Handbolti

Strákarnir komnir í úr­slit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir sýndu styrk sinn í seinni hálfleik gegn Serbíu.
Íslensku strákarnir sýndu styrk sinn í seinni hálfleik gegn Serbíu. hsí

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í úrslit á Sparkassen Cup í Þýskalandi eftir eins marks sigur á Serbíu í undanúrslitum, 28-27.

FH-ingurinn Garðar Ingi Sindrason skoraði ellefu mörk fyrir íslenska liðið sem var þremur mörkum undir í hálfleik, 13-16.

Íslensku strákarnir tóku við sér í seinni hálfleik, reyndust sterkari á svellinu undir lokin og unnu eins marks sigur, 28-27.

Stefán Magni Hjartarson skoraði fimm mörk fyrir Ísland og Baldur Fritz Bjarnason fjögur.

Ísland mætir Þýskalandi í úrslitaleik mótsins klukkan 18:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×