse Berlin og var að sjálfsögðu í Max-Schmeling-höllinni í Berlín í gær. Þar sá hann sína menn vinna Magdeburg, 24-20.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón og Snorri flottir með nýju greiðslurnar

Eins og fram kom á Vísi í gær þá töpuðu þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson veðmáli á æfingu sem leiddi til þess að þeir þurfa að skarta skrautlegri hárgreiðslu í tveimur leikjum.

Handbolti
Fréttamynd

Guif stóð í Rhein-Neckar Löwen

Þjálfarnir Guðmundur Guðmundsson og Kristján Andrésson mættust með lið sín í 16-liða úrslitum EHF-bikarkeppninnar í dag. Lið Guðmundar hafði þar nauman sigur.

Handbolti
Fréttamynd

Igropoulo leysir af Alexander hjá Füchse Berlin

Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, hefur fengið öflugan leikmann til að leysa Alexander Petersson af hólmi þegar sá síðarnefndi heldur til Rhein-Neckar Löwen í sumar. Hann hefur gengið frá samningum við rússnesku skyttuna Konstantin Igropoulo, leikmann Barcelona.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Valur – Stjarnan 35-28

Valskonur eru komnar í úrslit Eimskipsbikars kvenna í handbolta eftir öruggan sigur á Stjörnunni, 35-28. Valskonur höfðu töluverða yfirburði í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. Liðið mætir ÍBV í úrslitum þann 25. febrúar næstkomandi.

Handbolti
Fréttamynd

Spennandi verkefni í Austurríki

Patrekur Jóhannesson tók í haust við starfi landsliðsþjálfara Austurríkis og kom liðinu yfir sína fyrstu hindrun á leið á HM í handbolta sem fer fram á Spáni á næsta ári. Hann segir starfið gott og metnaðinn mikinn hjá austurríska landsliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: Vitum að við erum bestir

Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina er það vann dönsku bikarkeppnina næsta auðveldlega. Frá því að auðkýfingurinn Jesper Nielsen stofnaði þetta ofurlið hefur það unnið alla bikara sem eru í boði í heimalandinu og aðeins tapað tveimur leikjum.

Handbolti