Davíð og Halldór einir um ákvörðun 17. janúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti í dag að hann og Davíð Oddsson hefðu einir tekið þá ákvörðun að Ísland styddi innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrir tveimur árum. Í yfirlýsingu þessa efnis kemur ekki fram hvort sú ákvörðun hafi áður verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Djúpstæður ágreiningur virðist í Framsóknarflokknum um málið. Forsætisráðherra segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í dag að Íraksmálið hafi verið rætt í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 og 2003. Um þetta hefur aldrei verið ágreiningur. Ágreiningurinn hefur verið um hvort sú ákvörðun að skipa Íslandi á lista hinna viljugu þjóða og styðja innrásina í Írak hafi verið rædd í nefndinni eða ekki. Halldór segir svo vera en Jónína Bjartmarz alþingismaður segir svo ekki vera. Yfirlýsing Halldórs hvað þetta varðar bætir litlu við þá umræðu. Lög um þingsköp segja skýrt að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Augljóst er að skipun Íslands á lista hinna viljugu þjóða er meiri háttar utanríkismál. Hins vegar segja lögfróðir menn að erfitt verði að leggja mat á hvort lög hafi verið brotin í þessu tilfelli vegna hártogana stjórnmálamanna um hvort það dugi að ræða Íraksmálið vítt og breitt í nefndinni til að lög hafi verið uppfyllt. Halldór segir enn fremur í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér í dag að Íraksmálið hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi þann 18. mars 2003. Í kjölfar þess hafi hann og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, tekið þá ákvörðun að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Þar með hefur í fyrsta sinn fengist viðurkenning á því sem stjórnarandstaðan hefur lengi haldið fram, að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ákvörðun tveggja manna. Það er deginum ljósara að þetta mál hefur valdið djúpstæðum klofningi í Framsóknarflokknum. Kristinn H. Gunnarsson hefur alla tíð talað gegn þessum gjörningi og gagnrýnt málsmeðferðina, Hjálmar Árnason þingflokksformaður sagði í nóvember að vel kæmi til greina að fjarlægja Ísland af þessum lista, Jónína Bjartmarz hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við þessa ákvörðun og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, sagði um helgina að þessi ákvörðun hefði orkað tvímælis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti í dag að hann og Davíð Oddsson hefðu einir tekið þá ákvörðun að Ísland styddi innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrir tveimur árum. Í yfirlýsingu þessa efnis kemur ekki fram hvort sú ákvörðun hafi áður verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Djúpstæður ágreiningur virðist í Framsóknarflokknum um málið. Forsætisráðherra segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í dag að Íraksmálið hafi verið rætt í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 og 2003. Um þetta hefur aldrei verið ágreiningur. Ágreiningurinn hefur verið um hvort sú ákvörðun að skipa Íslandi á lista hinna viljugu þjóða og styðja innrásina í Írak hafi verið rædd í nefndinni eða ekki. Halldór segir svo vera en Jónína Bjartmarz alþingismaður segir svo ekki vera. Yfirlýsing Halldórs hvað þetta varðar bætir litlu við þá umræðu. Lög um þingsköp segja skýrt að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Augljóst er að skipun Íslands á lista hinna viljugu þjóða er meiri háttar utanríkismál. Hins vegar segja lögfróðir menn að erfitt verði að leggja mat á hvort lög hafi verið brotin í þessu tilfelli vegna hártogana stjórnmálamanna um hvort það dugi að ræða Íraksmálið vítt og breitt í nefndinni til að lög hafi verið uppfyllt. Halldór segir enn fremur í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér í dag að Íraksmálið hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi þann 18. mars 2003. Í kjölfar þess hafi hann og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, tekið þá ákvörðun að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Þar með hefur í fyrsta sinn fengist viðurkenning á því sem stjórnarandstaðan hefur lengi haldið fram, að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ákvörðun tveggja manna. Það er deginum ljósara að þetta mál hefur valdið djúpstæðum klofningi í Framsóknarflokknum. Kristinn H. Gunnarsson hefur alla tíð talað gegn þessum gjörningi og gagnrýnt málsmeðferðina, Hjálmar Árnason þingflokksformaður sagði í nóvember að vel kæmi til greina að fjarlægja Ísland af þessum lista, Jónína Bjartmarz hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við þessa ákvörðun og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, sagði um helgina að þessi ákvörðun hefði orkað tvímælis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent