Sport

Meistararnir áfram

Bikarmeistarar ÍR eru komnir í 16 liða úrslit bikarkeppninnnar í handbolta karla. Liðið sigraði Víking/Fjölni í ótrúlegum markaleik, 47-36 í eina leik kvöldsins þar sem lið í deildakeppninni mættust á heimavelli sínum í Austurbergi. Alls fóru fimm leikir fram í gærkvöldi. B liði ÍR gekk hins vegar ekki eins vel því HK sem fór alla leið í úrslit í fyrra unnu þá auðveldlega með 36 mörkum gegn 21 í Breiðholti. Elías Már Halldórsson var markahæstur HK-inga með sjö mörk og Vilhelm Gauti Bergsveinsson gerði sex mörk. Hjá ÍR-b gerði Eyþór Hilmarsson fimm og Njörður Árnason sem lék lengi með Fram og ÍR gerði fimm mörk úr horninu. Á Egilsstöðum mættu heimamenn í Hetti liði Þórs frá Akureyri sem lyktaði með öruggum sigri gestanna 32-20. Á Seltjarnarnesi tapaði Grótta fyrir Aftureldingu 22-35. Brynjar Árnason var markahæstur í liði Gróttu með fimm mörk en Haukur Sigurvinsson var markahæstur í liði gestanna með átta mörk. Í Árbænum tapaði b-lið Fylkis fyrir Val 22-38. Í stjörnuprýddu Fylkis liðið var Sigurður Valur Sveinsson markahæstur með níu mörk og Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi gerði þrjú mörk fyrir Árbæinga. Hjá Val voru þeir Davíð Höskuldsson og Kristján Þór Karlsson markahæstir með sjö mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×