Innlent

Miðstjórn Samiðnar ósátt

Miðstjórn Samiðnar, samband iðnfélaga, er ósátt við tillögur ríkisstjórnar og samkomulag hennar við aðila vinnumarkaðrins. Samiðn vildi frekarsegja upp samningum og komast í beint samband við viðsemjendur sína.

Miðað við þær tillögur sem fyrir liggja vegna endurskoðunar á kjarasamningum telur miðstjórn Samiðnar ekki rétt að formaður þeirra gefi samþykki sitt fyrir þeim. Miðstjórnin bendir á að í landinu sé mikið góðæri en um leið búi 40% launþega við kaupmáttarskerðingu á sama tíma og stórir hópar eru að taka til sín miklar launahækkanir.

Miðstjórnin telur að gera þurfi breytingar á fyrirliggjandi tillögum og vilja að launahækkunin verði prósentuhlutfall af launum en ekki eingreiðsla. Miðstjórnin vill einnig að þakið á atvinnuleysisbótum verði hækkað og tímabilið sem atvinnuleysisbætur eru reiknaðar sem prósentur af launum verði lengt. Einnig vill mistjórn Samiðnar sjá skýr ákvæði um ábyrgð notendafyritækjanna í væntanlegum lögum um starfsmannaleigur. Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, segir margt í samningnum óásættanlegt og telur aðra vera sama sinnis.

Finbjörn segir að flestir hafi eitthvað við samkomulagið að athuga. Hann benti á að mat annarra þess efnis að þetta væri nægilegt samrýmdist ekki skoðunum miðstjórnar Samiðnar. Hann sagði fátt í samkomulaginu vera þess eðlis að framlengja ætti samningun og að Samiðn hefði frekar viljað rifta samningum og ná sambandi bið sína viðsemjendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×