Þinglok strax eftir helgina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:49 Forseti Alþingis segir stefnt að þinglokum á mánudaginn en annasamir dagar eru fram undan. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir stefnt að þinglokum á mánudaginn en annasamir dagar eru fram undan. Rétt rúmar tvær vikur eru nú þar til gengið verður til kosninga og er allt kapp lagt á að ljúka störfum Alþingis sem fyrst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fundaði í morgun með formönnum flokkanna. „Þar voru við að ræða meðal annars þennan ramma um starfið. Það er að segja við gerðum ráð fyrir annarri umræðu fjárlaga í dag og þriðju umræðu á mánudag og stefnum að loka afgreiðslu á mánudaginn.“ Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt til að heimild til að skattfrjálsrar ráðstöfunar á viðbótargjaldi til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól lána verði framlengd út árið 2025. Þá hefur hann einnig lagt til að í stað kílómetragjalds, sem ekki verði komið á um áramótin, verði önnur gjöld hækkuð um 2,5 prósent. Birgir segir að þetta sé á meðal þess sem verði rætt á lokasprettinum. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu. „Við erum í dag að fjalla um mál sem tengjast fjárlögum að mestu leyti. Það eru mál sem efnahags- og viðskiptanefnd hefur verið að klára út og varðar tekjuhlið fjárlaga. Það geta verið mismunandi skoðanir um einhver einstök atriði en ég held að það sé ágæt samstaða að ljúka þessum málum fjárlögum, fjárlagatengdum málum og dagsetningarmálum sem kalla á afgreiðslu fyrir kosningar. Þannig við höfum getað verið að vinna þetta svona nokkurn veginn út samkvæmt plani. Þó við séum kannski einum til tveimur dögum seinna á ferðinni heldur en við gerðum ráð fyrir þegar við lögðum af stað í október með þetta.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Rétt rúmar tvær vikur eru nú þar til gengið verður til kosninga og er allt kapp lagt á að ljúka störfum Alþingis sem fyrst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fundaði í morgun með formönnum flokkanna. „Þar voru við að ræða meðal annars þennan ramma um starfið. Það er að segja við gerðum ráð fyrir annarri umræðu fjárlaga í dag og þriðju umræðu á mánudag og stefnum að loka afgreiðslu á mánudaginn.“ Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt til að heimild til að skattfrjálsrar ráðstöfunar á viðbótargjaldi til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól lána verði framlengd út árið 2025. Þá hefur hann einnig lagt til að í stað kílómetragjalds, sem ekki verði komið á um áramótin, verði önnur gjöld hækkuð um 2,5 prósent. Birgir segir að þetta sé á meðal þess sem verði rætt á lokasprettinum. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu. „Við erum í dag að fjalla um mál sem tengjast fjárlögum að mestu leyti. Það eru mál sem efnahags- og viðskiptanefnd hefur verið að klára út og varðar tekjuhlið fjárlaga. Það geta verið mismunandi skoðanir um einhver einstök atriði en ég held að það sé ágæt samstaða að ljúka þessum málum fjárlögum, fjárlagatengdum málum og dagsetningarmálum sem kalla á afgreiðslu fyrir kosningar. Þannig við höfum getað verið að vinna þetta svona nokkurn veginn út samkvæmt plani. Þó við séum kannski einum til tveimur dögum seinna á ferðinni heldur en við gerðum ráð fyrir þegar við lögðum af stað í október með þetta.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira