Birgir og Friðrik á eftirlaunum 27. apríl 2005 00:01 Sex sendiherrar þiggja eftirlaun ráðherra ásamt launum fyrir sendiherrastörf sín. Þá þiggja þrír forstjórar opinberra stofnana eftirlaun, þar á meðal seðlabankastjóri og forstjóri Landsvirkjunar. Þessu verður ekki breytt samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir vilja allra flokka á Alþingi nema Sjálfstæðisflokks, þar sem ekki er hægt að taka áunninn rétt af mönnum. Eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur forsætisráðuneytið látið vinna lögfræðiálit sem kveður á um að ekki sé hægt að taka þennan rétt af þessum mönnum. Hins vegar verði hugsanlega hægt að gera breytingar sem nái til þeirra sem á eftir koma en ekki fyrr en að undangengnum löngum aðlögunartíma og ekki nema allir flokkar sameinist um það. Það verði þó ekki ráðist í slíkar breytingar nema með samstöðu allra flokka á Alþingi. Ráðherrar geta tekið eftirlaun allt frá fimmtíu og fimm ára aldri, hafi þeir gegnt ráðherraembætti í sex ár eða lengur. Þá geta þeir þegið slík laun óháð því hvað þeir voru lengi í embætti ef þeir eru sextugir þegar þeir láta af því. Upphæðin skerðist þó hefjist taka lífeyris fyrir sextíu og fimm ára aldur en er óskert eftir þann tíma. Níu eftirlaunaþegar ráðherranna sem eru í hálaunastöðum hjá hinu opinbera fá samtals tæpar þrjár milljónir króna á mánuði í eftirlaun ofan á venjuleg laun. Fimm eru yngri en sextíu og fimm ára. Fjórir eru eldri. Í níu manna hópnum eru ekki fyrrverandi ráðherrar sem þiggja greiðslur fyrir nefndarstörf jafnhliða eftirlaunum, þótt slík laun geti skipt hundruðum þúsunda. Einungis menn í fullu starfi og háum stöðum hjá hinum opinbera. Samtals þiggja sex sendiherrar þessi eftirlaun og þrír forstjórar eða forstöðumenn. Einn ráðherranna fyrrverandi, Guðmundur Bjarnason, forstöðumaður Íbúðalánasjóðs, sagðist þiggja launin og fá 118 þúsund á mánuði í eftirlaun en þau myndu hækka í tæp 200 þúsund þegar hann verði sextíu og fimm ára. Hann sagðist ekki taka afstöðu til laganna, enda hefði hann ekki komið að því að semja þau. Friðrik Sophusson forstjóri, sem hefur tæp 1400 þúsund í laun frá ríkisfyrirtækinu Landsvirkjun, svaraði ekki skilaboðum en hann var samkvæmt heimildum fréttastofu einn þeirra sem bættist í hóp eftirlaunaþeganna þegar umræðan komst í hámæli. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri, sem hefur rúm 1400 þúsund í mánaðarlaun líkt og Friðrik, var ráðherra í tæpt ár en er orðinn sextíu og fimm ára. Hann staðfesti að hann þæði eftirlaun ráðherra en sagðist ekki muna hvað eftirlaunin séu há. Þau séu hins vegar óveruleg. Tómas Ingi Olrich, sendiherra í París, á rétt á eftirlaunum þar sem hann var sextugur þegar hann lét af ráðherraembætti. Hann játaði því að hann þæði eftirlaun fyrrverandi ráðherra. Tómas Ingi fær einungis rúmar þrjátíu þúsund á mánuði áður en hann nær sextíu og fimm ára aldri. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, og Svavar Gestsson, sendiherra í Stokkhólmi, vildu ekki svara því hvort þeir þæðu slík eftirlaun. Ekki náðist í Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Finnlandi. Eiður Guðnason, sendiherra í Kína, sagðist ekki svara spurningum um eftirlaun sín og skellti á fréttamann. Ekki náðist í Kjartan Jóhannsson, sendiherra EFTA í Brussel. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær er ekki hægt að taka þennan rétt af mönnum. Þá er ekki hægt að girða fyrir þennan rétt í framtíðinni nema að undangengnum löngum aðlögunartíma, um það bil tveimur árum, samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar. Komi fram frumvarp til breytinga á lögunum á næsta þingi getur núverandi ríkisstjórn nær öll farið á ráðherraeftirlaun, fullnægi hún skilyrðum að öðru leyti, þótt hún taki að sér önnur störf fyrir ríkið. Breytingarnar næðu hins vegar til næstu ríkisstjórnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sex sendiherrar þiggja eftirlaun ráðherra ásamt launum fyrir sendiherrastörf sín. Þá þiggja þrír forstjórar opinberra stofnana eftirlaun, þar á meðal seðlabankastjóri og forstjóri Landsvirkjunar. Þessu verður ekki breytt samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir vilja allra flokka á Alþingi nema Sjálfstæðisflokks, þar sem ekki er hægt að taka áunninn rétt af mönnum. Eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur forsætisráðuneytið látið vinna lögfræðiálit sem kveður á um að ekki sé hægt að taka þennan rétt af þessum mönnum. Hins vegar verði hugsanlega hægt að gera breytingar sem nái til þeirra sem á eftir koma en ekki fyrr en að undangengnum löngum aðlögunartíma og ekki nema allir flokkar sameinist um það. Það verði þó ekki ráðist í slíkar breytingar nema með samstöðu allra flokka á Alþingi. Ráðherrar geta tekið eftirlaun allt frá fimmtíu og fimm ára aldri, hafi þeir gegnt ráðherraembætti í sex ár eða lengur. Þá geta þeir þegið slík laun óháð því hvað þeir voru lengi í embætti ef þeir eru sextugir þegar þeir láta af því. Upphæðin skerðist þó hefjist taka lífeyris fyrir sextíu og fimm ára aldur en er óskert eftir þann tíma. Níu eftirlaunaþegar ráðherranna sem eru í hálaunastöðum hjá hinu opinbera fá samtals tæpar þrjár milljónir króna á mánuði í eftirlaun ofan á venjuleg laun. Fimm eru yngri en sextíu og fimm ára. Fjórir eru eldri. Í níu manna hópnum eru ekki fyrrverandi ráðherrar sem þiggja greiðslur fyrir nefndarstörf jafnhliða eftirlaunum, þótt slík laun geti skipt hundruðum þúsunda. Einungis menn í fullu starfi og háum stöðum hjá hinum opinbera. Samtals þiggja sex sendiherrar þessi eftirlaun og þrír forstjórar eða forstöðumenn. Einn ráðherranna fyrrverandi, Guðmundur Bjarnason, forstöðumaður Íbúðalánasjóðs, sagðist þiggja launin og fá 118 þúsund á mánuði í eftirlaun en þau myndu hækka í tæp 200 þúsund þegar hann verði sextíu og fimm ára. Hann sagðist ekki taka afstöðu til laganna, enda hefði hann ekki komið að því að semja þau. Friðrik Sophusson forstjóri, sem hefur tæp 1400 þúsund í laun frá ríkisfyrirtækinu Landsvirkjun, svaraði ekki skilaboðum en hann var samkvæmt heimildum fréttastofu einn þeirra sem bættist í hóp eftirlaunaþeganna þegar umræðan komst í hámæli. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri, sem hefur rúm 1400 þúsund í mánaðarlaun líkt og Friðrik, var ráðherra í tæpt ár en er orðinn sextíu og fimm ára. Hann staðfesti að hann þæði eftirlaun ráðherra en sagðist ekki muna hvað eftirlaunin séu há. Þau séu hins vegar óveruleg. Tómas Ingi Olrich, sendiherra í París, á rétt á eftirlaunum þar sem hann var sextugur þegar hann lét af ráðherraembætti. Hann játaði því að hann þæði eftirlaun fyrrverandi ráðherra. Tómas Ingi fær einungis rúmar þrjátíu þúsund á mánuði áður en hann nær sextíu og fimm ára aldri. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, og Svavar Gestsson, sendiherra í Stokkhólmi, vildu ekki svara því hvort þeir þæðu slík eftirlaun. Ekki náðist í Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Finnlandi. Eiður Guðnason, sendiherra í Kína, sagðist ekki svara spurningum um eftirlaun sín og skellti á fréttamann. Ekki náðist í Kjartan Jóhannsson, sendiherra EFTA í Brussel. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær er ekki hægt að taka þennan rétt af mönnum. Þá er ekki hægt að girða fyrir þennan rétt í framtíðinni nema að undangengnum löngum aðlögunartíma, um það bil tveimur árum, samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar. Komi fram frumvarp til breytinga á lögunum á næsta þingi getur núverandi ríkisstjórn nær öll farið á ráðherraeftirlaun, fullnægi hún skilyrðum að öðru leyti, þótt hún taki að sér önnur störf fyrir ríkið. Breytingarnar næðu hins vegar til næstu ríkisstjórnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent