Kosið um sameiningu eftir um mánuð 12. september 2005 00:01 Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Sameiningaráformin hafa reyndar þynnst verulega frá því félagsmálaráðherra og sameiningarnefnd sveitarfélaganna kynntu fyrstu tillögur fyrir ári. Ráðherrann talaði þá um einhverja mestu þjóðfélagsbreytingu seinni ára á Íslandi en þá var miðað við að sameiningarkosningar tækju til sveitarfélaga með samtals 213 þúsund íbúa, eða 73 prósent þjóðarinnar. Nú liggur fyrir að kosningarnar þann 8. október næstkomandi munu snerta 96 þúsund manns eða 33 prósent þjóðarinnar. Þetta verða engu að síður kosningar um róttækar breytingar á viðkomandi svæðum. Sextán sameiningarkosningar fara fram í 61 sveitarfélagi vítt og breitt um landið. Lagt til að Snæfellsnes renni saman í eitt með sameiningu Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Íbúar Dalabyggðar, Saurbæjarhrepps og Reykhólahrepps greiða atkvæði um sameiningu. Á Vestfjörðum verður kosið um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, á Ströndum um sameiningu Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps, en íbúar Bæjarhrepps, sem einnig teljast Strandamenn, kjósa um sameiningu við Húnaþing vestra. Á Norðurlandi vestra er jafnframt kosið um sameiningu Blönduóss, Höfðahrepps, Skagabyggðar og Áshrepps sem og um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Stærstu kosningarnar eftir fjórar vikur fara fram í byggðunum við Eyjafjörð en þar búa 23 þúsund manns. Þar er lögð til ein allsherjarsameining á svæðinu, það er Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkurbyggðar, Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Saman yrði þetta þriðja stærsta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi. Stefnt er að því að gera Þingeyjarsýslur að tveimur sveitarfélögum, annars vegar með sameiningu Húsavíkur, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnar og hins vegar með sameiningu Svalbarðshrepps og Þórshafnar. Á norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar og á Mið-Austurlandi um sameiningu Mjóafjarðar, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Á Suðurlandi er lagt til að Árnessýsla verði að tveimur sveitarfélögum, annars vegar renni uppsveitirnar saman í eitt með sameiningu Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hins vegar er lagt til að Ölfus og Flóinn renni saman og þar verði undir Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og einnig Gaulverjabæjarhreppur, Villingaholtshreppur og Hraungerðishreppur. Á Suðurnesjum verður kosið um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs en Grindavík er undanskilin sem og Vogarnir en kosið verður um sameiningu Vatnsleysustrandar við Hafnarfjörð. Fólk getur þegar byrjað að kjósa um tillögurnar því utankjörfundaratkvæðaagreiðsla hófst þann 13. ágúst síðastliðinn. Aðalkosningarnar verða svo laugardaginn 8. október. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Sameiningaráformin hafa reyndar þynnst verulega frá því félagsmálaráðherra og sameiningarnefnd sveitarfélaganna kynntu fyrstu tillögur fyrir ári. Ráðherrann talaði þá um einhverja mestu þjóðfélagsbreytingu seinni ára á Íslandi en þá var miðað við að sameiningarkosningar tækju til sveitarfélaga með samtals 213 þúsund íbúa, eða 73 prósent þjóðarinnar. Nú liggur fyrir að kosningarnar þann 8. október næstkomandi munu snerta 96 þúsund manns eða 33 prósent þjóðarinnar. Þetta verða engu að síður kosningar um róttækar breytingar á viðkomandi svæðum. Sextán sameiningarkosningar fara fram í 61 sveitarfélagi vítt og breitt um landið. Lagt til að Snæfellsnes renni saman í eitt með sameiningu Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Íbúar Dalabyggðar, Saurbæjarhrepps og Reykhólahrepps greiða atkvæði um sameiningu. Á Vestfjörðum verður kosið um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, á Ströndum um sameiningu Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps, en íbúar Bæjarhrepps, sem einnig teljast Strandamenn, kjósa um sameiningu við Húnaþing vestra. Á Norðurlandi vestra er jafnframt kosið um sameiningu Blönduóss, Höfðahrepps, Skagabyggðar og Áshrepps sem og um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Stærstu kosningarnar eftir fjórar vikur fara fram í byggðunum við Eyjafjörð en þar búa 23 þúsund manns. Þar er lögð til ein allsherjarsameining á svæðinu, það er Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkurbyggðar, Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Saman yrði þetta þriðja stærsta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi. Stefnt er að því að gera Þingeyjarsýslur að tveimur sveitarfélögum, annars vegar með sameiningu Húsavíkur, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnar og hins vegar með sameiningu Svalbarðshrepps og Þórshafnar. Á norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar og á Mið-Austurlandi um sameiningu Mjóafjarðar, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Á Suðurlandi er lagt til að Árnessýsla verði að tveimur sveitarfélögum, annars vegar renni uppsveitirnar saman í eitt með sameiningu Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hins vegar er lagt til að Ölfus og Flóinn renni saman og þar verði undir Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og einnig Gaulverjabæjarhreppur, Villingaholtshreppur og Hraungerðishreppur. Á Suðurnesjum verður kosið um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs en Grindavík er undanskilin sem og Vogarnir en kosið verður um sameiningu Vatnsleysustrandar við Hafnarfjörð. Fólk getur þegar byrjað að kjósa um tillögurnar því utankjörfundaratkvæðaagreiðsla hófst þann 13. ágúst síðastliðinn. Aðalkosningarnar verða svo laugardaginn 8. október.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira