Konur jafnvel færari en karlar 29. ágúst 2005 00:01 Konur eru jafn færar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum og hún lítur ekki vel út að mati Booth Blair. Yfir 50 menningarráðherrar úr röðum kvenna sitja nú ráðstefnu á Hóteli Nordica þar sem Cherie Booth Blair kynnti nýútkomna skýrslu um stöðu kvenna í 58 ríkjum heims, þar á meðal öllum OECD-ríkjunum. Í skýrslunni er komið inn á menntunarstig kvenna, almennt heilsufarsástand og efnahagsleg og pólitísk völd þeirra. Í skýrslunni kemur einnig fram að hvergi í heiminum hafi konur þau völd sem karlar hafi þrátt fyrir að konur séu jafn hæfileikaríkar og karlar og jafnvel enn hæfileikaríkari, eins og Booth Blair orðar það. Hún viðurkennir þó að ástandið sé misslæmt í heiminum og skárst sé það á Norðurlöndum. Þó megi geta þess að á meðan konur skipa 45 prósent þingsæta í Svíþjóð eru þær 49 prósent á þingi í Rúanda. Booth Blair segir markmið ráðstefnunnar að mynda tengslanet menningarráðherra úr röðum kvenna til að geta borið saman reynslu og þekkingu í von um að þær geti nýtt sem best þau völd sem þær hafa fengið. Booth Blair segir að vissulega séu lönd heimsins á réttri leið með að rétta stöðu kynjanna, langt sé þó í land en Íslendingar geti státað sig af því að vera meðal þeirra landa sem best hafa staðið sig í að jafna stöðu karla og kvenna. Ráðstefnunni lýkur á morgun en hún er haldin af íslenskum stjórnvöldum og í tilfefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en Vigdís var fyrsti formaður heimsráðs kvenleiðtoga. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Konur eru jafn færar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum og hún lítur ekki vel út að mati Booth Blair. Yfir 50 menningarráðherrar úr röðum kvenna sitja nú ráðstefnu á Hóteli Nordica þar sem Cherie Booth Blair kynnti nýútkomna skýrslu um stöðu kvenna í 58 ríkjum heims, þar á meðal öllum OECD-ríkjunum. Í skýrslunni er komið inn á menntunarstig kvenna, almennt heilsufarsástand og efnahagsleg og pólitísk völd þeirra. Í skýrslunni kemur einnig fram að hvergi í heiminum hafi konur þau völd sem karlar hafi þrátt fyrir að konur séu jafn hæfileikaríkar og karlar og jafnvel enn hæfileikaríkari, eins og Booth Blair orðar það. Hún viðurkennir þó að ástandið sé misslæmt í heiminum og skárst sé það á Norðurlöndum. Þó megi geta þess að á meðan konur skipa 45 prósent þingsæta í Svíþjóð eru þær 49 prósent á þingi í Rúanda. Booth Blair segir markmið ráðstefnunnar að mynda tengslanet menningarráðherra úr röðum kvenna til að geta borið saman reynslu og þekkingu í von um að þær geti nýtt sem best þau völd sem þær hafa fengið. Booth Blair segir að vissulega séu lönd heimsins á réttri leið með að rétta stöðu kynjanna, langt sé þó í land en Íslendingar geti státað sig af því að vera meðal þeirra landa sem best hafa staðið sig í að jafna stöðu karla og kvenna. Ráðstefnunni lýkur á morgun en hún er haldin af íslenskum stjórnvöldum og í tilfefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en Vigdís var fyrsti formaður heimsráðs kvenleiðtoga.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira