Ráðherra sakaður um ósannindi 7. desember 2004 00:01 Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. Stjórnarandstaðan segir að formenn stjórnarflokkanna hafi brotið þingskaparlög með því að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða, án þess að ákvörðunin kæmi til umræðu í þinginu eða í utanríkismálanefnd. Þeir vilja að aðdragandinn verði rannsakaður og hafa borið upp þingsályktunartillögu um það. Ítrekað hefur þurft að fresta umræðu um hana vegna fjarveru forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Enn og aftur var tekist á um málið á Alþingi í dag og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var sakaður um að hafa farið með ósannindi í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins í gær þegar hann sagði málið hafa verið margrætt í utanríkismálanefnd. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði þetta vera brot á 24. grein laga um þingsköp Alþingis um samráðsskyldu ríkisstjórnar við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. „Það er ósvífið að gefa annað til kynna, jafnvel þótt menn séu í nauðvörn með vondan málstað í sjónvarpsþætti,“ sagði Steingrímur og bætti við að reyndir stjórnmálamenn ættu að kunna betur en að fara þrisvar út af sporinu hvað sannleikann varðar, líkt og forsætisráðherra hafi gert í Kastljósinu. Hann kvaðst ennfremur vera farinn að halda að Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og þáverandi forsætisráðherra, hafi einn tekið ákvörðunina um að styðja innrásins í Írak og einfaldlega tilkynnt Halldóri um hana símleiðis. Halldór sagði þessi mál hafa verið margrædd á Alþingi. „En ef ég man rétt þá var Alþingi farið heim vegna þingkosninga þegar innrásin átti sér stað. Og það vill svo til að eftir þessa alvarlegu atburði, og þær ákvarðanir sem voru teknar, þá fóru fram kosningar í landinu,“ sagði Halldór. Eftir líflega Íraksumræðu fóru þingmenn aftur í hár saman eftir að Halldór Ásgrímsson fékk að taka til máls þrisvar en í þingsköpum segir að enginn megi tala oftar en tvisvar í umræðum um fundarstjórn forseta. Forseti þingsins vísaði í stjórnarskrána því til stuðnings en við lítinn fögnuð. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. Stjórnarandstaðan segir að formenn stjórnarflokkanna hafi brotið þingskaparlög með því að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða, án þess að ákvörðunin kæmi til umræðu í þinginu eða í utanríkismálanefnd. Þeir vilja að aðdragandinn verði rannsakaður og hafa borið upp þingsályktunartillögu um það. Ítrekað hefur þurft að fresta umræðu um hana vegna fjarveru forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Enn og aftur var tekist á um málið á Alþingi í dag og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var sakaður um að hafa farið með ósannindi í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins í gær þegar hann sagði málið hafa verið margrætt í utanríkismálanefnd. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði þetta vera brot á 24. grein laga um þingsköp Alþingis um samráðsskyldu ríkisstjórnar við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. „Það er ósvífið að gefa annað til kynna, jafnvel þótt menn séu í nauðvörn með vondan málstað í sjónvarpsþætti,“ sagði Steingrímur og bætti við að reyndir stjórnmálamenn ættu að kunna betur en að fara þrisvar út af sporinu hvað sannleikann varðar, líkt og forsætisráðherra hafi gert í Kastljósinu. Hann kvaðst ennfremur vera farinn að halda að Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og þáverandi forsætisráðherra, hafi einn tekið ákvörðunina um að styðja innrásins í Írak og einfaldlega tilkynnt Halldóri um hana símleiðis. Halldór sagði þessi mál hafa verið margrædd á Alþingi. „En ef ég man rétt þá var Alþingi farið heim vegna þingkosninga þegar innrásin átti sér stað. Og það vill svo til að eftir þessa alvarlegu atburði, og þær ákvarðanir sem voru teknar, þá fóru fram kosningar í landinu,“ sagði Halldór. Eftir líflega Íraksumræðu fóru þingmenn aftur í hár saman eftir að Halldór Ásgrímsson fékk að taka til máls þrisvar en í þingsköpum segir að enginn megi tala oftar en tvisvar í umræðum um fundarstjórn forseta. Forseti þingsins vísaði í stjórnarskrána því til stuðnings en við lítinn fögnuð.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira