Þrýst á stjórnvöld vegna unglækna 22. apríl 2005 00:01 ESA, eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), segir stjórnvöld hér hafa látið hjá líða að leggja fram áætlun um hvernig framfylgja á vinnutímatilskipun Evrópusambandsins hvað varðar unglækna. Eftirlitsstofnunin hefur sent stjórnvöldum "rökstutt álit" vegna þessa og gefið tveggja mánaða frest til að koma málum í réttan farveg. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins áttu EFTA ríkin að hafa lagt fram áætlun um innleiðingu fyrir fyrsta ágúst í fyrra. Fram kemur að eftirlitsstofnunin hafi engar upplýsingar fengið frá stjórnvöldum hér um ráðstafanir vegna vinnu unglækna. Bregðist stjórnvöld ekki við áliti ESA er næsta skref að vísa málinu til EFTA dómstólsins. Bjarni Þór Eyvindsson formaður félags unglækna segir fyrstu skrefin í að innleiða vinnutilskipun Evrópusambandsins hafa verið tekin í apríl 2003 með lagabreytingu í þá veru að unglæknar væru ekki lengur undanþegnir almennum vinnutímaákvæðum. Sú breyting mun þó ekki hafa skilað sér í framkvæmd. "Við erum því komin með mál á hendur Landsspítalanum til að fá þessa löggjöf virta, en það var dómtekið fyrir um hálfum mánuði," segir hann og bætir við að ESA þrýsti nú á um fimm ára áætlun frá stjórnvöldum um hvernig innleiða eigi hvíldartímatilskipunina, sem engar Evrópuþjóðir muni vera farnar að framfylgja. "Við erum hins vegar eina þjóðin sem ekki er enn farin að framfylgja því að unglæknar séu ekki undanþegnir almennum hvíldartímaákvæðum." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri í Félagsmálaráðuneytinu, segir unnið að undirbúningi frumvarps sem lagt verði fram á Alþingi í haust. "En þetta er nokkuð flókið í útfærslu og hefur áhrif á vinnutíma unglækna á spítölunum og við höfum því lagt það í hendurnar á Heilbrigðisráðuneytinu að meta kostnaðinn, líkt og skylt er að gera." Hún segir að svo verði ákveðið í samráði við heilbrigðisyfirvöld, Fjármálaráðuneyti og unglækna hversu langur tími verði tekinn í að innleiða vinnutímatilskipunina, en því á að vera að fullu lokið ekki síðar en 2009. "En aðlögunin snýr eingöngu að vikulegum hámarksvinnutíma. Reglur vinnuverndarlaga um vinnutíma munu þá gilda um lækna í starfsnámi með sama hætti og þau gilda um aðra." Hún segir tveggja mánaða frestinn sem ESA gaf nú vera hefðbundinn og að ráðuneytið muni skýra sín mál gagnvart stofnuninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), segir stjórnvöld hér hafa látið hjá líða að leggja fram áætlun um hvernig framfylgja á vinnutímatilskipun Evrópusambandsins hvað varðar unglækna. Eftirlitsstofnunin hefur sent stjórnvöldum "rökstutt álit" vegna þessa og gefið tveggja mánaða frest til að koma málum í réttan farveg. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins áttu EFTA ríkin að hafa lagt fram áætlun um innleiðingu fyrir fyrsta ágúst í fyrra. Fram kemur að eftirlitsstofnunin hafi engar upplýsingar fengið frá stjórnvöldum hér um ráðstafanir vegna vinnu unglækna. Bregðist stjórnvöld ekki við áliti ESA er næsta skref að vísa málinu til EFTA dómstólsins. Bjarni Þór Eyvindsson formaður félags unglækna segir fyrstu skrefin í að innleiða vinnutilskipun Evrópusambandsins hafa verið tekin í apríl 2003 með lagabreytingu í þá veru að unglæknar væru ekki lengur undanþegnir almennum vinnutímaákvæðum. Sú breyting mun þó ekki hafa skilað sér í framkvæmd. "Við erum því komin með mál á hendur Landsspítalanum til að fá þessa löggjöf virta, en það var dómtekið fyrir um hálfum mánuði," segir hann og bætir við að ESA þrýsti nú á um fimm ára áætlun frá stjórnvöldum um hvernig innleiða eigi hvíldartímatilskipunina, sem engar Evrópuþjóðir muni vera farnar að framfylgja. "Við erum hins vegar eina þjóðin sem ekki er enn farin að framfylgja því að unglæknar séu ekki undanþegnir almennum hvíldartímaákvæðum." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri í Félagsmálaráðuneytinu, segir unnið að undirbúningi frumvarps sem lagt verði fram á Alþingi í haust. "En þetta er nokkuð flókið í útfærslu og hefur áhrif á vinnutíma unglækna á spítölunum og við höfum því lagt það í hendurnar á Heilbrigðisráðuneytinu að meta kostnaðinn, líkt og skylt er að gera." Hún segir að svo verði ákveðið í samráði við heilbrigðisyfirvöld, Fjármálaráðuneyti og unglækna hversu langur tími verði tekinn í að innleiða vinnutímatilskipunina, en því á að vera að fullu lokið ekki síðar en 2009. "En aðlögunin snýr eingöngu að vikulegum hámarksvinnutíma. Reglur vinnuverndarlaga um vinnutíma munu þá gilda um lækna í starfsnámi með sama hætti og þau gilda um aðra." Hún segir tveggja mánaða frestinn sem ESA gaf nú vera hefðbundinn og að ráðuneytið muni skýra sín mál gagnvart stofnuninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent