Samstaða sé um lagabreytingu 25. apríl 2005 00:01 Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að unnið sé að breytingum á eftirlaunalögunum í forsætisráðuneytinu. Þverpólitísk samstaða sé um að breyta ákvæði sem hafi einnig verið fyrir hendi í eldri lögum sem gefi fyrrverandi ráðherrum færi á að taka full eftirlaun ráðherra þótt þeir séu enn í fullu starfi hjá hinu opinbera. Hann varar við því að ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag séu oftúlkuð. Sjálfstæðismenn sem rætt var við í dag töldu hinsvegar enga ástæðu til breytinga. Breytingar á eftirlaunalögunum um síðustu áramót höfðu það í för með sér að fyrrverandi ráðherrar geta nú þegið eftirlaun allt frá 55 ára aldri. Sá möguleiki var fyrir hendi í eldri lögum að menn gætu þegið eftirlaun ráðherra og verið jafnframt í fullu starfi en sá hópur stækkaði til muna við breytinguna. Sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu í fyrra full eftirlaun ráðherra ásamt því að vera í forstjórastarfi hjá ríkinu. Tveir fyrrverandi ráðherrar bættust svo í hópinn eftir að umræðan komst í hámæli eftir áramótin. Breytingar á eftirlaunalögunum hafa ekki komið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna. Þær upplýsingar hafa þó fengist úr forsætisráðuneytinu að verið sé að vinna að útfærslu slíkra breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því svo óvænt yfir á föstudag að hann teldi enga ástæðu til að breyta lögunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki koma í viðtal í dag og svara því hvort skilja mætti ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag svo að óeining væri innan ríkisstjórnarinnar um málið. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir hins vegar að enn sé unnið að breytingum í forsætisráðuneytinu. Forsendur séu óbreyttar enda hafi það komið fram á þingi á sínum tíma að þverpólitískur vilji væri fyrir breytingunum. Hjálmar segir að menn megi ekki oftúlka orð utanríkisráðherra og verði að greina á milli tveggja mála, annars vegar eftirlaunafrumvarpsins sem fram hafi komið fyrir rúmu ári og hafi verið samþykkt og hins vegar eldra ákvæðis sem komið hafi í ljós þegar seinna frumvarpið hafi verið til umfjöllunar. Það sé það ákvæði sem menn hafi virst sammála um að breyta og hann viti ekki betur en að það sé í eðlilegri vinnslu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að unnið sé að breytingum á eftirlaunalögunum í forsætisráðuneytinu. Þverpólitísk samstaða sé um að breyta ákvæði sem hafi einnig verið fyrir hendi í eldri lögum sem gefi fyrrverandi ráðherrum færi á að taka full eftirlaun ráðherra þótt þeir séu enn í fullu starfi hjá hinu opinbera. Hann varar við því að ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag séu oftúlkuð. Sjálfstæðismenn sem rætt var við í dag töldu hinsvegar enga ástæðu til breytinga. Breytingar á eftirlaunalögunum um síðustu áramót höfðu það í för með sér að fyrrverandi ráðherrar geta nú þegið eftirlaun allt frá 55 ára aldri. Sá möguleiki var fyrir hendi í eldri lögum að menn gætu þegið eftirlaun ráðherra og verið jafnframt í fullu starfi en sá hópur stækkaði til muna við breytinguna. Sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu í fyrra full eftirlaun ráðherra ásamt því að vera í forstjórastarfi hjá ríkinu. Tveir fyrrverandi ráðherrar bættust svo í hópinn eftir að umræðan komst í hámæli eftir áramótin. Breytingar á eftirlaunalögunum hafa ekki komið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna. Þær upplýsingar hafa þó fengist úr forsætisráðuneytinu að verið sé að vinna að útfærslu slíkra breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því svo óvænt yfir á föstudag að hann teldi enga ástæðu til að breyta lögunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki koma í viðtal í dag og svara því hvort skilja mætti ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag svo að óeining væri innan ríkisstjórnarinnar um málið. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir hins vegar að enn sé unnið að breytingum í forsætisráðuneytinu. Forsendur séu óbreyttar enda hafi það komið fram á þingi á sínum tíma að þverpólitískur vilji væri fyrir breytingunum. Hjálmar segir að menn megi ekki oftúlka orð utanríkisráðherra og verði að greina á milli tveggja mála, annars vegar eftirlaunafrumvarpsins sem fram hafi komið fyrir rúmu ári og hafi verið samþykkt og hins vegar eldra ákvæðis sem komið hafi í ljós þegar seinna frumvarpið hafi verið til umfjöllunar. Það sé það ákvæði sem menn hafi virst sammála um að breyta og hann viti ekki betur en að það sé í eðlilegri vinnslu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira