Heimsmeistaranum refsað fyrir notkun blótsyrðis Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2024 21:32 Max Verstappen, ökumaður Formúlu 1 liðs Red Bull Racing Vísir/Getty Ríkjandi heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull Racing, mun þurfa að sinna samfélagsþjónustu eftir að hafa blótað á blaðamannafundi mótaraðarinnar fyrir keppnishelgi Formúlu 1 í Singapúr sem er nú hafin. Málið var tekið fyrir hjá dómurum Formúlu 1 í kjölfar umrædds blaðamannafundar í gær þar sem að Verstappen var dæmdur brotlegur gegn háttvísireglum Formúlu 1 fyrir blótsyrðið sem hann notaði samhliða lýsingu sinni á frammistöðu bíls Red Bull Racing um síðustu keppnishelgi í Azerbaíjan. Verstappen hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en bar fyrir sig að hann notaði umrætt orð í hefðbundu daglegu máli og að hann hafi tekið það upp samhliða því sem hann lærði ensku og ber þess að geta að enska er ekki móðurmál hans. Hvaða samfélagsþjónustu Verstappen, sem stendur í ströngu þessa dagana í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1, mun þurfa að gegna hefur ekki verið ákveðið. En það verður gert í samráði við íþróttamálaráðherra Alþjóða akstursíþróttasambandsins. Akstursíþróttir Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Málið var tekið fyrir hjá dómurum Formúlu 1 í kjölfar umrædds blaðamannafundar í gær þar sem að Verstappen var dæmdur brotlegur gegn háttvísireglum Formúlu 1 fyrir blótsyrðið sem hann notaði samhliða lýsingu sinni á frammistöðu bíls Red Bull Racing um síðustu keppnishelgi í Azerbaíjan. Verstappen hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en bar fyrir sig að hann notaði umrætt orð í hefðbundu daglegu máli og að hann hafi tekið það upp samhliða því sem hann lærði ensku og ber þess að geta að enska er ekki móðurmál hans. Hvaða samfélagsþjónustu Verstappen, sem stendur í ströngu þessa dagana í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1, mun þurfa að gegna hefur ekki verið ákveðið. En það verður gert í samráði við íþróttamálaráðherra Alþjóða akstursíþróttasambandsins.
Akstursíþróttir Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira