Halldór hættur hjá Barein: Sagt upp í gegnum WhatsApp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2019 15:34 Halldór þjálfaði FH um fimm ára skeið. vísir/bára Halldór Jóhann Sigfússon er hættur sem þjálfari U-21 árs og U-19 ára liða Barein í handbolta en samningi hans við bareinska handknattleikssambandið var sagt upp. Hann var líka aðstoðarmaður Arons Kristjánssonar með A-landsliðið. Halldór segir ýmislegt hafa gengið á í samskiptum sínum við forráðamenn bareinska handknattleikssambandsins. „Þetta gekk mjög vel og við náðum besta árangri í sögu Barein á HM,“ sagði Halldór við Vísi í dag. Bæði U-21 árs og U-19 ára landslið Barein enduðu í 17. sæti á HM í sumar undir stjórn Halldórs, og unnu Forsetabikarinn á báðum mótunum. „Í raun var ekki hægt að ætlast til betri árangurs. Ég var bara ósáttur við að fara ekki með U-19 ára landsliðið í 16-liða úrslit á HM. En ég var ekki með þeim síðustu þrjár vikurnar fyrir undirbúninginn,“ sagði Halldór. Reyndu að stytta fríiðHann segir að Bareinar hafi verið ósáttir þegar hann fór heim til Íslands í frí þótt það hafi legið fyrir löngu áður. „Það eru margir þættir sem spila inn í. Þeir voru ósáttir við að ég færi heim í frí sem var löngu búið að ákveða. Það átti að vera mánuður en þeir reyndu að skera það niður í tíu daga. Ég sagði þeim að það gengi aldrei upp. Þegar ég tók þetta að mér gerðum við samkomulag um að kæmist í fjögurra vikna frí hið minnsta til að vera með fjölskyldunni,“ sagði Halldór. „Ég fór heim með flugi sem var búið að panta. Svo eru þeir að nota það gegn mér að ég skyldi hafa farið heim. Ég var búinn að segja við þá að þetta gengi aldrei upp ef ég fengi ekki að vita almennilega hvenær ég gæti farið heim.“ Engar skýringarHalldór segir að uppsögnin hafi komið á óvart og ekki síst hvernig staðið var að henni. „Þetta kom okkur Aroni gríðarlega á óvart. Ég var heima en var í klippivinnu fyrir A-landsliðið en hætti því snarlega þegar ég fékk þessi skilaboð,“ sagði Halldór. „Það sýnir kannski hversu ófaglegt þetta er að þeir sendu mér skilaboð í gegnum WhatsApp að samningnum hafi verið sagt upp. Engin ástæða var gefin. Ég náði í framkvæmdastjórann einum og hálfum degi seinna og fékk þá einhverjar ástæður sem voru samt engar ástæður. Þetta er mjög sérstakt mál. Það hefði verið mjög óheppilegt fyrir mig að hætta og alltaf betra fyrir fjárhagslegu hliðina að þeir hafi sagt honum upp.“ Hefði aldrei hætt af virðingu við AronEn íhugaði Halldór einhvern tímann að hætta sjálfur? „Þetta eru svo margir þættir. Í samningnum var ég með að ég þyrfti að fá góða íbúð. Ég fann íbúð í samstarfi við þá en það var aldrei klárað. Ég þrýsti á þá og sagði að þetta gengi ekki svona. Ég ætlaði ekki að vera á hótelherbergi í allan vetur, þótt hótelið hafi verið frábært. Þetta gekk ekki eins og talað var um en ég ætlaði að gefa þessu smá tíma. Ég hefði aldrei hætt af virðingu við Aron og okkar samstarf,“ sagði Halldór en brotthvarf hans setur stórt strik í reikning A-landsliðs Barein fyrir næstu verkefni þess. Tíma ekki að borgaHalldór segir að Ólympíunefnd Barein sé farin að gera sig meira gildandi og hann grunar að Bareinar hafi einfaldlega ekki tímt að hafa hann í starfi. „Ólympíunefndin er farin að skipta sér meira af hlutunum. Ég held að þetta sé peningamál, að þeir tími ekki að borga mér laun allan veturinn fyrir að vera aðstoðarþjálfari. Næsta verkefni U-21 árs liðsins er ekki fyrr en næsta sumar. Mig grunar að Ólympíunefndin setji sig upp á móti því að handknattleikssambandið sé með þjálfara á launum allt árið og þeim hafi verið settur stóllinn fyrir dyrnar,“ sagði Halldór. „En ég sé ekki eftir að hafa tekið þetta að mér. Ég öðlaðist mikla reynslu í sumar og kynntist frábæru fólki. En auðvitað var maður orðinn svolítið þreyttur á vinnubrögðunum og áhugamennskuumhverfinu þarna. Maður vissi það fyrir en langaði að breyta þessu.“ Vann á við þrjáHalldór segir að hann hafi þurft að gera flest sjálfur enda hafi handboltaþekking aðstoðarmanna hans ekki verið mikil. „Þeir sem voru með mér höfðu voða litla þekkingu og það var t.d. ekki nota þá í klippivinnu. Ég vann vinnu á þessum tveimur stórmótum í sumar sem þrír voru að vinna fyrir önnur landslið. Þetta er allt annað umhverfi en maður er vanur,“ sagði Halldór. Hann segist vera að svipast um eftir dagvinnu og vonast til að komast aftur í þjálfun þótt hann sé ekkert að flýta sér. „Ég ætla að gefa mér tíma en ég skoða allt. Stefnan er að fá vinnu erlendis og komast í stærra umhverfi en Olís-deildin er þótt hún sé frábær. Maður verður bara að skoða það sem kemur upp og hverjir hafa samband. Það væri kjánalegt að meta það ekki hverju sinni en núna ætla ég bara að kanna hvernig landið liggur á vinnumarkaðnum og finna eitthvað gott að gera,“ sagði Halldór að lokum. Handbolti Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon er hættur sem þjálfari U-21 árs og U-19 ára liða Barein í handbolta en samningi hans við bareinska handknattleikssambandið var sagt upp. Hann var líka aðstoðarmaður Arons Kristjánssonar með A-landsliðið. Halldór segir ýmislegt hafa gengið á í samskiptum sínum við forráðamenn bareinska handknattleikssambandsins. „Þetta gekk mjög vel og við náðum besta árangri í sögu Barein á HM,“ sagði Halldór við Vísi í dag. Bæði U-21 árs og U-19 ára landslið Barein enduðu í 17. sæti á HM í sumar undir stjórn Halldórs, og unnu Forsetabikarinn á báðum mótunum. „Í raun var ekki hægt að ætlast til betri árangurs. Ég var bara ósáttur við að fara ekki með U-19 ára landsliðið í 16-liða úrslit á HM. En ég var ekki með þeim síðustu þrjár vikurnar fyrir undirbúninginn,“ sagði Halldór. Reyndu að stytta fríiðHann segir að Bareinar hafi verið ósáttir þegar hann fór heim til Íslands í frí þótt það hafi legið fyrir löngu áður. „Það eru margir þættir sem spila inn í. Þeir voru ósáttir við að ég færi heim í frí sem var löngu búið að ákveða. Það átti að vera mánuður en þeir reyndu að skera það niður í tíu daga. Ég sagði þeim að það gengi aldrei upp. Þegar ég tók þetta að mér gerðum við samkomulag um að kæmist í fjögurra vikna frí hið minnsta til að vera með fjölskyldunni,“ sagði Halldór. „Ég fór heim með flugi sem var búið að panta. Svo eru þeir að nota það gegn mér að ég skyldi hafa farið heim. Ég var búinn að segja við þá að þetta gengi aldrei upp ef ég fengi ekki að vita almennilega hvenær ég gæti farið heim.“ Engar skýringarHalldór segir að uppsögnin hafi komið á óvart og ekki síst hvernig staðið var að henni. „Þetta kom okkur Aroni gríðarlega á óvart. Ég var heima en var í klippivinnu fyrir A-landsliðið en hætti því snarlega þegar ég fékk þessi skilaboð,“ sagði Halldór. „Það sýnir kannski hversu ófaglegt þetta er að þeir sendu mér skilaboð í gegnum WhatsApp að samningnum hafi verið sagt upp. Engin ástæða var gefin. Ég náði í framkvæmdastjórann einum og hálfum degi seinna og fékk þá einhverjar ástæður sem voru samt engar ástæður. Þetta er mjög sérstakt mál. Það hefði verið mjög óheppilegt fyrir mig að hætta og alltaf betra fyrir fjárhagslegu hliðina að þeir hafi sagt honum upp.“ Hefði aldrei hætt af virðingu við AronEn íhugaði Halldór einhvern tímann að hætta sjálfur? „Þetta eru svo margir þættir. Í samningnum var ég með að ég þyrfti að fá góða íbúð. Ég fann íbúð í samstarfi við þá en það var aldrei klárað. Ég þrýsti á þá og sagði að þetta gengi ekki svona. Ég ætlaði ekki að vera á hótelherbergi í allan vetur, þótt hótelið hafi verið frábært. Þetta gekk ekki eins og talað var um en ég ætlaði að gefa þessu smá tíma. Ég hefði aldrei hætt af virðingu við Aron og okkar samstarf,“ sagði Halldór en brotthvarf hans setur stórt strik í reikning A-landsliðs Barein fyrir næstu verkefni þess. Tíma ekki að borgaHalldór segir að Ólympíunefnd Barein sé farin að gera sig meira gildandi og hann grunar að Bareinar hafi einfaldlega ekki tímt að hafa hann í starfi. „Ólympíunefndin er farin að skipta sér meira af hlutunum. Ég held að þetta sé peningamál, að þeir tími ekki að borga mér laun allan veturinn fyrir að vera aðstoðarþjálfari. Næsta verkefni U-21 árs liðsins er ekki fyrr en næsta sumar. Mig grunar að Ólympíunefndin setji sig upp á móti því að handknattleikssambandið sé með þjálfara á launum allt árið og þeim hafi verið settur stóllinn fyrir dyrnar,“ sagði Halldór. „En ég sé ekki eftir að hafa tekið þetta að mér. Ég öðlaðist mikla reynslu í sumar og kynntist frábæru fólki. En auðvitað var maður orðinn svolítið þreyttur á vinnubrögðunum og áhugamennskuumhverfinu þarna. Maður vissi það fyrir en langaði að breyta þessu.“ Vann á við þrjáHalldór segir að hann hafi þurft að gera flest sjálfur enda hafi handboltaþekking aðstoðarmanna hans ekki verið mikil. „Þeir sem voru með mér höfðu voða litla þekkingu og það var t.d. ekki nota þá í klippivinnu. Ég vann vinnu á þessum tveimur stórmótum í sumar sem þrír voru að vinna fyrir önnur landslið. Þetta er allt annað umhverfi en maður er vanur,“ sagði Halldór. Hann segist vera að svipast um eftir dagvinnu og vonast til að komast aftur í þjálfun þótt hann sé ekkert að flýta sér. „Ég ætla að gefa mér tíma en ég skoða allt. Stefnan er að fá vinnu erlendis og komast í stærra umhverfi en Olís-deildin er þótt hún sé frábær. Maður verður bara að skoða það sem kemur upp og hverjir hafa samband. Það væri kjánalegt að meta það ekki hverju sinni en núna ætla ég bara að kanna hvernig landið liggur á vinnumarkaðnum og finna eitthvað gott að gera,“ sagði Halldór að lokum.
Handbolti Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira