Skiptar skoðanir um Löngusker 20. ágúst 2005 00:01 Skiptar skoðanir eru meðal bæjarstjóra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur um flugvöll á Lönguskerjum. Bæjarstjóri Kópavogs segir allt tal um flugvöllinn tímaskekkju. Samstarfsnefnd samgönguráðherra og borgarstjóra kannar nú hvort flugvöllur á Lönguskerjum geti komið í stað Reykjavíkurflugvallar, en þrjú sveitarfélög auk Reykjavíkur eru í nágrenni skerjanna. Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra Kópavogs, hugnast flugvöllurinn illa. Hann segir þá hugmynd ágæta í næsta lífi en ekki núna. Það sé nýbúið að byggja flugvöll á Reykjavíkurflugvelli og hann átti sig ekki á þessari vitleysu. Þetta sé einhver framtíðarmúsík og ekki sé vitað hvað verkið kosti. Þetta geti þó verið ágætt eftir 20 til 50 ár en nýta verði þá fjárfestingu sem búið sé að leggja í á vellinum, en 1,5 til 2 milljörðum hafi verið varið til uppbyggingar þar. Það sé kannski ekkert hjá því fólki sem sé að velta þessari hugmynd fyrir sér. Það er annað hljóð í verðandi bæjarstjóra Álftaness, Guðmundi Gunnarssyni. Hann segir að sér lítist ekki illa á hugmyndina. Það hafi komið fram fyrir nokkrum árum hugmyndir um flugvöll þar en honum hugnist best að hafa flugvöllinn þar sem hann hafi verið. Ef Reykvíkingar og samgönguyfirvöld ákveði að skoða flugvöll á Lönguskerjum vilji Álftnesingar gjarnan fá að taka þátt í því ásamt Kópavogi. Aðspuður hvort honum hugnist flugvöllur á Álftanesi, eins og rætt hafi verið um, segir Guðmundur að þar sé ekki pláss fyrir hann. Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, líst vel á hugmyndina. Hann segir hana áhugaverða og frá því að hann hafi heyrt hana fyrst hafi honum alltaf fundist að það ætti að skoða hana til hlítar. Það sé ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni hafi verið í uppnámi lengi, framtíð hans sé ótrygg og allt bendi til þess að hann muni fara. Það verði að finna lausn sem sé gott samkomulag um milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Annaðhvort sé það uppbygging á Keflavíkurflugvelli eða hugmyndin um Löngusker og honum finnist hún vera þannig að full ástæða sé til að skoða hana mjög vel. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal bæjarstjóra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur um flugvöll á Lönguskerjum. Bæjarstjóri Kópavogs segir allt tal um flugvöllinn tímaskekkju. Samstarfsnefnd samgönguráðherra og borgarstjóra kannar nú hvort flugvöllur á Lönguskerjum geti komið í stað Reykjavíkurflugvallar, en þrjú sveitarfélög auk Reykjavíkur eru í nágrenni skerjanna. Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra Kópavogs, hugnast flugvöllurinn illa. Hann segir þá hugmynd ágæta í næsta lífi en ekki núna. Það sé nýbúið að byggja flugvöll á Reykjavíkurflugvelli og hann átti sig ekki á þessari vitleysu. Þetta sé einhver framtíðarmúsík og ekki sé vitað hvað verkið kosti. Þetta geti þó verið ágætt eftir 20 til 50 ár en nýta verði þá fjárfestingu sem búið sé að leggja í á vellinum, en 1,5 til 2 milljörðum hafi verið varið til uppbyggingar þar. Það sé kannski ekkert hjá því fólki sem sé að velta þessari hugmynd fyrir sér. Það er annað hljóð í verðandi bæjarstjóra Álftaness, Guðmundi Gunnarssyni. Hann segir að sér lítist ekki illa á hugmyndina. Það hafi komið fram fyrir nokkrum árum hugmyndir um flugvöll þar en honum hugnist best að hafa flugvöllinn þar sem hann hafi verið. Ef Reykvíkingar og samgönguyfirvöld ákveði að skoða flugvöll á Lönguskerjum vilji Álftnesingar gjarnan fá að taka þátt í því ásamt Kópavogi. Aðspuður hvort honum hugnist flugvöllur á Álftanesi, eins og rætt hafi verið um, segir Guðmundur að þar sé ekki pláss fyrir hann. Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, líst vel á hugmyndina. Hann segir hana áhugaverða og frá því að hann hafi heyrt hana fyrst hafi honum alltaf fundist að það ætti að skoða hana til hlítar. Það sé ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni hafi verið í uppnámi lengi, framtíð hans sé ótrygg og allt bendi til þess að hann muni fara. Það verði að finna lausn sem sé gott samkomulag um milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Annaðhvort sé það uppbygging á Keflavíkurflugvelli eða hugmyndin um Löngusker og honum finnist hún vera þannig að full ástæða sé til að skoða hana mjög vel.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira