Stj.mál Pattstaða í viðræðum um hlut borgarinnar í Landsvirkjun Pattstaða er í viðræðum ríkisins við Reykjavíkurborg og kaup ríkisins á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Viðræðum um málið hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna deilu um verðmat á fyrirtækinu. Innlent 12.1.2006 23:30 Kvarta undan hærra raforkuverði Iðnfyrirtæki kvarta sáran undan auknum raforkukostnaði og segja hann fæla framleiðslu úr landi. Iðnaðarráðherra vill þó meina að samkeppni á raforkumarkaði sé farin að skila sér í lægra raforkuverði. Innlent 12.1.2006 19:29 Ráðherrar Likud segja sig úr stjórn Þrír ráðherrar úr Likudbandalaginu sögðu sig í dag úr ísraelsku ríkisstjórninni. Búist er við að fjórði og síðasti ráðherra flokksins segi af sér embætti á ríkisstjórnarfundi næsta sunnudag. Erlent 12.1.2006 16:23 Stefán Jón og Dagur vinsælastir Stefán Jón Hafstein og Dagur B. Eggertsson njóta mest trausts af þeim sem hafa gefið kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar samkvæmt nýrri könnun Frjálsrar verslunar fyrir vefsvæðið heimur.is. Hvor um sig nýtur stuðnings um 40 prósenta aðspurðra en Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri nýtur stuðnings fjórðungs aðspurðra. Innlent 12.1.2006 15:36 Of lágt boðið í hlut borgarinnar. Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt. Innlent 12.1.2006 14:45 Skorað á fulltrúa á Launamálaráðstefnu Samflot bæjarstarfsmannafélaga skorar á fulltrúa á Launamálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður þann 20. janúar næstkomandi að tryggja að sambærileg og jafnverðmæt störf verði launuð á sama hátt, óháð kynferði eða búsetu þess er starfinu gegnir. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi formanna samflotsfélaganna í gær. Innlent 11.1.2006 12:50 22 gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi Tuttugu og tveir gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fram fer 4. febrúar næstkomandi. Tveir gefa kost á sér í fyrsta sæti, Guðríður Arnardóttir framhaldsskólakennari og Jón Júlíusson íþróttafulltrúi. Innlent 11.1.2006 10:02 Skipan fjölmiðlanefndar í uppnámi Menntamálaráðherra getur ekki skipað fulltrúa allra þingflokka í nýja fjölmiðlanefnd, sem á að semja drög að fjölmiðlalögum. Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur sent ráðherra bréf, þar sem þess er krafist að málefni Ríkisútvarpsins verði rædd í nefndinni, en að öðrum kosti hyggst stjórnarandstaðan ekki tilnefna fulltrúa í hana. Innlent 10.1.2006 21:13 Álagningarprósentan lækkar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðahúsnæði um 20 prósent, eða úr 0,335 prósentum í 0,27 prósent. Lóðarleiga og vatnsgjald lækka einnig. Þetta verður þó ekki til að álögur lækka heldur hækka þær ekki meira en sem nemur verðlagsþróun. Innlent 10.1.2006 19:26 Vatnsleysustrandarhreppur verður Sveitarfélagið Vogar Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps um breytingu á nafni sveitarfélagsins í Sveitarfélagið Vogar. Þetta kemur fram á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Innlent 10.1.2006 14:47 Framsóknarmenn heimsækja starfsfólk Starfsmenn fjölda fyrirtækja, stofnana og samtaka á höfuðborgarsvæðinu mega eiga von á heimsókn þingmanna Framsóknarflokksins í vikunni. Tilgangur heimsóknanna er að kynna sér starfsemi fyrirtækjanna og heyra skoðanir stjórnenda og starfsfólks á stjórnmálalífinu. Innlent 10.1.2006 14:44 Skora á bæjarstjórn að hækka laun VG á Akureyri fagna kjarabótum ófaglærðra starfsmanna á leikskólum í Reykjavík og skora á stjórnendur Akureyrarbæjar að semja um mannsæmandi laun við leikskólakennara og leiðbeinendur. Innlent 10.1.2006 10:50 Vill samkeppni um starfsfólk upp að vissu marki Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi vill samkeppni milli sveitarfélaganna um starfsfólk upp að vissu marki til þess að binda enda á það sem hann kallar láglaunastefnu í gegnum samninga Launanefndar sveitarfélaganna. Innlent 10.1.2006 00:06 Gunnsteinn vill 2. sætið Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri flokksins vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Gunnsteinn skipaði 3. sæti á framboðslista flokksins fyrir fjórum árum en leggur nú til atlögu við Ármann Kr. Ólason sem þá skipaði 2. sætið. Innlent 9.1.2006 22:04 Þáttaskil í Baugsmálinu Staðfesting Hæstaréttar á að þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem eftir standa séu tækir til efnislegrar meðferðar markar þáttaskil segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Innlent 9.1.2006 19:48 Ekki hægt að lækka laun forseta Allt bendir til þess að laun forseta Íslands hækki mest launa ráðamanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Ástæðan er sú að stjórnarskráin heimilar ekki að laun forseta séu skert á kjörtímabili hans. Innlent 9.1.2006 19:05 Vilja leggja Kjaradóm niður Ungir jafnaðarmenn vilja að Kjaradómur verði lagður niður og að laun stjórnmálamanna og annarra þeirra sem Kjaradómur hefur ákveðið breytist hér eftir í takt við almenna launavísitölu. Innlent 9.1.2006 18:17 Mótmæltu í iðnaðarráðuneytinu Um fimmtán til tuttugu ungmenni tóku sér stöðu í iðnaðarráðuneytinu á fjórða tímanum til að mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda. Lögregla var kölluð til en þurfti ekki af hafa afskipti af unga fólkinu sem yfirgaf ráðuneytið þegar klukkan sló fjögur og dyrum þess var lokað. Innlent 9.1.2006 16:19 Flosi gefur kost á sér í fjórða sætið í Kópavogi Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs til tveggja kjörtímabila, hyggst gefa kost á sér í fjórða sæti á lista flokksins í prófkjöri fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fram fer 4. febrúar næstkomandi. Flosi sagði í samtali við NFS að ástæðan fyrir því að hann gæfi kost á sér í fjórða sætið nú væri sú að Samfylkingin ætti nú þrjá menn í bæjarstjórn og hann vildi með þessu reyna að fjölga fullrúunum. Innlent 9.1.2006 15:38 Vill hætta við framkvæmdur við Þjórsárver Samfylkingin vill að hætt verði við öll áform um orkuframkvæmdir á Þjórsárverasvæðinu og vill að friðland Þjórsárvera verði stækkað verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þingflokks Samfylkingar sem telur áætlanir um framkvæmdir við Norðlingaöldu og víðar í nágrenni Þjórsárvera komnar í öngstræti. Innlent 9.1.2006 14:56 Stjórnmálaflokkar ekki sammála um breytingar á eftirlaunalögum Engar breytingar hafa verið gerðar á eftirlaunalögunum þar sem stjórnmálaflokkarnir eru ekki samstíga um hversu langt eigi að ganga til breytinga. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segir engar málamiðlanir til. Það verði að rífa þessi ólög upp með rótum. Allt hik sýni að hugur fylgi ekki máli hjá stjórnarflokkunum. Innlent 7.1.2006 16:59 Félagsmálaráðherra efnir til víðtæks samráðs um framtíð húsnæðislána ríkisins Félagsmálaráðherra ætlar að efna til víðtæks samráðs um framtíð húsnæðislána ríkisins. Starfshópur á vegum ráðherra telur koma til greina að þróa Íbúðalánasjóð í átt til heildsölubanka. Að mati hópsins kemur tvennt til greina, að Íbúðalánasjóður verði rekin áfram í lítið breyttri mynd eða verði heildsölubanki. Innlent 7.1.2006 16:51 Eyþór Arnalds tilkynnnir viðbrögð við framboðsáskorun Sunnlendinga Eyþór Arnalds heldur fund í Tryggvaskála á Selfossi klukkan fjögur í dag. Þar ætlar að tilkynna viðbrögð sín við auglýsingu í Sunnlenska fréttablaðinu í vikunni. Þar skoruðu eitthundrað og fimmtíu sunnlendingar á hann að gefa kost á sér í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkin í komandi sveitarstjórnarkosnigum í vor. Innlent 7.1.2006 13:23 Blæðingar í heila Sharons stöðvaðar í þriggja tíma aðgerð Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gekkst undir aðra aðgerð á heila um hádegisbil í dag. Aðgerðin stóð í þrjár klukkustundir og tókst að stöðva blæðingar inn á heila Sharons. Erlent 6.1.2006 18:01 Fundað með starfsfólki leikskóla og foreldrum í Kópavogi Bæjaryfirvöld í Kópavogi munu í dag og á mánudag funda með starfsmönnum leikskóla og forvarsmönnum foreldrafélaga þeirra vegna þeirrar óánægju með leikskólamál bæjarins. Þá hóta leikskólakennarar á Akureyri uppsögnum ef kjör þeirra verði ekki leiðrétt. Innlent 6.1.2006 13:14 Gengið frá lista VG fyrir borgarstjórnarkosningar Hermann Valsson íþróttakennari skipar 5.sætið á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til borgarstjórnarkosninga í vor. Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri leiðir listann. Tillaga uppstillingarnefndar um skipan á lista VG fyrir kosningarnar í vor var samþykkt á almennum félagsfundi nú í kvöld. Innlent 5.1.2006 22:29 Brot á leikreglum segir bæjarfulltrúi Það á að umbuna starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar með einhverju öðru en gjafakorti í Kringlunni. Þetta segir oddviti minnihlutans í bæjarstjórn en bæjarstjóri hefur upp á sitt einsdæmi gefið vilyrði fyrir því að allir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar, 300 að tölu, fái gjafakort að upphæð tuttugu þúsund krónur. Brot á leikreglum, segir fulltrúi minnihlutans. Innlent 5.1.2006 21:29 Kallar eftir þjóðarsátt um að hækka lægstu laun Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, kallar eftir þjóðarsátt um að hækka lægstu launin fyrir launamálaráðstefnu sveitarfélaganna sem halda á 20. janúar næstkomandi. Hann segir minni sveitarfélög ekki þola að launahækkanir verði jafnmiklar yfir alla línuna. Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi gagnrýnir bæjarstjórnina fyrir að grípa ekki strax í taumana til þess að koma í veg fyrir frekari uppsagnir á leikskólum bæjarins. Innlent 5.1.2006 14:02 Heppilegra að bíða með aðgerðir Það er betra að fara hægar en hraðar þegar kemur að því að heimila hjónavígslu samkynhneigðra, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að fólk verði að gefa sér tíma til að ræða málið út frá öllum hliðum áður en lengra sé haldið. Innlent 5.1.2006 14:09 Vinstri-grænir fordæma bæjaryfirvöld Vinstri-grænir í Kópavogi lýsa þungum áhyggjum vegna stöðu leikskólamála í bænum í ályktun sem þeir hafa sent frá sér. Þar segir að bæjaryfirvöld hafi þubast við og ekkert gert til að leysa vandann þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir starfsfólks og foreldra. Innlent 5.1.2006 11:47 « ‹ 47 48 49 50 51 52 53 54 55 … 187 ›
Pattstaða í viðræðum um hlut borgarinnar í Landsvirkjun Pattstaða er í viðræðum ríkisins við Reykjavíkurborg og kaup ríkisins á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Viðræðum um málið hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna deilu um verðmat á fyrirtækinu. Innlent 12.1.2006 23:30
Kvarta undan hærra raforkuverði Iðnfyrirtæki kvarta sáran undan auknum raforkukostnaði og segja hann fæla framleiðslu úr landi. Iðnaðarráðherra vill þó meina að samkeppni á raforkumarkaði sé farin að skila sér í lægra raforkuverði. Innlent 12.1.2006 19:29
Ráðherrar Likud segja sig úr stjórn Þrír ráðherrar úr Likudbandalaginu sögðu sig í dag úr ísraelsku ríkisstjórninni. Búist er við að fjórði og síðasti ráðherra flokksins segi af sér embætti á ríkisstjórnarfundi næsta sunnudag. Erlent 12.1.2006 16:23
Stefán Jón og Dagur vinsælastir Stefán Jón Hafstein og Dagur B. Eggertsson njóta mest trausts af þeim sem hafa gefið kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar samkvæmt nýrri könnun Frjálsrar verslunar fyrir vefsvæðið heimur.is. Hvor um sig nýtur stuðnings um 40 prósenta aðspurðra en Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri nýtur stuðnings fjórðungs aðspurðra. Innlent 12.1.2006 15:36
Of lágt boðið í hlut borgarinnar. Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt. Innlent 12.1.2006 14:45
Skorað á fulltrúa á Launamálaráðstefnu Samflot bæjarstarfsmannafélaga skorar á fulltrúa á Launamálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður þann 20. janúar næstkomandi að tryggja að sambærileg og jafnverðmæt störf verði launuð á sama hátt, óháð kynferði eða búsetu þess er starfinu gegnir. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi formanna samflotsfélaganna í gær. Innlent 11.1.2006 12:50
22 gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi Tuttugu og tveir gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fram fer 4. febrúar næstkomandi. Tveir gefa kost á sér í fyrsta sæti, Guðríður Arnardóttir framhaldsskólakennari og Jón Júlíusson íþróttafulltrúi. Innlent 11.1.2006 10:02
Skipan fjölmiðlanefndar í uppnámi Menntamálaráðherra getur ekki skipað fulltrúa allra þingflokka í nýja fjölmiðlanefnd, sem á að semja drög að fjölmiðlalögum. Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur sent ráðherra bréf, þar sem þess er krafist að málefni Ríkisútvarpsins verði rædd í nefndinni, en að öðrum kosti hyggst stjórnarandstaðan ekki tilnefna fulltrúa í hana. Innlent 10.1.2006 21:13
Álagningarprósentan lækkar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðahúsnæði um 20 prósent, eða úr 0,335 prósentum í 0,27 prósent. Lóðarleiga og vatnsgjald lækka einnig. Þetta verður þó ekki til að álögur lækka heldur hækka þær ekki meira en sem nemur verðlagsþróun. Innlent 10.1.2006 19:26
Vatnsleysustrandarhreppur verður Sveitarfélagið Vogar Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps um breytingu á nafni sveitarfélagsins í Sveitarfélagið Vogar. Þetta kemur fram á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Innlent 10.1.2006 14:47
Framsóknarmenn heimsækja starfsfólk Starfsmenn fjölda fyrirtækja, stofnana og samtaka á höfuðborgarsvæðinu mega eiga von á heimsókn þingmanna Framsóknarflokksins í vikunni. Tilgangur heimsóknanna er að kynna sér starfsemi fyrirtækjanna og heyra skoðanir stjórnenda og starfsfólks á stjórnmálalífinu. Innlent 10.1.2006 14:44
Skora á bæjarstjórn að hækka laun VG á Akureyri fagna kjarabótum ófaglærðra starfsmanna á leikskólum í Reykjavík og skora á stjórnendur Akureyrarbæjar að semja um mannsæmandi laun við leikskólakennara og leiðbeinendur. Innlent 10.1.2006 10:50
Vill samkeppni um starfsfólk upp að vissu marki Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi vill samkeppni milli sveitarfélaganna um starfsfólk upp að vissu marki til þess að binda enda á það sem hann kallar láglaunastefnu í gegnum samninga Launanefndar sveitarfélaganna. Innlent 10.1.2006 00:06
Gunnsteinn vill 2. sætið Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri flokksins vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Gunnsteinn skipaði 3. sæti á framboðslista flokksins fyrir fjórum árum en leggur nú til atlögu við Ármann Kr. Ólason sem þá skipaði 2. sætið. Innlent 9.1.2006 22:04
Þáttaskil í Baugsmálinu Staðfesting Hæstaréttar á að þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem eftir standa séu tækir til efnislegrar meðferðar markar þáttaskil segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Innlent 9.1.2006 19:48
Ekki hægt að lækka laun forseta Allt bendir til þess að laun forseta Íslands hækki mest launa ráðamanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Ástæðan er sú að stjórnarskráin heimilar ekki að laun forseta séu skert á kjörtímabili hans. Innlent 9.1.2006 19:05
Vilja leggja Kjaradóm niður Ungir jafnaðarmenn vilja að Kjaradómur verði lagður niður og að laun stjórnmálamanna og annarra þeirra sem Kjaradómur hefur ákveðið breytist hér eftir í takt við almenna launavísitölu. Innlent 9.1.2006 18:17
Mótmæltu í iðnaðarráðuneytinu Um fimmtán til tuttugu ungmenni tóku sér stöðu í iðnaðarráðuneytinu á fjórða tímanum til að mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda. Lögregla var kölluð til en þurfti ekki af hafa afskipti af unga fólkinu sem yfirgaf ráðuneytið þegar klukkan sló fjögur og dyrum þess var lokað. Innlent 9.1.2006 16:19
Flosi gefur kost á sér í fjórða sætið í Kópavogi Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs til tveggja kjörtímabila, hyggst gefa kost á sér í fjórða sæti á lista flokksins í prófkjöri fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fram fer 4. febrúar næstkomandi. Flosi sagði í samtali við NFS að ástæðan fyrir því að hann gæfi kost á sér í fjórða sætið nú væri sú að Samfylkingin ætti nú þrjá menn í bæjarstjórn og hann vildi með þessu reyna að fjölga fullrúunum. Innlent 9.1.2006 15:38
Vill hætta við framkvæmdur við Þjórsárver Samfylkingin vill að hætt verði við öll áform um orkuframkvæmdir á Þjórsárverasvæðinu og vill að friðland Þjórsárvera verði stækkað verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þingflokks Samfylkingar sem telur áætlanir um framkvæmdir við Norðlingaöldu og víðar í nágrenni Þjórsárvera komnar í öngstræti. Innlent 9.1.2006 14:56
Stjórnmálaflokkar ekki sammála um breytingar á eftirlaunalögum Engar breytingar hafa verið gerðar á eftirlaunalögunum þar sem stjórnmálaflokkarnir eru ekki samstíga um hversu langt eigi að ganga til breytinga. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segir engar málamiðlanir til. Það verði að rífa þessi ólög upp með rótum. Allt hik sýni að hugur fylgi ekki máli hjá stjórnarflokkunum. Innlent 7.1.2006 16:59
Félagsmálaráðherra efnir til víðtæks samráðs um framtíð húsnæðislána ríkisins Félagsmálaráðherra ætlar að efna til víðtæks samráðs um framtíð húsnæðislána ríkisins. Starfshópur á vegum ráðherra telur koma til greina að þróa Íbúðalánasjóð í átt til heildsölubanka. Að mati hópsins kemur tvennt til greina, að Íbúðalánasjóður verði rekin áfram í lítið breyttri mynd eða verði heildsölubanki. Innlent 7.1.2006 16:51
Eyþór Arnalds tilkynnnir viðbrögð við framboðsáskorun Sunnlendinga Eyþór Arnalds heldur fund í Tryggvaskála á Selfossi klukkan fjögur í dag. Þar ætlar að tilkynna viðbrögð sín við auglýsingu í Sunnlenska fréttablaðinu í vikunni. Þar skoruðu eitthundrað og fimmtíu sunnlendingar á hann að gefa kost á sér í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkin í komandi sveitarstjórnarkosnigum í vor. Innlent 7.1.2006 13:23
Blæðingar í heila Sharons stöðvaðar í þriggja tíma aðgerð Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gekkst undir aðra aðgerð á heila um hádegisbil í dag. Aðgerðin stóð í þrjár klukkustundir og tókst að stöðva blæðingar inn á heila Sharons. Erlent 6.1.2006 18:01
Fundað með starfsfólki leikskóla og foreldrum í Kópavogi Bæjaryfirvöld í Kópavogi munu í dag og á mánudag funda með starfsmönnum leikskóla og forvarsmönnum foreldrafélaga þeirra vegna þeirrar óánægju með leikskólamál bæjarins. Þá hóta leikskólakennarar á Akureyri uppsögnum ef kjör þeirra verði ekki leiðrétt. Innlent 6.1.2006 13:14
Gengið frá lista VG fyrir borgarstjórnarkosningar Hermann Valsson íþróttakennari skipar 5.sætið á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til borgarstjórnarkosninga í vor. Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri leiðir listann. Tillaga uppstillingarnefndar um skipan á lista VG fyrir kosningarnar í vor var samþykkt á almennum félagsfundi nú í kvöld. Innlent 5.1.2006 22:29
Brot á leikreglum segir bæjarfulltrúi Það á að umbuna starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar með einhverju öðru en gjafakorti í Kringlunni. Þetta segir oddviti minnihlutans í bæjarstjórn en bæjarstjóri hefur upp á sitt einsdæmi gefið vilyrði fyrir því að allir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar, 300 að tölu, fái gjafakort að upphæð tuttugu þúsund krónur. Brot á leikreglum, segir fulltrúi minnihlutans. Innlent 5.1.2006 21:29
Kallar eftir þjóðarsátt um að hækka lægstu laun Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, kallar eftir þjóðarsátt um að hækka lægstu launin fyrir launamálaráðstefnu sveitarfélaganna sem halda á 20. janúar næstkomandi. Hann segir minni sveitarfélög ekki þola að launahækkanir verði jafnmiklar yfir alla línuna. Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi gagnrýnir bæjarstjórnina fyrir að grípa ekki strax í taumana til þess að koma í veg fyrir frekari uppsagnir á leikskólum bæjarins. Innlent 5.1.2006 14:02
Heppilegra að bíða með aðgerðir Það er betra að fara hægar en hraðar þegar kemur að því að heimila hjónavígslu samkynhneigðra, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að fólk verði að gefa sér tíma til að ræða málið út frá öllum hliðum áður en lengra sé haldið. Innlent 5.1.2006 14:09
Vinstri-grænir fordæma bæjaryfirvöld Vinstri-grænir í Kópavogi lýsa þungum áhyggjum vegna stöðu leikskólamála í bænum í ályktun sem þeir hafa sent frá sér. Þar segir að bæjaryfirvöld hafi þubast við og ekkert gert til að leysa vandann þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir starfsfólks og foreldra. Innlent 5.1.2006 11:47
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent