Innlent

Skylda deilenda að flýta málinu

Menntamálaráðherra lýsir þungum áhyggjum af verkfalli grunnskólakennara og segir það skyldu deilenda að ná samkomulagi á stuttum tíma. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að samningamenn fái ráðrúm til að leysa deiluna. Samningafundur í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna hefur ekki verið boðaður að nýju fyrr en á fimmtudag en upp úr viðræðum slitnaði á sunnudagskvöld og hófst verkfall um fjögur þúsund og þrjú hundruð grunnskólakennara í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu mála, sér í lagi eftir ummæli ríkissáttasemjara að þetta sé ein erfiðasta kjaradeila sem hann hafi lent í. Engu að síður ber hún mikið traust til samningsaðila. Ráðherra segir ekki tímabært að ræða íhlutun ríkisins í deilunni. Forystumenn í langstærsta sveitarfélaginu, Reykjavík, vona að verkfall grunnskólakennara dragist ekki á langinn. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir samt eðlilegt að samninganefndirnar fái ráðrúm til að vinna úr stöðunni. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×