Fáum ekki aðstoð verkfallssjóðs 20. september 2004 00:01 Systurnar, Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur, segja barnapössun vegna kennaraverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verfallinu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barnabarna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barnabarnið. Systurnar skiptust á að fara í vinnu í gær þar sem faðir þeirra fór vestur í réttir með gömlum vini. "Hann ætlaði ekki að fara í réttirnar af því hann væri að passa. En hann fer svo sjaldan eitthvað að ég tók það ekki í mál og við systurnar hjálpuðumst að í gær," segir Júlíana. En faðir hennar passar jafnan yngsta barnið á móti eiginmanni hennar sem er í vaktavinnu. Guðmunda vann fyrri part dagsins í gær en kom síðan og tók við af Júlíönu um eittleytið svo hún kæmist til vinnu . Júlíana á alls fjögur börn og þar af eru tvö á skólaaldri, sjö og níu ára. Dóttir Guðmundu var að byrja í skóla í haust og á hún annað barn á leikskólaaldri. Júlíana vinnur á lítilli bókhaldsskrifstofu og segist mæta skilningi hjá yfirmanni sínum sem er giftur kennara. Þannig hafi hún oft þann kost að hliðra til vinnutímanum og vinna jafnvel eitthvað á kvöldin. "Það er engin leið fyrir mig að missa marga daga úr vinnu því rekstur heimilisins er háður tekjunum. Það eru engir verfallssjóðir sem styðja við bakið á mér eða minni fjölskyldu," segir Júlíana. Hún er mjög þakklát föður sínum sem ætlar að gæta barnanna en það geti auðvitað bara gengið í nokkra daga. Fjögur börn séu alltof mikið álag á sjötugan mann því þurfi jafnvel að finna aðrar lausnir ef verkfallið teygist á langinn. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Systurnar, Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur, segja barnapössun vegna kennaraverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verfallinu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barnabarna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barnabarnið. Systurnar skiptust á að fara í vinnu í gær þar sem faðir þeirra fór vestur í réttir með gömlum vini. "Hann ætlaði ekki að fara í réttirnar af því hann væri að passa. En hann fer svo sjaldan eitthvað að ég tók það ekki í mál og við systurnar hjálpuðumst að í gær," segir Júlíana. En faðir hennar passar jafnan yngsta barnið á móti eiginmanni hennar sem er í vaktavinnu. Guðmunda vann fyrri part dagsins í gær en kom síðan og tók við af Júlíönu um eittleytið svo hún kæmist til vinnu . Júlíana á alls fjögur börn og þar af eru tvö á skólaaldri, sjö og níu ára. Dóttir Guðmundu var að byrja í skóla í haust og á hún annað barn á leikskólaaldri. Júlíana vinnur á lítilli bókhaldsskrifstofu og segist mæta skilningi hjá yfirmanni sínum sem er giftur kennara. Þannig hafi hún oft þann kost að hliðra til vinnutímanum og vinna jafnvel eitthvað á kvöldin. "Það er engin leið fyrir mig að missa marga daga úr vinnu því rekstur heimilisins er háður tekjunum. Það eru engir verfallssjóðir sem styðja við bakið á mér eða minni fjölskyldu," segir Júlíana. Hún er mjög þakklát föður sínum sem ætlar að gæta barnanna en það geti auðvitað bara gengið í nokkra daga. Fjögur börn séu alltof mikið álag á sjötugan mann því þurfi jafnvel að finna aðrar lausnir ef verkfallið teygist á langinn.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira