Deilt um Írak 7. desember 2004 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi. "Þetta er ósvífið og rangt," sagði Steingrímur J. "Það var aldrei rætt fyrir 19. mars 2003 að til greina kæmi að styðja árás á Írak án nýrrar ályktunar Sameinuðu þjóðanna". Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að hún ætti að hætta að ræða fortíðina einu sinni í viku og ræða frekar um framtíðina. Benti forsætisráðherra á að danskir jafnaðarmenn hefðu nýverið samþykkt áframhaldandi veru danska hersins í Írak þótt þeir hefðu verið á móti því að vera á lista hinna viljugu þjóða. "Er Samfylkingin ósammála dönskum jafnaðarmönnum?" Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar svaraði: "Við erum sammála spænskum jafnaðarmönnum". Las Mörður síðan upp orð Halldórs Ásgrímssonar frá 27. janúar 2003. Þá sagði Halldór í þingræðu: "Ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Lagði Mörður út af ummælunum og sagði: "Þá lá ekki á að koma Saddam Hússein frá!". Halldór varðist árásum andstæðinga út af ummælum hans um að ákvörðun um að vera með viljugum þjóðum hefði ekki verið formlega samykkt í ríkisstjórn. Sagði Halldór að málið hefði ekki verið lagt fyrir ríkisstjórn frekar en afstaða Íslands til ýmissa ályktana Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann öðru máli gegna um Írak og Afganistan en Bosníu og Kosovo því í síðari aðgerðunum tveimur hefðu Íslendingar tekið þátt sem aðilar að NATO. Steingrímur J. Sigfússon sagði að upp úr stæði í umræðunni að stjórnarandstaðan hefði gert Halldóri rangt til. Það hefðu ekki verið tveir menn sem tóku þessa ákvörðun: "Það var bara einn maður. Hann heitir Davíð Oddsson". Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi. "Þetta er ósvífið og rangt," sagði Steingrímur J. "Það var aldrei rætt fyrir 19. mars 2003 að til greina kæmi að styðja árás á Írak án nýrrar ályktunar Sameinuðu þjóðanna". Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að hún ætti að hætta að ræða fortíðina einu sinni í viku og ræða frekar um framtíðina. Benti forsætisráðherra á að danskir jafnaðarmenn hefðu nýverið samþykkt áframhaldandi veru danska hersins í Írak þótt þeir hefðu verið á móti því að vera á lista hinna viljugu þjóða. "Er Samfylkingin ósammála dönskum jafnaðarmönnum?" Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar svaraði: "Við erum sammála spænskum jafnaðarmönnum". Las Mörður síðan upp orð Halldórs Ásgrímssonar frá 27. janúar 2003. Þá sagði Halldór í þingræðu: "Ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Lagði Mörður út af ummælunum og sagði: "Þá lá ekki á að koma Saddam Hússein frá!". Halldór varðist árásum andstæðinga út af ummælum hans um að ákvörðun um að vera með viljugum þjóðum hefði ekki verið formlega samykkt í ríkisstjórn. Sagði Halldór að málið hefði ekki verið lagt fyrir ríkisstjórn frekar en afstaða Íslands til ýmissa ályktana Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann öðru máli gegna um Írak og Afganistan en Bosníu og Kosovo því í síðari aðgerðunum tveimur hefðu Íslendingar tekið þátt sem aðilar að NATO. Steingrímur J. Sigfússon sagði að upp úr stæði í umræðunni að stjórnarandstaðan hefði gert Halldóri rangt til. Það hefðu ekki verið tveir menn sem tóku þessa ákvörðun: "Það var bara einn maður. Hann heitir Davíð Oddsson".
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira