Vilja þingsályktun í stað laga 11. júlí 2004 00:01 Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast uppúr," sagði Alfreð í samtali við Fréttablaðið. "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli." Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng og Alfreð. Ungir framsóknarmenn hafa samþykkt nýja ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bíða með lögfestingu nýrra fjölmiðlalaga. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna segir augljóst að málið sé dragbítur á gengi Framsóknarflokksins. Ráðherrar Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið ræddi við hvika þó hvergi í afstöðu sinni. Aðspurður um ofangreind sjónarmið samflokksmanna sinna, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beigt af leið og bakkað." "Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna tekur í sama streng: "Framsóknarflokkurinn er búinn að koma sér í herfilega stöðu og það er fátt sem bendir til þess að hann sé í leiðinni út úr henni. Því enn sem komið er ber ekki neitt á öðru en að þeir ætli að lötra á eftir Sjálstæðisflokknum þessa feigðargötu." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast uppúr," sagði Alfreð í samtali við Fréttablaðið. "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli." Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng og Alfreð. Ungir framsóknarmenn hafa samþykkt nýja ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bíða með lögfestingu nýrra fjölmiðlalaga. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna segir augljóst að málið sé dragbítur á gengi Framsóknarflokksins. Ráðherrar Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið ræddi við hvika þó hvergi í afstöðu sinni. Aðspurður um ofangreind sjónarmið samflokksmanna sinna, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beigt af leið og bakkað." "Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna tekur í sama streng: "Framsóknarflokkurinn er búinn að koma sér í herfilega stöðu og það er fátt sem bendir til þess að hann sé í leiðinni út úr henni. Því enn sem komið er ber ekki neitt á öðru en að þeir ætli að lötra á eftir Sjálstæðisflokknum þessa feigðargötu."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira