Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2024 11:32 Þingið er nú haldið í sjöunda sinn. Reykjavik Global Forum Heimsþing kvenleiðtoga Reykjavik Global Forum, fer fram í Hörpu í dag og á morgun. Þingið er skipulagt í samstarfi við fjölmarga erlenda og innlenda aðila, og í ár er sérstök áhersla lögð á að kvenleiðtogar taki höndum saman undir yfirskriftinni „Power Together for Action.” Hægt er að fylgjast með þinginu í beinu streymi, en áætlað er að rúmlega fjögur hundruð alþjóðlegir kvenleiðtogar komi til Reykjavíkur til þátttöku. Meðal þátttakenda í ár eru: Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og mannréttindalögfræðingur. Maria Ressa, friðarverðlaunahafi Nóbels og stofnandi Rappler. „Þessar konur, ásamt fjölda annarra leiðtoga í jafnréttismálum, munu deila innsýn sinni og reynslu til að efla samstarf og aðgerðir á sviði jafnréttis. Á þinginu verða kynntar niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2024 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Verian. Mælingin metur afstöðu almennings í ólíkum löndum til kvenna og karla í leiðtogastöðum, og eru sérstakar niðurstöður fyrir Ísland hluti af rannsókninni,“ segir í tilkynningu. Hæger að fylgjast með þinginu í beinu streymi að neðan. Fyrri dagur, 11. nóvember: Seinni dagur, 12. nóvember: Um þingið segir að það leggi áherslu á fjóra meginþætti, sem byggi á árangri Íslands í jafnréttismálum: Aðgerðir til aukins launajafnréttis. Fjölgun kvenna í forystu. Jafnan rétt kynjanna til töku fæðingarorlofs. Aðgerðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi. Tilgangur þingsins er að skapa vettvang fyrir opna umræðu og hvetja til raunhæfra aðgerða sem stuðla að jafnrétti kynjanna á heimsvísu. Með því að safna saman leiðtogum úr ólíkum geirum er markmiðið að deila bestu starfsvenjum og finna nýjar leiðir til að takast á við áskoranir. Haft er eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformann og einn af stofnendum Heimsþings kvenleiðtoga, að þingið sé nú haldið í sjöunda sinn og hafi á þeim tíma fest sig í sessi sem mikilvægan vettvang fyrir samstarf í átt að auknu jafnrétti. „Á þessu mikla kosningaári, 2024, verður sjónum sérstaklega beint að mikilvægi jafnréttis fyrir lýðræðið. Einnig má ætla að tækni og atvinnulíf í breiðu samhengi, með hliðsjón af jöfnum tækifærum kynja, verði til sérstakrar umræðu. Stór hluti umræðunnar beinist einnig að stöðu jafnréttismála á Íslandi og því sem heimurinn getur lært af okkar reynslu,“ er haft eftir Hönnu Birnu. Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Ráðstefnur á Íslandi Harpa Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Hægt er að fylgjast með þinginu í beinu streymi, en áætlað er að rúmlega fjögur hundruð alþjóðlegir kvenleiðtogar komi til Reykjavíkur til þátttöku. Meðal þátttakenda í ár eru: Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og mannréttindalögfræðingur. Maria Ressa, friðarverðlaunahafi Nóbels og stofnandi Rappler. „Þessar konur, ásamt fjölda annarra leiðtoga í jafnréttismálum, munu deila innsýn sinni og reynslu til að efla samstarf og aðgerðir á sviði jafnréttis. Á þinginu verða kynntar niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2024 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Verian. Mælingin metur afstöðu almennings í ólíkum löndum til kvenna og karla í leiðtogastöðum, og eru sérstakar niðurstöður fyrir Ísland hluti af rannsókninni,“ segir í tilkynningu. Hæger að fylgjast með þinginu í beinu streymi að neðan. Fyrri dagur, 11. nóvember: Seinni dagur, 12. nóvember: Um þingið segir að það leggi áherslu á fjóra meginþætti, sem byggi á árangri Íslands í jafnréttismálum: Aðgerðir til aukins launajafnréttis. Fjölgun kvenna í forystu. Jafnan rétt kynjanna til töku fæðingarorlofs. Aðgerðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi. Tilgangur þingsins er að skapa vettvang fyrir opna umræðu og hvetja til raunhæfra aðgerða sem stuðla að jafnrétti kynjanna á heimsvísu. Með því að safna saman leiðtogum úr ólíkum geirum er markmiðið að deila bestu starfsvenjum og finna nýjar leiðir til að takast á við áskoranir. Haft er eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformann og einn af stofnendum Heimsþings kvenleiðtoga, að þingið sé nú haldið í sjöunda sinn og hafi á þeim tíma fest sig í sessi sem mikilvægan vettvang fyrir samstarf í átt að auknu jafnrétti. „Á þessu mikla kosningaári, 2024, verður sjónum sérstaklega beint að mikilvægi jafnréttis fyrir lýðræðið. Einnig má ætla að tækni og atvinnulíf í breiðu samhengi, með hliðsjón af jöfnum tækifærum kynja, verði til sérstakrar umræðu. Stór hluti umræðunnar beinist einnig að stöðu jafnréttismála á Íslandi og því sem heimurinn getur lært af okkar reynslu,“ er haft eftir Hönnu Birnu.
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Ráðstefnur á Íslandi Harpa Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira