Innlent

Undanþágubeiðnir vegna verkfalls

Um tíu undanþágubeiðnir hafa borist vegna verkfalls grunnskólakennara, bæði frá einstaklingum og skólum. Svo virðist sem bið verði á svörum þar sem ekki hefur tekist að koma saman svokallaðri undanþágunefnd. Ekki fæst uppgefið hverjir hafa sótt um. Umsóknirnar eiga að rata á borð undanþágunefndar sem í eiga sæti fulltri kennara og fulltrúi sveitarfélaga. Að sögn, Þórörnu Jónasdóttur, fulltrúa kennara í nefndinni, hefur ekki verið unnt að afgreiða umsóknirnar því Samband sveitarfélaga hefur enn ekki tilnefnt sinn fulltrúa í nefndina. Beðið hefur verið um undanþágu meðal annars til að kenna andlega og líkamlega fötluðum börnum og dæmi eru um að slíkar undanþágur hafi verið veittar. Í verkfalli kennara árið 1995 var til dæmis tekin sú stefna að einhvefum börnum væri kennt meðan á verkfalli stóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×