Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 14:28 Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á Íran í síðasta mánuði. Ísraelar vörpuðu sprengjum á leynilega rannsóknarstöð í Íran þar sem unnið er að þróun kjarnorkuvopna. Þessi árás var hluti af umfangsmikilli árás á Íran í október, eftir að Íranar skutu fjölmörgum skotflaugum að Ísrael. Samkvæmt heimildarmönnum Axios í Ísrael og í Bandaríkjunum grönduðu Ísraelar umræddri rannsóknarstöð í Parchin í Íran. Árásin er sögð hafa komið verulega niður á rannsóknarstörfum Írana sem eiga að taka mið af því að hefja aftur rannsóknir á kjarnorkuvopnum. Í þessari tilteknu rannsóknarstöð var, samkvæmt heimildarmönnum Axios, unnið með háþróaðan búnað við hönnun plastsprengiefnis sem umkringja á úraníumkjarna kjarnorkuvopns og notað er til að sprengja kjarnorkusprengjuna. Klerkastjórn Íran þvertekur fyrir að þar sé unnið að þróun kjarnorkuvopna. Rannsóknarstofunni var lokað árið 2003, þegar Íranar hættu þróun kjarnorkuvopna en Ísraelar segja að hún hafi verið tekin í notkun aftur. Þar hafi verið unnið að rannsóknum sem hægt væri að halda fram að væru í öðrum tilgangi en þróun kjarnorkuvopna. Embættismenn í bæði Ísrael og Bandaríkjunum sögðu í samtali við blaðamenn Axios að vísindamenn í Parchin hefðu byrjað tilraunir þar á nýjan leik fyrr á þessu ári. Þær hafi meðal annars snúist um gerð tölvulíkana, þróun málmblanda og tilraunir með sprengingar. Þegar Ísraelar gerðu loftárásir á Íran í október beindust þær að miklu leyti að loftvörnum Íran og eldflaugaframleiðslu. Þannig vildu Ísraelar halda möguleikanum opnum á frekari árásum í framtíðinni og gera Írönum erfiðara að bæði verja sig og að svara fyrir sig. Ríkisstjórn Donalds Trump, sem tekur við völdum í janúar, inniheldur nokkra menn sem taldir eru líta klerkastjórnina í Íran hornauga. Mögulegt þykir að þrýstingur á klerkastjórnina gæti aukist. Sjálfur hefur Trump reynst Írönum erfiður. hann dró Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, beitti ríkið viðskiptaþvingunum og lét ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum. Sá var talinn næst valdamesti maður Íran og heyrði beint undir Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga ríkisins. Þá hafa fregnir borist af því að klerkastjórnin hafi ætlað sér að ráða Trump af dögum. Sjá einnig: Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði á dögunum að hann hefði rætt nokkrum sinnum við Trump á undanförnum dögum og þeir sæju Íran og ógnina þaðan í sama ljósi. Elon Musk, ötull stuðningsmaður Trumps og ráðgjafi hans, er þó sagður hafa fundað með sendiherra Íran gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Fundurinn mun hafa snúist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu illi ríkjanna í forsetatíð Trumps. Ísrael Íran Donald Trump Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Samkvæmt heimildarmönnum Axios í Ísrael og í Bandaríkjunum grönduðu Ísraelar umræddri rannsóknarstöð í Parchin í Íran. Árásin er sögð hafa komið verulega niður á rannsóknarstörfum Írana sem eiga að taka mið af því að hefja aftur rannsóknir á kjarnorkuvopnum. Í þessari tilteknu rannsóknarstöð var, samkvæmt heimildarmönnum Axios, unnið með háþróaðan búnað við hönnun plastsprengiefnis sem umkringja á úraníumkjarna kjarnorkuvopns og notað er til að sprengja kjarnorkusprengjuna. Klerkastjórn Íran þvertekur fyrir að þar sé unnið að þróun kjarnorkuvopna. Rannsóknarstofunni var lokað árið 2003, þegar Íranar hættu þróun kjarnorkuvopna en Ísraelar segja að hún hafi verið tekin í notkun aftur. Þar hafi verið unnið að rannsóknum sem hægt væri að halda fram að væru í öðrum tilgangi en þróun kjarnorkuvopna. Embættismenn í bæði Ísrael og Bandaríkjunum sögðu í samtali við blaðamenn Axios að vísindamenn í Parchin hefðu byrjað tilraunir þar á nýjan leik fyrr á þessu ári. Þær hafi meðal annars snúist um gerð tölvulíkana, þróun málmblanda og tilraunir með sprengingar. Þegar Ísraelar gerðu loftárásir á Íran í október beindust þær að miklu leyti að loftvörnum Íran og eldflaugaframleiðslu. Þannig vildu Ísraelar halda möguleikanum opnum á frekari árásum í framtíðinni og gera Írönum erfiðara að bæði verja sig og að svara fyrir sig. Ríkisstjórn Donalds Trump, sem tekur við völdum í janúar, inniheldur nokkra menn sem taldir eru líta klerkastjórnina í Íran hornauga. Mögulegt þykir að þrýstingur á klerkastjórnina gæti aukist. Sjálfur hefur Trump reynst Írönum erfiður. hann dró Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, beitti ríkið viðskiptaþvingunum og lét ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum. Sá var talinn næst valdamesti maður Íran og heyrði beint undir Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga ríkisins. Þá hafa fregnir borist af því að klerkastjórnin hafi ætlað sér að ráða Trump af dögum. Sjá einnig: Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði á dögunum að hann hefði rætt nokkrum sinnum við Trump á undanförnum dögum og þeir sæju Íran og ógnina þaðan í sama ljósi. Elon Musk, ötull stuðningsmaður Trumps og ráðgjafi hans, er þó sagður hafa fundað með sendiherra Íran gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Fundurinn mun hafa snúist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu illi ríkjanna í forsetatíð Trumps.
Ísrael Íran Donald Trump Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20
Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51