Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2024 16:00 Talið er að allt að fjögur þúsund menn haldi til í lokaðri námu í Suður-Afríku, þar sem lögregla hefur lokað á aðgang þeirra að vatni og öðrum nauðsynjum. AP Yfirvöld í Suður-Afríku ætla ekki að aðstoða allt að fjögur þúsund menn sem sitja í ólöglegri námu í norðvesturhluta landsins. Umsátursástand hefur ríkt við námuna þar sem búið er að loka á aðgang þeirra sem í námunni eru að vatni og öðrum nauðsynjum. Lögregluþjónar fylgjast með svæðinu í kringum yfirgefna gullnámu en umsátrið er sagt liður í baráttu gegn ólöglegri námustarfsemi í landinu. Reuters segir að rúmlega þúsund manns hafi komið upp úr námunni eftir að lokað var á flæði nauðsynja þar niður fyrir nokkrum vikum. Margir hafi verið handteknir en mörg hundruð menn eru sagðir vera enn í námunni. AP fréttaveitan segir að ekki sé fullljóst hve margir séu í námunni en talið er að þeir gætu verið allt að fjögur þúsund. Margir þeirra sem komið hafa upp úr námunni eru sagðir við slæma heilsu eftir langa veru í námunni án nauðsynja. Khumbudzo Ntshavheni, ráðherra í ríkisstjórn Suður-Afríku sagði í gær að ekki stæði til að hjálpa þeim sem væru enn í námunni. „Við erum ekki að fara að senda aðstoð til glæpamanna. Við ætlum að svæla þá út,“ sagði Ntshavheni. Sjálfboðaliðar hafa farið ofan í göngin í leit að námumönnum og hjálpað þeim út. Að minnsta kosti eitt lík hefur fundist.AP/Jerome Delay Talið er að ólögleg námustarfsemi kosti Suður-Afríku gífurlega mikla peninga á ári hverju. Yfirvöld segja að oft sé um menn frá öðrum löndum að ræða og þá sé líklega um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og eru hópar þungvopnaðra manna oft sagðir viðloðnir starfsemina. Mennirnir eru einnig sagðir valda vandræðum í nærliggjandi samfélögum, þar sem þeir hafa verið sakaðir um glæpi eins og rán og nauðganir. Suður-Afríka Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Lögregluþjónar fylgjast með svæðinu í kringum yfirgefna gullnámu en umsátrið er sagt liður í baráttu gegn ólöglegri námustarfsemi í landinu. Reuters segir að rúmlega þúsund manns hafi komið upp úr námunni eftir að lokað var á flæði nauðsynja þar niður fyrir nokkrum vikum. Margir hafi verið handteknir en mörg hundruð menn eru sagðir vera enn í námunni. AP fréttaveitan segir að ekki sé fullljóst hve margir séu í námunni en talið er að þeir gætu verið allt að fjögur þúsund. Margir þeirra sem komið hafa upp úr námunni eru sagðir við slæma heilsu eftir langa veru í námunni án nauðsynja. Khumbudzo Ntshavheni, ráðherra í ríkisstjórn Suður-Afríku sagði í gær að ekki stæði til að hjálpa þeim sem væru enn í námunni. „Við erum ekki að fara að senda aðstoð til glæpamanna. Við ætlum að svæla þá út,“ sagði Ntshavheni. Sjálfboðaliðar hafa farið ofan í göngin í leit að námumönnum og hjálpað þeim út. Að minnsta kosti eitt lík hefur fundist.AP/Jerome Delay Talið er að ólögleg námustarfsemi kosti Suður-Afríku gífurlega mikla peninga á ári hverju. Yfirvöld segja að oft sé um menn frá öðrum löndum að ræða og þá sé líklega um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og eru hópar þungvopnaðra manna oft sagðir viðloðnir starfsemina. Mennirnir eru einnig sagðir valda vandræðum í nærliggjandi samfélögum, þar sem þeir hafa verið sakaðir um glæpi eins og rán og nauðganir.
Suður-Afríka Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira