Aðför að atvinnuvegunum 5. desember 2004 00:01 Skiptar skoðanir eru um vaxtahækkun Seðlabankans frá því í síðustu viku. Einar Oddur Kristjánsson telur þær auka á ójafnvægið í samfélaginu og tefla framtíð atvinnuveganna í tvísýnu. Seðlabankastjóri segist ekki tjá sig um gagnrýni stjórnmálamanna á aðgerðir bankans. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti talsvert í síðastliðinni viku og bar málið á góma í umræðum um fjárlög á Alþingi fyrir helgi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi bankann harkalega vegna þeirra gengishækkana sem af framtakinu leiða. "Það hlýtur að vera mjög ámælisvert og ástæða til þess að tala til þessara manna í fullri alvöru," sagði hann á föstudaginn. Einar Oddur finnur vaxtahækkununum flest til foráttu. "Vaxtahækkanir auka á það ójafnvægi sem er í þessu þjóðfélagi. Gengið hækkar og setur framleiðsluatvinnuvegina alveg út á gaddinn," segir hann og kveðst ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn hafi í tvö ár horft aðgerðalaus á viðskiptabankana taka hundruðir milljarða króna í erlendum lánum til að lána einstaklingum landinu. "Mér finnst þetta ofboðslegur glannaháttur," bætir hann við og segir að hægur vandi sé fyrir bankann að hækka kröfur um eiginfjárhlutfall lánastofnana eða beita svonefndri bindiskyldu þannig að stærri hluti fjármagns sé bundinn inni í bankanum. Engum dylst að þensluáhrifa er farið að gæta í samfélaginu, einkum vegna hækkunar eldsneytisverðs og íbúðarverðs. Einar telur orsök íbúðarverðs vera aukið framboð lánsfjár. "Seðlabankinn horfir á það brostnum augum að allt þetta fé streymi inn í landið. Síðan þykist þessi sami seðlabanki geta sagt okkur sem erum að halda utan um ríkisfjármálin til syndanna. Mér gremst þetta. Það verður að tala við þessa menn með tveimur hrútshornum," segir hann en telur þó ofmælt að hann hafi stungið upp á að bankastjórarnir yrðu reknir, því hafi hann eingöngu varpað fram í hálfkæringi í andsvörum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í samtali við blaðið að bankinn tjái sig aldrei um gagnrýni stjórnmálamanna á störf sín. Á þeirri reglu verði ekki gerð undantekning nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um vaxtahækkun Seðlabankans frá því í síðustu viku. Einar Oddur Kristjánsson telur þær auka á ójafnvægið í samfélaginu og tefla framtíð atvinnuveganna í tvísýnu. Seðlabankastjóri segist ekki tjá sig um gagnrýni stjórnmálamanna á aðgerðir bankans. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti talsvert í síðastliðinni viku og bar málið á góma í umræðum um fjárlög á Alþingi fyrir helgi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi bankann harkalega vegna þeirra gengishækkana sem af framtakinu leiða. "Það hlýtur að vera mjög ámælisvert og ástæða til þess að tala til þessara manna í fullri alvöru," sagði hann á föstudaginn. Einar Oddur finnur vaxtahækkununum flest til foráttu. "Vaxtahækkanir auka á það ójafnvægi sem er í þessu þjóðfélagi. Gengið hækkar og setur framleiðsluatvinnuvegina alveg út á gaddinn," segir hann og kveðst ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn hafi í tvö ár horft aðgerðalaus á viðskiptabankana taka hundruðir milljarða króna í erlendum lánum til að lána einstaklingum landinu. "Mér finnst þetta ofboðslegur glannaháttur," bætir hann við og segir að hægur vandi sé fyrir bankann að hækka kröfur um eiginfjárhlutfall lánastofnana eða beita svonefndri bindiskyldu þannig að stærri hluti fjármagns sé bundinn inni í bankanum. Engum dylst að þensluáhrifa er farið að gæta í samfélaginu, einkum vegna hækkunar eldsneytisverðs og íbúðarverðs. Einar telur orsök íbúðarverðs vera aukið framboð lánsfjár. "Seðlabankinn horfir á það brostnum augum að allt þetta fé streymi inn í landið. Síðan þykist þessi sami seðlabanki geta sagt okkur sem erum að halda utan um ríkisfjármálin til syndanna. Mér gremst þetta. Það verður að tala við þessa menn með tveimur hrútshornum," segir hann en telur þó ofmælt að hann hafi stungið upp á að bankastjórarnir yrðu reknir, því hafi hann eingöngu varpað fram í hálfkæringi í andsvörum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í samtali við blaðið að bankinn tjái sig aldrei um gagnrýni stjórnmálamanna á störf sín. Á þeirri reglu verði ekki gerð undantekning nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira