Þinglok strax eftir helgina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:49 Forseti Alþingis segir stefnt að þinglokum á mánudaginn en annasamir dagar eru fram undan. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir stefnt að þinglokum á mánudaginn en annasamir dagar eru fram undan. Rétt rúmar tvær vikur eru nú þar til gengið verður til kosninga og er allt kapp lagt á að ljúka störfum Alþingis sem fyrst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fundaði í morgun með formönnum flokkanna. „Þar voru við að ræða meðal annars þennan ramma um starfið. Það er að segja við gerðum ráð fyrir annarri umræðu fjárlaga í dag og þriðju umræðu á mánudag og stefnum að loka afgreiðslu á mánudaginn.“ Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt til að heimild til að skattfrjálsrar ráðstöfunar á viðbótargjaldi til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól lána verði framlengd út árið 2025. Þá hefur hann einnig lagt til að í stað kílómetragjalds, sem ekki verði komið á um áramótin, verði önnur gjöld hækkuð um 2,5 prósent. Birgir segir að þetta sé á meðal þess sem verði rætt á lokasprettinum. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu. „Við erum í dag að fjalla um mál sem tengjast fjárlögum að mestu leyti. Það eru mál sem efnahags- og viðskiptanefnd hefur verið að klára út og varðar tekjuhlið fjárlaga. Það geta verið mismunandi skoðanir um einhver einstök atriði en ég held að það sé ágæt samstaða að ljúka þessum málum fjárlögum, fjárlagatengdum málum og dagsetningarmálum sem kalla á afgreiðslu fyrir kosningar. Þannig við höfum getað verið að vinna þetta svona nokkurn veginn út samkvæmt plani. Þó við séum kannski einum til tveimur dögum seinna á ferðinni heldur en við gerðum ráð fyrir þegar við lögðum af stað í október með þetta.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Rétt rúmar tvær vikur eru nú þar til gengið verður til kosninga og er allt kapp lagt á að ljúka störfum Alþingis sem fyrst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fundaði í morgun með formönnum flokkanna. „Þar voru við að ræða meðal annars þennan ramma um starfið. Það er að segja við gerðum ráð fyrir annarri umræðu fjárlaga í dag og þriðju umræðu á mánudag og stefnum að loka afgreiðslu á mánudaginn.“ Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt til að heimild til að skattfrjálsrar ráðstöfunar á viðbótargjaldi til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól lána verði framlengd út árið 2025. Þá hefur hann einnig lagt til að í stað kílómetragjalds, sem ekki verði komið á um áramótin, verði önnur gjöld hækkuð um 2,5 prósent. Birgir segir að þetta sé á meðal þess sem verði rætt á lokasprettinum. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu. „Við erum í dag að fjalla um mál sem tengjast fjárlögum að mestu leyti. Það eru mál sem efnahags- og viðskiptanefnd hefur verið að klára út og varðar tekjuhlið fjárlaga. Það geta verið mismunandi skoðanir um einhver einstök atriði en ég held að það sé ágæt samstaða að ljúka þessum málum fjárlögum, fjárlagatengdum málum og dagsetningarmálum sem kalla á afgreiðslu fyrir kosningar. Þannig við höfum getað verið að vinna þetta svona nokkurn veginn út samkvæmt plani. Þó við séum kannski einum til tveimur dögum seinna á ferðinni heldur en við gerðum ráð fyrir þegar við lögðum af stað í október með þetta.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira