Mannréttindaskrifstofan ein á báti 4. desember 2004 00:01 Þriðja og síðasta umræða um fjárlög næsta árs stendur nú yfir á Alþingi. Meirihluti Alþingis samþykkti fyrir nokkrum mínútum að svipta Mannréttindaskrifstofu Íslands fjárframlögum frá Alþingi. Greidd verða atkvæði um fjárlögin í dag. Fyrstur manna til að kveða sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna um fjárlögin í morgun var Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni. Hann sagði að ríkisstjórnin léti viðvaranir og vaxtahækkanir Seðlabankans sem vind um eyrun þjóta. Hann benti á fernt sem Samfylkingin beitti sér fyrir að yrði breytt á fjárlögum: að matarskattur yrði lækkaður í stað tekjuskatts, að ríkisstjórnin stæði við skuldbindingar sínar gagnvart öryrkjum, að Mannréttindaskrifstofa Íslands fengi áfram framlög á fjárlögum og að fjárhagur sveitarfélaganna yrði bættur. Jón Bjarnason, Vinstri - grænum, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar og sagði flokkinn myndu sitja hjá við afgreiðslu fjárlaga. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, sagði að í fjárlagafrumvarpinu birtist sterk og góð staða ríkissjóðs sem leiddi til þess að kaupmáttur almennings myndi aukast. Hann sagði að niðurstaða væri góður tekjuafgangur upp á tíu milljarða króna en Magnús lauk máli sínu á því að undirstrika að aukinn agi yrði viðhafður í ríkisrekstri. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndra, sagði að ríkisstjórnin hefði þegar tekið meira inn í nýjum álögum en hún skilar tilbaka í skattalækkunum. Hann sagði að afgreiðsla fjárlaganna væri á ábyrgð stjórnarþingmanna og hann sagði víst að miklar lagfæringar myndu koma fram á fjáraukalögum á næsta ári. Að þessu sögðu hófust atkvæðagreiðslur um breytingartillögur stjórnarliða og stjórnarandstöðunnar. Hingað til hafa tillögur stjórnarliða verið samþykktar og tillögur stjórnarandstöðunnar felldar. Nafnakalls var krafist um tillögu sem allir þingmenn stjórnarandstöðunnar stóðu að. Hún gengur út á að Mannréttindaskrifstofu Íslands verði áfram tryggð fjárveiting á fjárlögum en meirihlutinn hefur ákveðið að svipta Mannréttindaskrifstofuna föstu framlagi. Kristinn H Gunnarsson var eini þingmaður stjórnarliða sem tryggja vildi Mannréttindaskrifstofunni fjárframlög. Tillagan var því felld. Atkvæðagreiðslur um breytingatillögur við fjárlög standa væntanlega yfir fram eftir degi, en stefnt er að því að fjárlög verði afgreidd sem lög frá Alþingi í dag. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Þriðja og síðasta umræða um fjárlög næsta árs stendur nú yfir á Alþingi. Meirihluti Alþingis samþykkti fyrir nokkrum mínútum að svipta Mannréttindaskrifstofu Íslands fjárframlögum frá Alþingi. Greidd verða atkvæði um fjárlögin í dag. Fyrstur manna til að kveða sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna um fjárlögin í morgun var Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni. Hann sagði að ríkisstjórnin léti viðvaranir og vaxtahækkanir Seðlabankans sem vind um eyrun þjóta. Hann benti á fernt sem Samfylkingin beitti sér fyrir að yrði breytt á fjárlögum: að matarskattur yrði lækkaður í stað tekjuskatts, að ríkisstjórnin stæði við skuldbindingar sínar gagnvart öryrkjum, að Mannréttindaskrifstofa Íslands fengi áfram framlög á fjárlögum og að fjárhagur sveitarfélaganna yrði bættur. Jón Bjarnason, Vinstri - grænum, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar og sagði flokkinn myndu sitja hjá við afgreiðslu fjárlaga. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, sagði að í fjárlagafrumvarpinu birtist sterk og góð staða ríkissjóðs sem leiddi til þess að kaupmáttur almennings myndi aukast. Hann sagði að niðurstaða væri góður tekjuafgangur upp á tíu milljarða króna en Magnús lauk máli sínu á því að undirstrika að aukinn agi yrði viðhafður í ríkisrekstri. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndra, sagði að ríkisstjórnin hefði þegar tekið meira inn í nýjum álögum en hún skilar tilbaka í skattalækkunum. Hann sagði að afgreiðsla fjárlaganna væri á ábyrgð stjórnarþingmanna og hann sagði víst að miklar lagfæringar myndu koma fram á fjáraukalögum á næsta ári. Að þessu sögðu hófust atkvæðagreiðslur um breytingartillögur stjórnarliða og stjórnarandstöðunnar. Hingað til hafa tillögur stjórnarliða verið samþykktar og tillögur stjórnarandstöðunnar felldar. Nafnakalls var krafist um tillögu sem allir þingmenn stjórnarandstöðunnar stóðu að. Hún gengur út á að Mannréttindaskrifstofu Íslands verði áfram tryggð fjárveiting á fjárlögum en meirihlutinn hefur ákveðið að svipta Mannréttindaskrifstofuna föstu framlagi. Kristinn H Gunnarsson var eini þingmaður stjórnarliða sem tryggja vildi Mannréttindaskrifstofunni fjárframlög. Tillagan var því felld. Atkvæðagreiðslur um breytingatillögur við fjárlög standa væntanlega yfir fram eftir degi, en stefnt er að því að fjárlög verði afgreidd sem lög frá Alþingi í dag.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira