Baráttuhugur í Gísla Marteini 28. ágúst 2005 00:01 Gísli Marteinn Baldursson ætlar í borgarstjóraslaginn, segist treysta sér í baráttuna og ætlar að berjast eins og ljón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gefur einnig kost á sér í fyrsta sæti listans og má því búast við baráttu innan flokksins. Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti á fjölmennum stuðningsmannafundi í Iðnó í dag að hann stefndi á fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins tilkynnti í síðustu viku að hann stefndi á fyrsta sæti flokksins. En Gísli segist ætla að berjast fyrir tilurð sinni, hvar sem hann svo endar á listanum, hann segist ætla að berjast eins og ljón í hvaða sæti og hann sagðist vilja hafa afgerandi áhrif á listann. Hann sagðist stefna á efsta sætið og ef kjósendur telja að hann sé vel til fallinn að leiða listann og koma sínum málefnum á framfæri þá segir hann að kjósendur kjósi hann, ef ekki þá kjósa þeir einhvern annan. Spurður að því hvort að hann ætlaði að verða borgarstjóri í Reykjavík sagði hann að það væri ekki hans að ákveða, heldur kjósenda. Hann sagðist hins vegar treysta sér mjög vel í borgarstjórastarfið. Það er því ljóst að slegist verður um fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Auk þeirra Gísla Marteins og Vilhjálms hefur nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar verið nefnt í umræðunni um efstu sætin en hann vildi ekkert segja þegar fréttastofan náði af honum tali. Í vikunni mun svo einnig vera tíðinda að vænta frá nokkrum þeirra sem sækjast eftir öðrum sætum á listanum. Aðspurður um það hvort að hann gerði ráð fyrir að fá fleiri í slaginn um fyrsta sætið sagðist hann ekki gera neitt sérstaklega ráð fyrir því. Hann sagði að enginn ætti neitt sérstakt sæti og kjósendur sjá um að velja í það sæti. Hann sagði einnig að hann og Vilhjálmur væru sammála um að fara sér hægt til þess að koma í veg fyrir að þreyta fólk of mikið. Úr röðum borgarfulltrúa heyrast þó þær raddir að baráttan innan Sjálfstæðiflokksins fari heldur snemma af stað megi því gera ráð fyrir blóðugri slag en ella. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson ætlar í borgarstjóraslaginn, segist treysta sér í baráttuna og ætlar að berjast eins og ljón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gefur einnig kost á sér í fyrsta sæti listans og má því búast við baráttu innan flokksins. Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti á fjölmennum stuðningsmannafundi í Iðnó í dag að hann stefndi á fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins tilkynnti í síðustu viku að hann stefndi á fyrsta sæti flokksins. En Gísli segist ætla að berjast fyrir tilurð sinni, hvar sem hann svo endar á listanum, hann segist ætla að berjast eins og ljón í hvaða sæti og hann sagðist vilja hafa afgerandi áhrif á listann. Hann sagðist stefna á efsta sætið og ef kjósendur telja að hann sé vel til fallinn að leiða listann og koma sínum málefnum á framfæri þá segir hann að kjósendur kjósi hann, ef ekki þá kjósa þeir einhvern annan. Spurður að því hvort að hann ætlaði að verða borgarstjóri í Reykjavík sagði hann að það væri ekki hans að ákveða, heldur kjósenda. Hann sagðist hins vegar treysta sér mjög vel í borgarstjórastarfið. Það er því ljóst að slegist verður um fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Auk þeirra Gísla Marteins og Vilhjálms hefur nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar verið nefnt í umræðunni um efstu sætin en hann vildi ekkert segja þegar fréttastofan náði af honum tali. Í vikunni mun svo einnig vera tíðinda að vænta frá nokkrum þeirra sem sækjast eftir öðrum sætum á listanum. Aðspurður um það hvort að hann gerði ráð fyrir að fá fleiri í slaginn um fyrsta sætið sagðist hann ekki gera neitt sérstaklega ráð fyrir því. Hann sagði að enginn ætti neitt sérstakt sæti og kjósendur sjá um að velja í það sæti. Hann sagði einnig að hann og Vilhjálmur væru sammála um að fara sér hægt til þess að koma í veg fyrir að þreyta fólk of mikið. Úr röðum borgarfulltrúa heyrast þó þær raddir að baráttan innan Sjálfstæðiflokksins fari heldur snemma af stað megi því gera ráð fyrir blóðugri slag en ella.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira