Viðskipti

Umdeilda KSÍ auglýsingin verðlaunuð

Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið verðlaunuð fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Stofan vann verkefnið fyrir KSÍ og vakti auglýsingin mikil viðbrögð síðastliðið sumar þar sem griðungur, gammur, dreki og bergrisi, landvættirnar fjórar, voru í forgrunni.

Viðskipti innlent

Baader kaupir Skagann 3X

Baader hefur gengið frá samningum um kaup á meirihluta í Skaganum 3X. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskiptin eru háð venjubundnum fyrirvörum um samþykki opinberra aðila. Ráðgert er að þeim fyrirvörum verði aflétt í ársbyrjun 2021.

Viðskipti innlent

Gullleitarleyfi í Þormóðsdal selt til Kanada

Námufélag sem er skráð í Kanada en er í hlutaeigu Íslendings hefur keypt einkahlutafélag sem var handhafi að rannsóknaleyfi fyrir gull- og koparleit í Þormóðsdal í Mosfellsbæ. Íslenskt dótturfélag þess er sagt eiga að stýra rannsóknar- og þróunarstarfi verkefna þess á Íslandi.

Viðskipti innlent

Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt

Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar.

Atvinnulíf