Ísland ætlar í öryggisráðið 28. júní 2005 00:01 Forsætisráðherra Íslands staðfesti á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna að Ísland myndi sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hætti Ísland við gætu Norðurlöndin orðið atkvæðalaus í ráðinu í sex ár. Á árlegum sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna á suðurhluta Fjóns í Danmörku kom meðal annars til umræðu hugsanleg aðild Íslands að öryggisráðinu. Ákvörðunin um að sækjast eftir setu í ráðinu var tekin fyrir nokkrum árum. Málið fór fyrir utanríkismálanefnd Alþingis og var samþykkt í ríkisstjórn. Nú er staðan hins vegar sú að þrjú lönd sækjast eftir tveimur lausum sætum: Ísland, Austurríki og Tyrkland. Það þýðir að Ísland þarf að fara í kostnaðarsamt framboð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir eðlilegt að fram fari endurmat á stöðunni sem nú sé verið að gera. „En engin ný ákvörðun hefur verið tekin þannig að sú gamla stendur,“ segir Halldór. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist telja sig geta fullyrt fyrir hönd allra Norðurlandaþjóðanna að þær muni styðja framboð Íslendinga. „Íslendingar ákveða auðvitað sjálfir hvort þeir bjóða sig fram en Halldór Ásgrímsson sagði okkur í dag að ákvörðun Íslendinga standi enn og vinaþjóðirnar munu standa við sitt,“ segir Rasmussen. Danmörk er nú fulltrúi Norðurlanda í öryggisráðinu í fjórða sinn frá árinu 1953. Norðurlönd hafa átt sæti í ráðinu í tvö ár og setið hjá næstu tvö ár á eftir. Danmörk situr því út næsta ár, Norðurlönd sitja hjá 2007 og 2008 og Ísland yrði rödd þeirra í ráðinu 2009 og 2010. Hætti Ísland við framboðið gætu Norðurlönd því orðið atkvæðalaus í öryggisráðinu í sex ár. Það kom skýrt fram á fundi norrænu forsætisráðherranna í gær að í norrænu samstarfi eru málefni Sameinuðu þjóðanna mikilvæg. Halldór segir að allir hafi verið sammála um að það skipti miklu máli að endurskoða og endurbæta Sameinuðu þjóðirnar og að Norðurlandaþjóðirnar tækju virkan þátt í því samstarfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands staðfesti á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna að Ísland myndi sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hætti Ísland við gætu Norðurlöndin orðið atkvæðalaus í ráðinu í sex ár. Á árlegum sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna á suðurhluta Fjóns í Danmörku kom meðal annars til umræðu hugsanleg aðild Íslands að öryggisráðinu. Ákvörðunin um að sækjast eftir setu í ráðinu var tekin fyrir nokkrum árum. Málið fór fyrir utanríkismálanefnd Alþingis og var samþykkt í ríkisstjórn. Nú er staðan hins vegar sú að þrjú lönd sækjast eftir tveimur lausum sætum: Ísland, Austurríki og Tyrkland. Það þýðir að Ísland þarf að fara í kostnaðarsamt framboð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir eðlilegt að fram fari endurmat á stöðunni sem nú sé verið að gera. „En engin ný ákvörðun hefur verið tekin þannig að sú gamla stendur,“ segir Halldór. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist telja sig geta fullyrt fyrir hönd allra Norðurlandaþjóðanna að þær muni styðja framboð Íslendinga. „Íslendingar ákveða auðvitað sjálfir hvort þeir bjóða sig fram en Halldór Ásgrímsson sagði okkur í dag að ákvörðun Íslendinga standi enn og vinaþjóðirnar munu standa við sitt,“ segir Rasmussen. Danmörk er nú fulltrúi Norðurlanda í öryggisráðinu í fjórða sinn frá árinu 1953. Norðurlönd hafa átt sæti í ráðinu í tvö ár og setið hjá næstu tvö ár á eftir. Danmörk situr því út næsta ár, Norðurlönd sitja hjá 2007 og 2008 og Ísland yrði rödd þeirra í ráðinu 2009 og 2010. Hætti Ísland við framboðið gætu Norðurlönd því orðið atkvæðalaus í öryggisráðinu í sex ár. Það kom skýrt fram á fundi norrænu forsætisráðherranna í gær að í norrænu samstarfi eru málefni Sameinuðu þjóðanna mikilvæg. Halldór segir að allir hafi verið sammála um að það skipti miklu máli að endurskoða og endurbæta Sameinuðu þjóðirnar og að Norðurlandaþjóðirnar tækju virkan þátt í því samstarfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira