Innlent

Sjúkraliðar kjósa um verkfall

Sjúkraliðar sem starfa hjá sveitarfélögunum munu greiða atkvæði um hvort hefja eigi verkfall til að knýja á um nýjan kjarasamning. Fyrri samningur rann út fyrir tæpu ári og hefur ekki enn samist. Fyrst var beðið eftir að gengið yrði frá samningi við ríkið en því lauk júní.

Viðræður launanefndar sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands hafa ekki skilað árangri og ákvað stjórn félagsins því að boða til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun.

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segist telja vilja hjá hvort tveggja sjúkraliðum og forsvarsmönnum til að ljúka samningum áður en kemur til verkfalls. Hvort af því verður segir hún erfitt að spá fyrir um.

Fundað verður í deilunni klukkan hálf þrjú í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×