Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttamynd

Trylltust við taktinn í barokkbúningum

Færri komust að en vildu á næturklúbbnum Auto síðastliðinn laugardag þegar tónleikarnir Barokk á klúbbnum fóru fram í annað sinn. Þakið ætlaði að rifna af þegar helstu slagarar barokk tímabilsins 1600-1750 voru fluttir í raftónlistarbúningi. 

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu

Það var líf og fjör á Tapas Barnum síðastliðið miðvikudagskvöld þegar staðurinn fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli sínu með glæsilegri veislu. Lifandi tónlist, sangríur og dansandi senjorítur settu suðrænan svip á kvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Sjáðu-hjónin kunna að halda partý

Hjónin Gylfi Björnsson og Anna Þóra Björnsdóttir héldu glæsilega tónlistarveislu í Háskólabíói síðastliðið mánudagskvöld í tilefni 30 ára afmælis gleraugnaverslunarinnar Sjáðu.

Lífið
Fréttamynd

Fögnuðu sögu­legum 850 þúsund króna há­talara Ella Egils

Það var margt um manninn á Vinnustofu Kjarval í gærkvöldi þar sem fram fór glæsilegt frumsýningarboð og hulunni var svipt af samstarfi Bang&Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Kynnt var sérútgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir listamanninn en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök (1/50–50/50).

Lífið
Fréttamynd

Kynfræðingur, rektor og lista­kona styrktu tengslin

Um tvöhundruð konur úr ólíkum áttum samfélagsins komu saman í Sykursalnum síðastliðinn fimmtudag þegar Auðnast hélt kvennaboð undir yfirskriftinni „Hvernig hugar þú að þínu sálræna öryggi?“ Markmiðið var að virkja sameiningarkraft kvenna, styrkja tengsl og kitla hláturtaugarnar.

Lífið
Fréttamynd

Sögu­leg rappveisla í Laugar­dalnum

Það hefur vart farið fram hjá fólki að rapparinn Birnir stóð fyrir stórtónleikum í Laugardalshöll síðastliðinn laugardag. Það var uppselt á viðburðinn og flest allar heitustu stjörnur landsins tróðu þar upp. 

Tónlist
Fréttamynd

Enginn að rífast í partýi á Prikinu

Það var líf og fjör á Prikinu síðastliðinn laugardag þegar tónlistarfólkið Kolbrún Óskarsdóttir og Hrannar Ólafsson, betur þekkt sem Kusk og Óviti, fögnuðu splunkunýrri plötu með útgáfutónleikum og almennilegu djammi.

Lífið
Fréttamynd

Bullandi boltastemning á árs­há­tíð Sýnar

Það var mikið líf og fjör á árshátíð Sýnar sem fór fram á Hótel Nordica síðastliðið föstudagskvöld. Þema árshátíðarinnar var enski boltinn og mættu starfsmenn ásamt gestum sínum í fjölbreyttum treyjum sem settu skemmtilegan svip á kvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Salka Sól og Elísa­bet Jökuls mættu á frum­sýningu

Það var líf og fjör í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld þegar einleikurinn Ífigenía í Ásbrú var frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins fyrir fullum sal áhorfenda. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói allan síðasta vetur.

Lífið
Fréttamynd

Ástin sigrar í nýrri her­ferð gegn of­beldi

„Útkoman var þessi bolur sem táknar það að jákvæðni og skilningur leiði gott af sér og ef maður einbeitir sér að því að sjá það fallega í fólki mun ástin sigra að lokum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir, sem er hönnuðurinn á bak við nýjan FO-bol UN Women á Íslandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta

Það var líf og fjör í Tjarnarbíói á föstudag þegar dansverkið Flækt, eftir danshöfundinn og flytjandann Juliette Louste, var frumsýnt fyrir fullum sal áhorfenda.

Lífið
Fréttamynd

Troð­full Þorlákskirkja minntist Karls Sig­hvats­sonar

Minningarhátíðin Karlsvaka var haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og var kirkjan þétt setin.

Tónlist
Fréttamynd

Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt

„Það var líf og fjör í bænum allt frá morgni til kvölds og við finnum hvernig fólk tekur svo sannarlega undir leiðarstefið okkar Saman með ljós í hjarta,“ segir Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri Ljósanætur, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar.

Lífið
Fréttamynd

Skvísur landsins skáluðu í mið­borginni

Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona, og félagar hennar hjá framleiðslufyrirtækinu Skot Productions fögnuðu tíu ára afmæli fyrirtækisins með glæsilegri veislu á veitingastaðnum Fjallkonan á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit

Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk.

Menning
Fréttamynd

Sól­ey og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni

Það ríkti sannkölluð síðsumarstemning í verslun Kormáks & Skjaldar á Laugaveginum á dögunum þegar ný herralína frá Sóley Organics var kynnt til leiks. Fjölmargir lögðu leið sína í miðborgina og skáluðu fyrir samstarfinu í blíðskaparveðri.

Lífið
Fréttamynd

Taum­laus gleði og stjörnum prýddir tón­leikar

Það ríkti sannkölluð hátíðarstemning í Hljómskálagarðinum þegar árlegir Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fóru fram. Gríðarlegur mannskari safnaðist saman og skemmti sér fram eftir kvöldi, þar sem nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins stigu á svið.

Lífið