Handbolti

Anton og Hlynur dæma ekki á Ólympíuleikunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anton Gylfi og Hlynur.
Anton Gylfi og Hlynur. Mynd/Valli
Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur gefið út nöfn þeirra sautján dómarapara sem munu dæma handboltaleikina á Ólympíuleikunum í Lundúnum síðar á þessu ári.

Þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson eru ekki í þessum hópi þrátt fyrir góða frammistöðu þeirra á Evrópumeistaramótinu í Serbíu í janúar síðastliðnum.

Dönsku dómararnir Per Olesen og Lars Ejby Pedersen, sem vöktu mikla athygli fyrir dómgæslu í leik Íslands og Noregs á EM, eru hins vegar á leið til Lundúna. Þá vekur einnig athygli að breskt dómarapar fær að dæma á leikunum.

Dómarapörin á ÓL í Lundúnum:

Charlotte Bonaventura og Julie Bonaventura, Frakklandi

Diana-Carmen Florescu og Anamaria Duta, Rúmeníu

Carlos Maria Marina og Dario Leonel Minore, Argentínu

Yalatima Coulibaly og Mamoudou Diabate, Fílabeinsströndinni

Matija Gubica og Boris Milosevic, Króatíu

Vaclav Horacek og Jiri Novotny, Tékklandi

Per Olesen og Lars Ejby Pedersen, Danmörku

Oscar Raluy og Angel Sabroso, Spáni

Nordine Lazaar og Laurent Reveret, Frakklandi

Brian Bartlett og Allan Stokes, Bretlandi

Lars Geipel og Marcus Helbig, Þýskalandi

Gjorgy Nachevski og Slave Nikolov, Makedóníu

Kenneth Abrahamsen og Arne M. Kristiansen, Noregi

Mansour Abdulla Al-Suwaidi og Saleh Jamaan Bamutref, Katar

Nenad Krstic og Peter Ljubic, Slóveníu

Nenad Nikolic og Dusan Stojkovic, Serbíu

Omar Mohamed Zubaeer Al-Marzouqi og Mohamed Rashid Mohamed Al-Nuaimi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×