Hafa safnað 10 þús. undirskriftum 20. ágúst 2005 00:01 Rúmlega 10 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á stjórnvöld um að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Undirskriftirnar verða afhentar stjórnvöldum í næstu viku og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda er bjartsýnn á að stjórnvöld taki mark á bifreiðaeigendum. Fjármálaráðherra gerði grein fyrir því í löngu máli í vikunni af hverju hann synjaði beiðni Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að lækka álögur á eldsneyti. Á meðal raka hans var að raunverð á bensíni miðað við launavísitölu væri lægra nú en oft áður. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gefur lítið fyrir þessi rök. Hann segir furðulegt að menn noti þá vísitölu sem henti þeim á hverji tíma. Ljóst sé að miðað við verðlagsvísitölu sé bensín í hæstu hæðum og hafi nánast aldrei verið hærra. Fyrir því finni neytendur. Þá vísar fjármálaráðherra í greinargerð sinni því á bug að ríkissjóður fái 500 milljóna króna tekjuauka á þessu ári vegna virðisaukaskatta af hærra bensínverði þar sem fólk muni keyra minna og eins draga úr annarri virðisaukaskattsskyldri neyslu. Runólfur bendir á að bíllinn sé eitt það síðasta sem fólk skeri niður við sig og ljóst sé að skattar sem leggist með svo miklum þunga á einkabílinn komi það verst niður á þeim sem minnst hafi. Þar sé ekkert um að ræða að gera eitthvað annað, koma þurfi barni á leikskóla, komast í vinnu o.s.frv. FÍB stendur nú fyrir undirskriftasöfnun á heimasíðu félagsin á Netinu þar sem skorað er á stjórnvöld að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Runólfur segir að nú þegar hafi 10 þúsund manns skráð nafn sitt á listann og að hann verði afhentur stjórnvöldum í næstu viku. Hann bendir á að þetta sé fólkið í landinu að láta skoðun sína í ljós. Hann hafi trú á því að þegar menn skoði málið ofan í grunninn geti undirskriftasöfnunin haft áhrif. Runólfur segir enn fremur að í erindinu komi fram að árið 1999 hafi verið farið með vörugjald á bensíni úr prósentu í fast gjald. Það hafi tekist eftir langa baráttu FÍB fyrir breytingu á þeirri skattagningu. Fyrstu svörin þá hafi verið neikvæð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Rúmlega 10 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á stjórnvöld um að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Undirskriftirnar verða afhentar stjórnvöldum í næstu viku og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda er bjartsýnn á að stjórnvöld taki mark á bifreiðaeigendum. Fjármálaráðherra gerði grein fyrir því í löngu máli í vikunni af hverju hann synjaði beiðni Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að lækka álögur á eldsneyti. Á meðal raka hans var að raunverð á bensíni miðað við launavísitölu væri lægra nú en oft áður. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gefur lítið fyrir þessi rök. Hann segir furðulegt að menn noti þá vísitölu sem henti þeim á hverji tíma. Ljóst sé að miðað við verðlagsvísitölu sé bensín í hæstu hæðum og hafi nánast aldrei verið hærra. Fyrir því finni neytendur. Þá vísar fjármálaráðherra í greinargerð sinni því á bug að ríkissjóður fái 500 milljóna króna tekjuauka á þessu ári vegna virðisaukaskatta af hærra bensínverði þar sem fólk muni keyra minna og eins draga úr annarri virðisaukaskattsskyldri neyslu. Runólfur bendir á að bíllinn sé eitt það síðasta sem fólk skeri niður við sig og ljóst sé að skattar sem leggist með svo miklum þunga á einkabílinn komi það verst niður á þeim sem minnst hafi. Þar sé ekkert um að ræða að gera eitthvað annað, koma þurfi barni á leikskóla, komast í vinnu o.s.frv. FÍB stendur nú fyrir undirskriftasöfnun á heimasíðu félagsin á Netinu þar sem skorað er á stjórnvöld að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Runólfur segir að nú þegar hafi 10 þúsund manns skráð nafn sitt á listann og að hann verði afhentur stjórnvöldum í næstu viku. Hann bendir á að þetta sé fólkið í landinu að láta skoðun sína í ljós. Hann hafi trú á því að þegar menn skoði málið ofan í grunninn geti undirskriftasöfnunin haft áhrif. Runólfur segir enn fremur að í erindinu komi fram að árið 1999 hafi verið farið með vörugjald á bensíni úr prósentu í fast gjald. Það hafi tekist eftir langa baráttu FÍB fyrir breytingu á þeirri skattagningu. Fyrstu svörin þá hafi verið neikvæð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira