Innlent

Vilja loka á launanefnd sveitarfélaga

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. MYND/GVA

Stjórn og trúnaðarmannaráð Starfsmannafélags Hafnarfjarðar vill að bæjarstjórn afturkalli umboð launanefndar sveitarfélaga til að semja um kaup og kjör starfsmanna fyrir hönd bæjarins.

Í ályktun stjórnar og trúnaðarmannaráðs eru bæjaryfirvöld hvött til að taka upp sjálfstæða, ábyrga og uppbyggilega launastefnu í stað þess að taka undir sjónarmið harðrar láglaunastefnu og mismununar sem einkenni störf launanefndar sveitarfélaga.

Þá hefur Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi skorað á sveitar- og bæjarstjórnir á Suðurlandi að endurskoða umboð launanefndar sveitarfélaga til að fara með samninga fyrir sína hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×