
Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Lóan er komin og vorið kíkir undan vetri á sama tíma og fyrstu skemmtiferðaskipin koma til landsins. Móttaka skemmtiferðaskipa stendur á tímamótum í mörgum höfnum landsins þar sem sveitarfélög og hafnir hafa nýtt veturinn vel til undirbúnings og brugðist við nýrri aðgerðaáætlun í ferðaþjónustu sem samþykkt var síðasta vor af þáverandi ferðamálaráðherra.