Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkveikju á Akranesi. Innlent 12.8.2025 11:57
Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt og handtók meðal annars mann í miðbænum sem hafði slegið dyravörð hnefahöggi. Innlent 12.8.2025 06:10
„Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Matthías Björn Erlingsson, nítján ára karlmaður sem sætir ákæru í Gufunesmálinu fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og fjárkúgun, segist hafa fengið símtal frá Stefáni Blackburn um aðstoð við að hlaða Teslu hans. Þegar hann hafi mætt á svæðið hafi verið þar maður með poka yfir hausnum. Innlent 11.8.2025 15:36
Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Settur yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki vera í neinu sérstöku átaki varðandi leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar sé reglulegu eftirliti sinnt, og eiga leigubílstjórar það til að brjóta af sér. Tveir misstu prófið við flugstöðina í gær. Innlent 10. ágúst 2025 13:24
Níu gistu fangageymslur í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda verkefna í nótt. Í dagbók lögreglu segir að 125 mál hafi verið bókuð í kerfi lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Níu gistu fangageymslur. Innlent 10. ágúst 2025 07:29
Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Lögreglan á Suðurnesjum hyggst taka leigubílamálin við Keflavíkurflugvöll fastari tökum og fór í rassíu í dag. Mikið hefur gustað um leigubílamarkaðinn undanfarna mánuði, í mars lýsti innviðaráðherra honum sem villta vestrinu og í apríl vísaði Isavia hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum. Innlent 9. ágúst 2025 20:24
Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Erlendi ferðamaðurinn sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði fyrr í dag og lést varð skyndilega veikur eftir að hann stökk af kletti út í ána. Innlent 8. ágúst 2025 19:04
Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Maður féll við störf fjóra metra í Kópavogi í dag. Ekki er vitað hverjir áverkar hans voru. Innlent 8. ágúst 2025 18:39
Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Maður sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði fyrr í dag er látinn. Hann var erlendur ferðamaður. Innlent 8. ágúst 2025 15:16
Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Grímuklæddir stuðningsmenn danska knattspyrnuliðsins Bröndby réðust á stuðningsmenn Víkings eftir leik liðanna í gær. Einn var handtekinn en fyrir leik töldu forsvarsmenn danska liðsins litlar líkur á að nokkur maður myndi æsa sig. Innlent 8. ágúst 2025 14:46
Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Amma sem glímir við veikindi á Norðurlandi hefur krafist nálgunarbanns gagnvart dóttur sinni eftir árás þeirrar síðarnefndu á hana. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Landsréttur ómerkti vegna mistaka hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Innlent 8. ágúst 2025 14:30
Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi í Brúará í júní er svo til lokið að sögn yfirlögregluþjóns. Innlent 8. ágúst 2025 08:02
Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Enginn var handtekinn og enginn slasaðist í hópslagsmálunum sem brutust út milli stuðningsmanna Víkings og danska liðsins Bröndby eftir leik liðanna sem fram fór í gær og lauk með 3-0 sigri Víkinga. Innlent 8. ágúst 2025 06:25
„Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. Innlent 7. ágúst 2025 21:08
Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Hið svokallaða fyrsta bankarán á Íslandi árið 1975 sem fjallað var um í dag vegna þess að ræninginn gaf sig fram við lögregluna á liðnu sumri, reynist ekki vera fyrsta bankarán landsins. Hið raunverulega fyrsta bankarán landsins gæti hafa verið framið í nóvember ársins 1972 af óprúttnum tíu ára húsvarðarsyni. Innlent 7. ágúst 2025 19:13
Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. Innlent 7. ágúst 2025 18:35
Sektaður fyrir of skyggðar rúður Ökumaður var sektaður í Breiðholti í Reykjavík fyrir að aka með skyggðar filmur í hliðarrúðum bíls síns. Ólöglegt er að vera með filmur í framhliðarrúðum ökutækja. Fréttir 7. ágúst 2025 17:51
Smokkamaðurinn enn ófundinn Óprúttinn aðili sem ók inn á Svarfhólsvöll aðfaranótt síðasta föstudags, vann skemmdir á vellinum og skildi eftir sig smokk, er enn ófundinn. Innlent 7. ágúst 2025 16:17
Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Maður sem tók þátt í því sem kallað var fyrsta bankaránið á Íslandi árið 1975 gaf sig loksins fram við lögregluna í sumar, fimmtíu árum eftir verknaðinn. Maðurinn, sem var á fermingaraldri 1975, stal rúmlega 30 þúsund krónum úr Útvegsbankanum sáluga í Kópavogi. Varðandi hugsanlega refsingu segir lögregla að málið sé fyrnt. Innlent 7. ágúst 2025 14:07
Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Alvarlegt vinnuslys varð á sveitabæ í Skagafirðinum rétt fyrir hádegi í dag, þegar einingar sem áttu að fara í húsbyggingu hrundu ofan á mann. Innlent 7. ágúst 2025 13:50
Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi sem varð á Breiðamerkurjökli í fyrra er lokið. Engar kærur eða ákærur verða gefnar út í málinu. Innlent 7. ágúst 2025 11:20
Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Eigandi bíls þar sem í var að finna eitthvert magn bensínbrúsa og ýmsan annan búnað hefur verið handtekinn. Innlent 7. ágúst 2025 06:12
Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður lýsti langvarandi áreitni og umsáturseinelti af hálfu konu í hlaðvarpi sínu á dögunum. Hann segir eltihrelli hafa ofsótt hann undanfarin þrjú ár, setið um hann í bílakjöllurum, bankað upp á heima hjá honum og áreitt kærustu hans og vini. Innlent 6. ágúst 2025 22:04
Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sex manns voru í bílunum tveimur sem skullu harkalega saman á Skeiða- og Hrunamannavegi á sjöunda tímanum í kvöld. Innlent 6. ágúst 2025 21:14