Samkynhneigð pör öðlast sama rétt 16. ágúst 2005 00:01 Samkynhneigð pör munu njóta nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð, ef frumvarp sem er í smíðum í forsætisráðuneytinu verður samþykkt á þingi í haust. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er samstaða um að ganga skuli alla leið og leyfa bæði ættleiðingar samkynhneigðra erlendis frá og tæknifrjóvgun lesbískra para. Nefnd um réttarstöðu samkynhneigðra skilaði af sér skýrslu í haust. Hún var sammála um nokkur atriði sem ættu heima í lagafrumvarpi sem bæta skyldi réttarstöðu samkynhneigðra. Til dæmis að samkynhneigðum pörum ætti að leyfast að frumættleiða íslensk börn. Og að lögum skyldi breytt þannig að samkynhneigð pör gætu fengið óvígða sambúð skráða hjá Hagstofu Íslands með sömu réttaráhrifum og gagnkynhneigð pör. Einnig að þeim lagaákvæðum sem veita sambúð karls og konu sérstök réttaráhrif yrði breytt svo þau næðu einnig til samkynhneigðra para í sömu stöðu. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hvort heimila ætti ættleiðingar samkynhneigðra á erlendum börnum og hvort lesbískum pörum ætti að vera heimilt að gangast undir tæknifrjóvgun hérlendis. Samkvæmt minnisblaði verða bæði atriðin tekin inn í frumvarpið. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að hans vilji væri að samkynhneigð pör nytu sama réttar á við gagnkynhneigða og að ekki ætti að mismuna aðilum eftir kynhneigð, trúarbrögðum eða litarhætti. Hann telur vera kominn tíma til að taka á þessum málum með þeim hætti og hann sagði gott starf í gangi hjá ríkistjórninni í langan tíma og að málin væru í ákveðinni þróun. Hann sagði málið vera viðkvæmt en að mati ríkistjórnarinnar er kominn tími til að taka af skarið. Halldór segir að almenn samstaða hafi verið í ríkisstjórn um málið og að samningu frumvarpsins verði hraðað svo að öllu óbreyttu verður það lagt fram á þingi í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Samkynhneigð pör munu njóta nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð, ef frumvarp sem er í smíðum í forsætisráðuneytinu verður samþykkt á þingi í haust. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er samstaða um að ganga skuli alla leið og leyfa bæði ættleiðingar samkynhneigðra erlendis frá og tæknifrjóvgun lesbískra para. Nefnd um réttarstöðu samkynhneigðra skilaði af sér skýrslu í haust. Hún var sammála um nokkur atriði sem ættu heima í lagafrumvarpi sem bæta skyldi réttarstöðu samkynhneigðra. Til dæmis að samkynhneigðum pörum ætti að leyfast að frumættleiða íslensk börn. Og að lögum skyldi breytt þannig að samkynhneigð pör gætu fengið óvígða sambúð skráða hjá Hagstofu Íslands með sömu réttaráhrifum og gagnkynhneigð pör. Einnig að þeim lagaákvæðum sem veita sambúð karls og konu sérstök réttaráhrif yrði breytt svo þau næðu einnig til samkynhneigðra para í sömu stöðu. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hvort heimila ætti ættleiðingar samkynhneigðra á erlendum börnum og hvort lesbískum pörum ætti að vera heimilt að gangast undir tæknifrjóvgun hérlendis. Samkvæmt minnisblaði verða bæði atriðin tekin inn í frumvarpið. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að hans vilji væri að samkynhneigð pör nytu sama réttar á við gagnkynhneigða og að ekki ætti að mismuna aðilum eftir kynhneigð, trúarbrögðum eða litarhætti. Hann telur vera kominn tíma til að taka á þessum málum með þeim hætti og hann sagði gott starf í gangi hjá ríkistjórninni í langan tíma og að málin væru í ákveðinni þróun. Hann sagði málið vera viðkvæmt en að mati ríkistjórnarinnar er kominn tími til að taka af skarið. Halldór segir að almenn samstaða hafi verið í ríkisstjórn um málið og að samningu frumvarpsins verði hraðað svo að öllu óbreyttu verður það lagt fram á þingi í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira