Útiloka ekki samstarf í borginni 16. ágúst 2005 00:01 R-listinn virðist liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Forystumenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í Reykjavík útiloka þó ekki samstarf flokkanna undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Davíð Oddsson syrgir ekki endalok R-listans. Tvær tillögur voru bornar upp á fundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Önnur frá stjórninni þar sem lagt var til að flokkurinn myndi bjóða fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Sú tillaga hlaut um 70 prósent atkvæða. Hin tillagan kom frá Björk Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa sem vildi að flokkurinn héldi R-listasamstarfinu áfram. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, sem studdi tillögu stjórnarinna, segir niðurstöðuna afdráttarlausa. Það hafi verið mat manna að lengra yrði ekki komist í viðræðum við samstarfsflokkana innan R-listans. Þetta sé ekki einföld ákvörðun og mörgum erfið, ekki síst þeim sem hafi starfað á vettvangi Reykjavíkurlistans lengi. Aðspuður hvort hann telji möguleika á því að flokkarnir taki aftur upp samstarf eftir næstu kosningar segir Árni að vinstri - grænir gangi að sjálfsögðu til leiks með það markmið að áfram verði félagshyggjustjórn við völd í Reykjavík. Vinstri - grænir séu að sjálfsögðu reiðubúnir og stefni að því að vinna með þeim flokkum sem unnið hafi verið með til þessa. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri útilokar ekki samstarf Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins þrátt fyrir niðurstöðu Vinstri - grænna í gær. Aðspurð hvernig samstarf það yrði segir Steinunn að það sé svo stutt frá tilkynningu vinstri - gænna að hún sé ekki tilbúin að tjá sig um það nákvæmlega á þessari stundu en það séu allir möguleikar opnir. Henni finnist það skipta miklu máli að virkja þann kraft sem sé í stuðningsfólki Reykjavíkurlistans sem hafi alltaf fylkt sér á bak við hugmyndina um sameinað afl félagshyggjuaflanna í borginni. Spurð hvort hún telji að sjálfstæðismenn eigi meiri möguleika á að ná völdum eftir að vinstri - grænir hafi ákveðið að vera ekki með segir Steinunn að hún skuli ekkert um það segja. Henni heyrist vera vandræðagangur í herbúðum þeirra varðandi það hver eigi að leiða listann. Þar séu margir kallaðir en ekki ljóst hver niðurstaðan verði. Það skýrist á næstu vikum og mánuðum hvernig hið pólitíska landslag í borginnni verði en það sé ljóst að horft sé fram á töluvert breytta tíma. Alfreð Þorsteinsson, forseti borgarrráðs, tekur í sama streng. Hann segir möguleika á samstarfi í borginni í annarri mynd en verið hafi og það verði skoðað á næstunni. Spurður um hvernig samstarf yrði að ræða segir Alfreð að hann viti að bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafi áhuga á að skoða þann möguleika að bjóða saman fram ásamt óháðum og kannski komi hluti vinstri - grænna til liðs við slíkan lista ef af verði. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir hins vegar að enginn R-listi verði búinn til án þátttöku Vinstri - grænna. Hún segist telja að vonbrigðin séu mest meðal borgarbúa sem vissulega hafi stutt Reykjavíkurlistann og hafi vilja hafa félagshyggjuna við völd og þeir eigi það svo sannarlega skilið að svo verði áfram. Björk segir að fólk muni að sjálfsögðu ræða saman en það verði ekki Reykjavíkurlisti þegar vinstri - grænir hafi farið úr honum. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, syrgir ekki endalok R-listans. Hann segir að um þau megi segja að þetta hafi verið góður endir á vondum ferli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
R-listinn virðist liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Forystumenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í Reykjavík útiloka þó ekki samstarf flokkanna undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Davíð Oddsson syrgir ekki endalok R-listans. Tvær tillögur voru bornar upp á fundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Önnur frá stjórninni þar sem lagt var til að flokkurinn myndi bjóða fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Sú tillaga hlaut um 70 prósent atkvæða. Hin tillagan kom frá Björk Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa sem vildi að flokkurinn héldi R-listasamstarfinu áfram. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, sem studdi tillögu stjórnarinna, segir niðurstöðuna afdráttarlausa. Það hafi verið mat manna að lengra yrði ekki komist í viðræðum við samstarfsflokkana innan R-listans. Þetta sé ekki einföld ákvörðun og mörgum erfið, ekki síst þeim sem hafi starfað á vettvangi Reykjavíkurlistans lengi. Aðspuður hvort hann telji möguleika á því að flokkarnir taki aftur upp samstarf eftir næstu kosningar segir Árni að vinstri - grænir gangi að sjálfsögðu til leiks með það markmið að áfram verði félagshyggjustjórn við völd í Reykjavík. Vinstri - grænir séu að sjálfsögðu reiðubúnir og stefni að því að vinna með þeim flokkum sem unnið hafi verið með til þessa. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri útilokar ekki samstarf Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins þrátt fyrir niðurstöðu Vinstri - grænna í gær. Aðspurð hvernig samstarf það yrði segir Steinunn að það sé svo stutt frá tilkynningu vinstri - gænna að hún sé ekki tilbúin að tjá sig um það nákvæmlega á þessari stundu en það séu allir möguleikar opnir. Henni finnist það skipta miklu máli að virkja þann kraft sem sé í stuðningsfólki Reykjavíkurlistans sem hafi alltaf fylkt sér á bak við hugmyndina um sameinað afl félagshyggjuaflanna í borginni. Spurð hvort hún telji að sjálfstæðismenn eigi meiri möguleika á að ná völdum eftir að vinstri - grænir hafi ákveðið að vera ekki með segir Steinunn að hún skuli ekkert um það segja. Henni heyrist vera vandræðagangur í herbúðum þeirra varðandi það hver eigi að leiða listann. Þar séu margir kallaðir en ekki ljóst hver niðurstaðan verði. Það skýrist á næstu vikum og mánuðum hvernig hið pólitíska landslag í borginnni verði en það sé ljóst að horft sé fram á töluvert breytta tíma. Alfreð Þorsteinsson, forseti borgarrráðs, tekur í sama streng. Hann segir möguleika á samstarfi í borginni í annarri mynd en verið hafi og það verði skoðað á næstunni. Spurður um hvernig samstarf yrði að ræða segir Alfreð að hann viti að bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafi áhuga á að skoða þann möguleika að bjóða saman fram ásamt óháðum og kannski komi hluti vinstri - grænna til liðs við slíkan lista ef af verði. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir hins vegar að enginn R-listi verði búinn til án þátttöku Vinstri - grænna. Hún segist telja að vonbrigðin séu mest meðal borgarbúa sem vissulega hafi stutt Reykjavíkurlistann og hafi vilja hafa félagshyggjuna við völd og þeir eigi það svo sannarlega skilið að svo verði áfram. Björk segir að fólk muni að sjálfsögðu ræða saman en það verði ekki Reykjavíkurlisti þegar vinstri - grænir hafi farið úr honum. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, syrgir ekki endalok R-listans. Hann segir að um þau megi segja að þetta hafi verið góður endir á vondum ferli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira