Borgarfulltrúar leiti sér sálfræðihjálpar 23. janúar 2005 00:01 Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa sent iðnaðarráðuneytinu lögnámsbeiðni til að geta farið með vatnslögn frá borholum bæjarins í Vatnsendakrikum yfir land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk. Borgaryfirvöld meinuðu Kópavogsbæ um heimild til að leggja leiðsluna yfir land sitt í fyrra og samningaviðræður um málið sigldu í strand. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir málið allt vera með ólíkindum. Skýrt sé kveðið á um það í vatnalögum að bænum sé heimilt að leggja leiðsluna um landið. Kópavogur hafi keypt vatnsréttindi í Vatnsendakrika "Þeir vilja láta okkur kaupa vatn af sér með góðu eða illu," segir Gunnar I. "Við erum hins vegar að stofna vatnsveitu því það er mjög hagkvæmt fyrirtæki fyrir bæjarbúa. Það myndi þýða að vatnsskatturinn á bæjarbúa lækkar verulega." Gunnar I. segir mjög sérkennilegt og óþekkt að sveitarfélag neiti öðru sveitarfélagi um að fara með vatnsleiðslu um land. "Orkuveita Reykjavíkur er núna að byggja Hellisheiðarvirkjun og þarf að fara með leiðslur þaðan í gegnum Sandskeið. Ætli við neitum þeim ekki bara um það. Mér finnst það allt eins líklegt." Málið í heild sinni er alveg fáránlegt og í raun grátbroslegt að sögn Gunnars I. "Þótt Reykjavík sé stærsta sveitarfélag landsins getur það ekki kúgað hvern sem er í krafti stærðarinnar. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ættu kannski að leita sér sálfræðihjálpar vegna minnimáttakenndar gagnvart Kópavogi." Borgaryfirvöld líta svo á að Vatnsendakrikar séu eign Reykjavíkur því þeir hafi verið teknir eignarnámi árið 1949 og bætur greiddar fyrir. Gunnar Eydal borgarlögmaður segist telja að ráðuneytinu beri að vísa lögnámsbeiðninni frá þar sem óbyggðanefnd eigi eftir að úrskurða um svæðið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa sent iðnaðarráðuneytinu lögnámsbeiðni til að geta farið með vatnslögn frá borholum bæjarins í Vatnsendakrikum yfir land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk. Borgaryfirvöld meinuðu Kópavogsbæ um heimild til að leggja leiðsluna yfir land sitt í fyrra og samningaviðræður um málið sigldu í strand. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir málið allt vera með ólíkindum. Skýrt sé kveðið á um það í vatnalögum að bænum sé heimilt að leggja leiðsluna um landið. Kópavogur hafi keypt vatnsréttindi í Vatnsendakrika "Þeir vilja láta okkur kaupa vatn af sér með góðu eða illu," segir Gunnar I. "Við erum hins vegar að stofna vatnsveitu því það er mjög hagkvæmt fyrirtæki fyrir bæjarbúa. Það myndi þýða að vatnsskatturinn á bæjarbúa lækkar verulega." Gunnar I. segir mjög sérkennilegt og óþekkt að sveitarfélag neiti öðru sveitarfélagi um að fara með vatnsleiðslu um land. "Orkuveita Reykjavíkur er núna að byggja Hellisheiðarvirkjun og þarf að fara með leiðslur þaðan í gegnum Sandskeið. Ætli við neitum þeim ekki bara um það. Mér finnst það allt eins líklegt." Málið í heild sinni er alveg fáránlegt og í raun grátbroslegt að sögn Gunnars I. "Þótt Reykjavík sé stærsta sveitarfélag landsins getur það ekki kúgað hvern sem er í krafti stærðarinnar. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ættu kannski að leita sér sálfræðihjálpar vegna minnimáttakenndar gagnvart Kópavogi." Borgaryfirvöld líta svo á að Vatnsendakrikar séu eign Reykjavíkur því þeir hafi verið teknir eignarnámi árið 1949 og bætur greiddar fyrir. Gunnar Eydal borgarlögmaður segist telja að ráðuneytinu beri að vísa lögnámsbeiðninni frá þar sem óbyggðanefnd eigi eftir að úrskurða um svæðið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira