Ríkisstjórn dregin fyrir dómstóla 8. september 2004 00:01 Ríkisstjórn Íslands verður dregin fyrir dómstóla standi hún ekki við það samkomulag sem gert var við öryrkja fyrir einu og hálfu ári. Þetta fullyrðir formaður Öryrkjabandalagsins. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrravetur að hann ætlaði sér að standa að fullu við ákvæði samningsins innan árs. Eins og menn muna kom til ófriðar á milli öryrkja og ríkisstjórnarinnar í nóvember í fyrra, einu sinni enn kynnu einhverjir að segja. Tilefnið var samningur öryrkja við Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra um róttækar breytingar á örorkubótum, meðal annars tvöföldun grunnlífeyris. Samningurinn var gerður skömmu fyrir síðustu kosningar og átti að taka gildi um síðustu áramót. Á haustmánuðum kom í ljós að heilbrigðisráðherra ætlaði að verja einum milljarði til málsins, en útreikningar sýndu að heildarkostnaður breytinganna væri einn og hálfur milljarður. Talsmenn öryrkja sökuðu ríkisstjórnina um svik, en Jón brást við með því að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann hygðist efna samkomulagið í áföngum og að stefndi að því að fullnusta samkomulagið eftir 12 mánuði. Sá tími er senn á enda, en Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, segist enn ekki vita hvort staðið verði við samkomulagið, þrátt fyrir að fjárlagafrumvarp næsta árs eigi að vera tilbúið eftir 3 vikur. Hann segir með ólíkindum að 20 dagar séu til stefnu og engin svör hafi borist um hvort staðið verði við samkomulagið. Hann segir einnig að þar sem tryggingamálaráðherra hafi gert samninginn fyrir hönd ríkisstjornar Íslands sé ríkisstjórnin öll aðili að samningnum. Garðar segir að ríkisstjórnin hljóti að þurfa að virða sína samninga eins og allir aðrir. Garðar segist fullviss um að fyrirstaðan sé annars staðar en í heilbrigðisráðuneytinu því Jón Kristjánsson, hafa alltaf sýnt vilja til að standa við samkomulagið. Ekki náðist í Jón í morgun, en Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segist ekki geta svarað því að svo stöddu hvort gert sé ráð fyrir fullnustu samkomulagsins í fjárlögum komandi árs. Garðar segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar ætli ríkisstjórnin sér ekki að standa við samkomulagið. Þá muni Öryrkjabandalag Íslands stefna ríkisstjórn Íslands eina ferðina enn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands verður dregin fyrir dómstóla standi hún ekki við það samkomulag sem gert var við öryrkja fyrir einu og hálfu ári. Þetta fullyrðir formaður Öryrkjabandalagsins. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrravetur að hann ætlaði sér að standa að fullu við ákvæði samningsins innan árs. Eins og menn muna kom til ófriðar á milli öryrkja og ríkisstjórnarinnar í nóvember í fyrra, einu sinni enn kynnu einhverjir að segja. Tilefnið var samningur öryrkja við Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra um róttækar breytingar á örorkubótum, meðal annars tvöföldun grunnlífeyris. Samningurinn var gerður skömmu fyrir síðustu kosningar og átti að taka gildi um síðustu áramót. Á haustmánuðum kom í ljós að heilbrigðisráðherra ætlaði að verja einum milljarði til málsins, en útreikningar sýndu að heildarkostnaður breytinganna væri einn og hálfur milljarður. Talsmenn öryrkja sökuðu ríkisstjórnina um svik, en Jón brást við með því að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann hygðist efna samkomulagið í áföngum og að stefndi að því að fullnusta samkomulagið eftir 12 mánuði. Sá tími er senn á enda, en Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, segist enn ekki vita hvort staðið verði við samkomulagið, þrátt fyrir að fjárlagafrumvarp næsta árs eigi að vera tilbúið eftir 3 vikur. Hann segir með ólíkindum að 20 dagar séu til stefnu og engin svör hafi borist um hvort staðið verði við samkomulagið. Hann segir einnig að þar sem tryggingamálaráðherra hafi gert samninginn fyrir hönd ríkisstjornar Íslands sé ríkisstjórnin öll aðili að samningnum. Garðar segir að ríkisstjórnin hljóti að þurfa að virða sína samninga eins og allir aðrir. Garðar segist fullviss um að fyrirstaðan sé annars staðar en í heilbrigðisráðuneytinu því Jón Kristjánsson, hafa alltaf sýnt vilja til að standa við samkomulagið. Ekki náðist í Jón í morgun, en Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segist ekki geta svarað því að svo stöddu hvort gert sé ráð fyrir fullnustu samkomulagsins í fjárlögum komandi árs. Garðar segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar ætli ríkisstjórnin sér ekki að standa við samkomulagið. Þá muni Öryrkjabandalag Íslands stefna ríkisstjórn Íslands eina ferðina enn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira