Stj.mál

Fréttamynd

Sýnir óvinsældir ríkisstjórnar

Vinstri grænir bæta mest við sig fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fara upp um rúm 5 prósentustig og mælast með 20,5 prósenta fylgi. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, setur fyrirvara við punktmælingar eins og hann kallar skoðanakannanir af þessu tagi en segir að hún sýni umfram allt óvinsældir ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Halldór hlusti á flokksmenn sína

Alfreð Þorsteinsson forystumaður Framsóknarflokksins í borgarmálunum segir niðurstöður könnunar Fréttablaðsins stóralvarleg tíðindi en þar kemur fram að Framsóknarflokkurinn er minnstur íslenskra stjórnmálaflokka þar sem 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

68 prósent vilja að Davíð hætti

Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja þingsályktun í stað laga

Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg.

Innlent
Fréttamynd

Afraksturinn kemur í ljós

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fylgistap Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Davíð ekki eins sterkur og áður

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að augljóst sé á niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins um hvort Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum 15. september, að stór hluti sjálfstæðismanna sé sáttur við foringja sinn.

Innlent
Fréttamynd

Herfileg staða Framsóknarflokksins

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir aðspurður um lágt fylgi Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins að leiðangur Halldórs Ásgrímssonar með Sjálfstæðisflokknum sé að verða honum og flokknum mjög erfiður.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn í erfiðleikum

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Framsóknarflokkinn greinilega hafa átt á brattann að sækja undanfarið eða frá því að umræður um fjölmiðlalög hafi brotist út.

Innlent
Fréttamynd

Rauða spjaldið á Framsókn

Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Alvarleg skilaboð til Framsóknar

Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Hafa misst fjórðung stuðningsmanna

Stjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, njóta sameiginlega fylgis tæplega 40 prósent þeirra sem taka afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ef frá er talin könnun Fréttablaðsins frá síðari hluta maí hefur sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna ekki mælst minna í könnunum blaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Síminn ósammála Samkeppnisstofnun

Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir fyrirtækið ósammála niðurstöðu Samkeppnisstofnunar sem úrskurðarði til bráðabirgða að Síminn hafi brotið samkeppnislög.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarflokkur minnstur

Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur við stjórnina dalar enn

Ríkisstjórn Íslands nýtur stuðnings 34,5 prósent kjósenda samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins en 65,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku eru andvígir stjórninni. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu ef frá er talin könnun Fréttablaðsins frá því í maí þegar 30,9 prósent sögðust styðja stjórnina.

Innlent
Fréttamynd

Lögfræðingur segi vitleysu

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að fjölmiðlamálið hefði borið á góma, þótt það hefði ekki beinlínis verið á dagskrá. Engar ákvarðanir hefðu verið teknar en ráðherrarnir hefðu rætt stöðu málsins.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á frumvarpi hugsanlegar

Innan ríkisstjórnarinnar er það ekki útilokað að fjölmiðlafrumvarpið muni taka breytingum í meðferð allsherjarnefndar. Fjármálaráðherra boðaði það í ræðu á Alþingi. Stjórnarþingmenn telja að stjórnarandstaðan muni hafna hvaða breytingartillögum sem er. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Allawi ekki á fund ESB?

Vegna versnandi ástands í Írak er óvíst hvort forsætisráðherra landsins, Iyad Allawi, fari til fundar við utanríkisráðherra aðildarlanda Evrópusambandsins í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Gríðarlegur fjöldi mótmælti

Gríðarlegur fjöldi manna, eða a.m.k. þúsund manns að því er talið er, tók þátt í útifundi sem Þjóðarhreyfingin - svokallaður viðbragðshópur sérfræðinga, boðaði til við Alþingishúsið klukkan 12:30 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ósátt innnan allsherjarnefndar

Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli við Alþingi kl. 12:30

Þjóðarhreyfingin boðar til opins mótmælafundar við Alþingishúsið nú í hádeginu til að andmæla því að þjóðin skuli hafa verið svipt stjórnarskrárvörðum kosningarétti, eins og segir í yfirlýsingu. Fundurinn hefst klukkan 12:30.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður við þingnefnd nauðsyn

Bandarískur sérfræðingur í varnarmálum segir að Íslendingar þurfi að hafa frumkvæði að viðræðum við lykilmenn í þinginu. Forseti verði að ráðfæra sig við tiltekna þingnefnd og framtíð varnarliðsins á Íslandi verði ekki tryggð án stuðnings nefndarinnar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Gríðarlegur fjöldi á útifundi

Fjöldi fólks mótmælti á útifundi í dag þeirri fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. 

Innlent
Fréttamynd

Þjóðarhreyfingin fyrir nefndina

Fulltrúar Þjóðarhreyfingarinnar eru á meðal þeirra sem veða kallaðir á fund allsherjarnefndar á morgun vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar og frumvarps stjórnarandstöðunnar. Formaður nefndarinnar áætlar að hún ljúki umfjöllun sinni í lok næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælafundur við Alþingi á morgun

Þjóðarhreyfingin - viðbragðshópur sérfræðinga svokallaður, sem hafinn var handa við að hvetja landsmenn til að hafna fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var, mun efna til mótmælafundar við Alþingishúsið á morgun klukkan 12:30.

Innlent
Fréttamynd

Svipting kosningaréttar

Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar - svokallaðs viðbragðshóps sérfræðinga, segir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja nýtt fjölmiðlafrumvarp fyrir Alþingi, eftir að því fyrra hafi verið vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu, sé svipting á kosningarétti landsmanna og stjórnarskrábundinna réttinda þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Forseta Íslands komið í klípu

Stjórnarandstaðan segir að ríkisstjórnin sé að reyna að koma forseta Íslands í klípu með því að leggja fram í einu frumvarpi breytingar á fjölmiðlalögum og afnám fyrra lagafrumvarps. Ef forseti skrifi ekki undir sé hann að samþykkja fyrri lög og neita þjóðinni um atkvæðagreiðslu. Fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. </font /></font /></b /></b />

Innlent
Fréttamynd

Umhverfi fjölmiðla í Evrópu

Aðalhöfundar skýrslu um fjölmiðlamarkaði í tíu Evrópulöndum segir samkeppnislög verða æ mikilvægari. Litlir markaðir hafa sérstöðu. Myndi aldrei mæla með því að lög væru sett sem yrðu til þess að brjóta þurfi upp starfandi fyrirtæki á markaði. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Bíða eftir Bandaríkjamönnum

Enginn sérstakur tímarammi er kominn á varðandi áframhald viðræðna um framkvæmd varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands þrátt fyrir fund Davíðs Oddssonar með George Bush Bandaríkjaforseta í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

SUF vill fara aðrar leiðir

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna vill fara allt aðrar leiðir varðandi fjölmiðlafrumvarpið en forysta flokksins stefnir að og vill bíða með að að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Þetta kemur fram í ályktun SUF sem samþykkt var í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á pistli sagðar tilraun

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í skriflegu svari sínu til Fréttablaðsins að breytingarnar sem hann gerði á pistli sínum á mánudag, þar sem hann tók út orðið "brellur" í pistli frá 3. júní, hafi verið tilraun "til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum".

Innlent