Á að flytja Bílddælinga til Kína? 9. júní 2005 00:01 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, stendur fast við þá skoðun að flytja beri aflaheimildir til sjávarbyggða sem ekki njóta annarra auðlinda. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, kvaðst í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag ekki sjá hvernig útfæra ætti hugmyndir Kristins um flutning á 20 þúsund tonna kvóta til sjávarbyggða sem standa höllum fæti. "Ég held að það fari nærri lagi að við Halldór Ásgrímsson séum gersamlega á öndverðum meiði. Ég spyr: Er það eðlilegt að allur kvóti fari frá Stöðvarfirði til Dalvíkur? Fari frá Raufarhöfn til Akureyrar? Frá Bolungarvík til Grindavíkur? Frá Ísafirði til Akureyrar? Er það eitthvert lögmál í kerfinu sem má ekki hrófla við? Er það eitthvað sem menn taka bakföll yfir ef gerðar eru breytingar sem miða að því að kvóti og atvinna geti verið í þessum byggðarlögum áfram? Kvótakerfið er mannanna verk og með mannanna verkum er hægt að breyta því," segir Kristinn. Hann bendir á að það hafi verið stefna Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar í tíu ár að standa með opinberum aðgerðum fyrir atvinnuuppbyggingu sem grundvallast á því að nýta náttúruauðlindir heima í héraði. "Þannig hafa menn til dæmis ákveðið að nýta orkuna í fallvötnunum og lagt mikið á sig til þess að koma hlutunum í gang á Austurlandi og snúa íbúaþróuninni við. Og það hefur tekist. Það eru nokkur svæði sem hafa orðið útundan í þessum efnum, fyrst og fremst sjávarbyggðir. Ég segi: Það á að nýta auðlind þeirra, sem er fiskimiðin undan landi, til atvinnuuppbyggingar á þeirra svæði. Það á að ríkja sama stefna þar og er annars staðar á landinu þótt auðlindin sé önnur. Og ef menn vilja ekki breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu til að gera það mögulegt spyr ég: Hvaða atvinnuuppbyggingu ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir á þessum stöðum á landinu? Störfin eru að fara úr landi. Störfin eru að leggjast niður vegna þenslu og hágengis krónunnar. Fólk er að missa vinnuna. Og hvað ætlar ríkisstjórnin að bjóða upp á fyrir þetta fólk. Á það að flytja til Kína?" spyr Kristinn H. Gunnarsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, stendur fast við þá skoðun að flytja beri aflaheimildir til sjávarbyggða sem ekki njóta annarra auðlinda. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, kvaðst í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag ekki sjá hvernig útfæra ætti hugmyndir Kristins um flutning á 20 þúsund tonna kvóta til sjávarbyggða sem standa höllum fæti. "Ég held að það fari nærri lagi að við Halldór Ásgrímsson séum gersamlega á öndverðum meiði. Ég spyr: Er það eðlilegt að allur kvóti fari frá Stöðvarfirði til Dalvíkur? Fari frá Raufarhöfn til Akureyrar? Frá Bolungarvík til Grindavíkur? Frá Ísafirði til Akureyrar? Er það eitthvert lögmál í kerfinu sem má ekki hrófla við? Er það eitthvað sem menn taka bakföll yfir ef gerðar eru breytingar sem miða að því að kvóti og atvinna geti verið í þessum byggðarlögum áfram? Kvótakerfið er mannanna verk og með mannanna verkum er hægt að breyta því," segir Kristinn. Hann bendir á að það hafi verið stefna Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar í tíu ár að standa með opinberum aðgerðum fyrir atvinnuuppbyggingu sem grundvallast á því að nýta náttúruauðlindir heima í héraði. "Þannig hafa menn til dæmis ákveðið að nýta orkuna í fallvötnunum og lagt mikið á sig til þess að koma hlutunum í gang á Austurlandi og snúa íbúaþróuninni við. Og það hefur tekist. Það eru nokkur svæði sem hafa orðið útundan í þessum efnum, fyrst og fremst sjávarbyggðir. Ég segi: Það á að nýta auðlind þeirra, sem er fiskimiðin undan landi, til atvinnuuppbyggingar á þeirra svæði. Það á að ríkja sama stefna þar og er annars staðar á landinu þótt auðlindin sé önnur. Og ef menn vilja ekki breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu til að gera það mögulegt spyr ég: Hvaða atvinnuuppbyggingu ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir á þessum stöðum á landinu? Störfin eru að fara úr landi. Störfin eru að leggjast niður vegna þenslu og hágengis krónunnar. Fólk er að missa vinnuna. Og hvað ætlar ríkisstjórnin að bjóða upp á fyrir þetta fólk. Á það að flytja til Kína?" spyr Kristinn H. Gunnarsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira