Í fullu starfi og á eftirlaunum 14. janúar 2005 00:01 Sjö fyrrverandi ráðherrar fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra, sem voru samþykkt á Alþingi í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Lögin voru umdeild og taldi forysta Alþýðusambandsins að aukin réttindi ráðherra og þingmanna væru ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. Meðal annars var kveðið á um það í lögunum að ráðherrar ættu rétt á eftirlaunum létu þeir af störfum við sextíu ára aldur og aldursmarkið lækkaði hefði þeir starfað sem ráðherrar í sex ár eða lengur. Halldór Blöndal, forseti Alþings, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Alls eru 27 fyrrverandi ráðherrar á eftirlaunum og á þessu ári námu greiðslur til þeirra fyrir ráðherra- þingstörf rúmum 110 milljónum króna. Eftirlaun fyrrverandi alþingismanna voru á sama tíma rúmar 235 milljónir, þar á meðal eru greiðslur til ráðherra fyrir þingmennsku. Mikill titringur var á Alþingi áður en eftirlaunafrumvarpið var samþykkt en meðflutningsmenn að því komu úr öllum stjórnmálaflokkum. Vegna gríðarlega harðra viðbragða hófst atburðarrás sem endaði með því að Vinstri-grænir, Samfylkingin og Frjálslyndiflokkurinn ákváðu að draga stuðning sinn við frumvarpið tilbaka. Verkalýðshreyfingin mótmælti lögunum kröftuglega og skipulagði fjölmenn mótmæli á Austurvelli. Frumvarpið var samþykkt af 29 þingmönnum stjórnarflokkanna, auk þess sem Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni og meðflutningsmaður frumvarpsins, studdi það og var þar með eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem það gerði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sjö fyrrverandi ráðherrar fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra, sem voru samþykkt á Alþingi í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Lögin voru umdeild og taldi forysta Alþýðusambandsins að aukin réttindi ráðherra og þingmanna væru ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. Meðal annars var kveðið á um það í lögunum að ráðherrar ættu rétt á eftirlaunum létu þeir af störfum við sextíu ára aldur og aldursmarkið lækkaði hefði þeir starfað sem ráðherrar í sex ár eða lengur. Halldór Blöndal, forseti Alþings, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Alls eru 27 fyrrverandi ráðherrar á eftirlaunum og á þessu ári námu greiðslur til þeirra fyrir ráðherra- þingstörf rúmum 110 milljónum króna. Eftirlaun fyrrverandi alþingismanna voru á sama tíma rúmar 235 milljónir, þar á meðal eru greiðslur til ráðherra fyrir þingmennsku. Mikill titringur var á Alþingi áður en eftirlaunafrumvarpið var samþykkt en meðflutningsmenn að því komu úr öllum stjórnmálaflokkum. Vegna gríðarlega harðra viðbragða hófst atburðarrás sem endaði með því að Vinstri-grænir, Samfylkingin og Frjálslyndiflokkurinn ákváðu að draga stuðning sinn við frumvarpið tilbaka. Verkalýðshreyfingin mótmælti lögunum kröftuglega og skipulagði fjölmenn mótmæli á Austurvelli. Frumvarpið var samþykkt af 29 þingmönnum stjórnarflokkanna, auk þess sem Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni og meðflutningsmaður frumvarpsins, studdi það og var þar með eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem það gerði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent