Fiskveiðihagsmunir mikilvægir 15. september 2004 00:01 Mikill munur er á stöðu sjávarútvegs í Evrópusambandinu og á Íslandi, að því er fram kemur í nýrri frumskýrslu nefndar er Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra setti saman um fiskveiðistefnu Íslands og Evrópusambandsins. Grundvallarmunurinn er fólginn í því að ríki ESB hafa framselt ákvörðunarvald til sambandsins en Íslendingar fara sjálfir með stjórn fiskveiðimála. Þá hefur sjávarútvegur litla efnahagslega þýðingu fyrir ESB miðað við þjóðarframleiðslu en gífurlega þýðingu fyrir íslenskan efnahag. Sjávarútvegur stendur undir 63 prósentum af verðmæti vöruútflutnings Íslendinga. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla í kring um sjávarútveg sé einfaldari á Íslandi. Allir þeir sem komi að málum hafi sameiginlega hagsmuni í því að tryggja skynsamlega nýtingu auðlindarinnar til að ná fram hámarks efnahagslegum ávinningi á ábyrgan hátt. Í ESB eru ákvarðanir teknar af ráðherraráði þar sem öll ríki sambandsins hafa atvkæðarétt þótt hagsmunir þeirra af sjávarútvegi séu engir. Ákvarðanir um fiskveiðistjórnun geta því verið notaðar sem skiptimynt í óskyldum málum. Einnig segja nefndarmenn að ítrekað sé gengið gegn tillögum framkvæmdastjórnar ESB í fiskveiðimálum, sem byggð er á ráðgjöf vísindamanna um leyfilegan hámarksafla. Grundvallarmunur er á nálgun ESB og Íslands varðandi meðafla og brottkast. Sjómenn ESB eru skikkaðir til að kasta frá borði fiski sem er undir viðmiðunarmörkum, eða sem óheimilt er að veiða, hvort sem hann er lifandi eða ekki. Talið er að fiskur sem dreginn er um borð í skip drepist í flestum tilfellum þótt honum sé sleppt lifandi í sjóinn. Á Íslandi er brottkast bannað og margvíslegar reglur eru í gildi til að koma í veg fyrir það. Helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að ýmsir þættir sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins fari í bága við hagsmuni og réttindi Íslendinga. Það sé almenn skoðun meðal Íslendinga að við getum ekki gerst aðildarríki ESB án þess að sérstaða okkar gagnvart sjávarútvegi verði metin og tryggði til frambúðar í aðildarsamningi með varanlegu fyrirkomulagi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Mikill munur er á stöðu sjávarútvegs í Evrópusambandinu og á Íslandi, að því er fram kemur í nýrri frumskýrslu nefndar er Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra setti saman um fiskveiðistefnu Íslands og Evrópusambandsins. Grundvallarmunurinn er fólginn í því að ríki ESB hafa framselt ákvörðunarvald til sambandsins en Íslendingar fara sjálfir með stjórn fiskveiðimála. Þá hefur sjávarútvegur litla efnahagslega þýðingu fyrir ESB miðað við þjóðarframleiðslu en gífurlega þýðingu fyrir íslenskan efnahag. Sjávarútvegur stendur undir 63 prósentum af verðmæti vöruútflutnings Íslendinga. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla í kring um sjávarútveg sé einfaldari á Íslandi. Allir þeir sem komi að málum hafi sameiginlega hagsmuni í því að tryggja skynsamlega nýtingu auðlindarinnar til að ná fram hámarks efnahagslegum ávinningi á ábyrgan hátt. Í ESB eru ákvarðanir teknar af ráðherraráði þar sem öll ríki sambandsins hafa atvkæðarétt þótt hagsmunir þeirra af sjávarútvegi séu engir. Ákvarðanir um fiskveiðistjórnun geta því verið notaðar sem skiptimynt í óskyldum málum. Einnig segja nefndarmenn að ítrekað sé gengið gegn tillögum framkvæmdastjórnar ESB í fiskveiðimálum, sem byggð er á ráðgjöf vísindamanna um leyfilegan hámarksafla. Grundvallarmunur er á nálgun ESB og Íslands varðandi meðafla og brottkast. Sjómenn ESB eru skikkaðir til að kasta frá borði fiski sem er undir viðmiðunarmörkum, eða sem óheimilt er að veiða, hvort sem hann er lifandi eða ekki. Talið er að fiskur sem dreginn er um borð í skip drepist í flestum tilfellum þótt honum sé sleppt lifandi í sjóinn. Á Íslandi er brottkast bannað og margvíslegar reglur eru í gildi til að koma í veg fyrir það. Helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að ýmsir þættir sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins fari í bága við hagsmuni og réttindi Íslendinga. Það sé almenn skoðun meðal Íslendinga að við getum ekki gerst aðildarríki ESB án þess að sérstaða okkar gagnvart sjávarútvegi verði metin og tryggði til frambúðar í aðildarsamningi með varanlegu fyrirkomulagi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira