Skuldir eiga að lækka 8. desember 2004 00:01 Reykjavíkurlistinn gerir ráð fyrir að lækka hreinar skuldir borgarsjóðs um 1,5 milljarð á næsta ári, heildarskuldir eiga að lækka um rúman milljarð. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005. Heildarskuldir borgarsjóðs hafa hækkað um 2.738 milljónir frá 2002. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri segir eitt af helstu stefnumálum næsta árs vera opnun þjónustumiðstöðva í öllum hverfum borgarinnar. Þegar eru tvær þjónustumiðstöðvar starfandi, Miðgarður í Grafarvogi og Vesturgarður í Vesturbænum. Til að borga fyrir nýjar þjónustumiðstöðvar er ekki gert ráð fyrir að þjónustugjöld hækki, heldur segir Steinunn Valdís það vera stefnu meirihluta borgarstjórnar að auka tekjur úr sameiginlegum sjóði, með hækkun útsvars og fasteignaskatts eins og þegar hefur verið tilkynnt um. Með slíkri hækkun fáist 870 milljónir á næsta ári. Á móti kemur að í fjárhagsáætluninni er ekki að fullu gert ráð fyrir launahækkum kennara, þar sem einungis var gert ráð fyrir þriggja prósenta launahækkun. Launahækkun kennara muni hins vegar kosta borgarsjóð um milljarð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna gagnrýndi í ræðu á fundi borgarstjórnar á þriðjudag ákvörðun meirihlutans að fullnýta heimild til hækkunar útsvars. Þá sagði hann að skatttekjur á hvern íbúa hafi hækkað úr 245 þúsund árið 2002 í 287 þúsund á næsta ári. Þá sagði hann óskhyggju ráða ferðinni í áætlunum borgarinnar. "Þetta hefur verið þannig í mörg ár, nánast alltaf spáð lækkun (skulda) á næsta ári. Það hefur síðan í langflestum tilvikum alls ekki gengið eftir." Áætlað er að heildarskuldir borgarsjóðs og fyrirtækja Reykjavíkurborgar muni hækka um rúman 8,6 milljarða á næsta ári. Steinunn Valdís segir þá hækkun koma að stórum hluta til vegna skuldsetningar Orkuveitunnar vegna Hellisheiðarvirkjunar. "Þó við séum að skuldsetja Orkuveitu og samstæðu nokkuð mikið, þá er gert ráð fyrir að fjárfestingin borgi sig á 15 árum." Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verð rúmir fjórir milljarðar, eða um 200 milljónum meira en útkomuspá fyrir 2004 gerir ráð fyrir. Þegar búið verði að greiða skuldir og lífeyrisgreiðslur upp á tæpan 1,4 milljarð, verð því rúm til fjárfestinga upp á rúmar tvær milljónir. Það er um helmingur fjárfestinga 2004, en á þessu ári voru tekin ný langtímalán upp á 2,5 milljarð. Ekki er gert ráð fyrir nýjum langtímalánum á næsta ári. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Reykjavíkurlistinn gerir ráð fyrir að lækka hreinar skuldir borgarsjóðs um 1,5 milljarð á næsta ári, heildarskuldir eiga að lækka um rúman milljarð. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005. Heildarskuldir borgarsjóðs hafa hækkað um 2.738 milljónir frá 2002. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri segir eitt af helstu stefnumálum næsta árs vera opnun þjónustumiðstöðva í öllum hverfum borgarinnar. Þegar eru tvær þjónustumiðstöðvar starfandi, Miðgarður í Grafarvogi og Vesturgarður í Vesturbænum. Til að borga fyrir nýjar þjónustumiðstöðvar er ekki gert ráð fyrir að þjónustugjöld hækki, heldur segir Steinunn Valdís það vera stefnu meirihluta borgarstjórnar að auka tekjur úr sameiginlegum sjóði, með hækkun útsvars og fasteignaskatts eins og þegar hefur verið tilkynnt um. Með slíkri hækkun fáist 870 milljónir á næsta ári. Á móti kemur að í fjárhagsáætluninni er ekki að fullu gert ráð fyrir launahækkum kennara, þar sem einungis var gert ráð fyrir þriggja prósenta launahækkun. Launahækkun kennara muni hins vegar kosta borgarsjóð um milljarð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna gagnrýndi í ræðu á fundi borgarstjórnar á þriðjudag ákvörðun meirihlutans að fullnýta heimild til hækkunar útsvars. Þá sagði hann að skatttekjur á hvern íbúa hafi hækkað úr 245 þúsund árið 2002 í 287 þúsund á næsta ári. Þá sagði hann óskhyggju ráða ferðinni í áætlunum borgarinnar. "Þetta hefur verið þannig í mörg ár, nánast alltaf spáð lækkun (skulda) á næsta ári. Það hefur síðan í langflestum tilvikum alls ekki gengið eftir." Áætlað er að heildarskuldir borgarsjóðs og fyrirtækja Reykjavíkurborgar muni hækka um rúman 8,6 milljarða á næsta ári. Steinunn Valdís segir þá hækkun koma að stórum hluta til vegna skuldsetningar Orkuveitunnar vegna Hellisheiðarvirkjunar. "Þó við séum að skuldsetja Orkuveitu og samstæðu nokkuð mikið, þá er gert ráð fyrir að fjárfestingin borgi sig á 15 árum." Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verð rúmir fjórir milljarðar, eða um 200 milljónum meira en útkomuspá fyrir 2004 gerir ráð fyrir. Þegar búið verði að greiða skuldir og lífeyrisgreiðslur upp á tæpan 1,4 milljarð, verð því rúm til fjárfestinga upp á rúmar tvær milljónir. Það er um helmingur fjárfestinga 2004, en á þessu ári voru tekin ný langtímalán upp á 2,5 milljarð. Ekki er gert ráð fyrir nýjum langtímalánum á næsta ári.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira