Innlent

Reykskynjari bjargaði Dalvíkingi

Reykskynjari bjargaði lífi tæplega þrítugs karlmanns þegar eldur kom upp á heimili hans á Dalvík í nótt. Nágranni hans tilkynnti lögreglunni um eldinn og þegar lögreglan kom á staðinn var íbúinn, sem var einn í húsinu, að stökkva út um glugga á annarri hæð. Slölkkvilið var fljótt á staðinn og gekk slökkvistarf vel, en húsið er mikið skemmt. Íbúinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Dalvík og þaðan á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til frekari rannsóknar en ekki er talið að honum hafi orðið mjög meint af. Eldsupptök eru ókunn. Íbúinn sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hann hefði vaknað við reykskynjara og það hefði bjargað honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×