Flokkur í vanda 7. mars 2006 00:01 Eitt er skýrt við afsögn Árna Magnússonar. Ákvörðun hans kom flestum í opna skjöldu. Ráðherrann fráfarandi segir, að persónulegar ástæður liggi að baki því, að hann tekur nú hnakk sinn og hest og yfirgefur svið stjórnmálanna til þess að takast á hendur ábyrgðarmikið starf á fjármálamarkaðnum. Það er trúverðug skýring. En hún breytir ekki hinu, að þessi ákvörðun varpar kastljósi á aðstæður Framsóknarflokksins og stöðu. Ein og sér sýnist sú breyting, sem í dag verður á ríkisstjórninni, hvorki veikja né styrkja Framsóknarflokkinn eða ríkisstjórnina í heild. En á það er að líta, að þetta er í annað sinn á fáum árum, sem krónprins í flokksforystunni yfirgefur hana með sama hætti og með sömu rökum. Þegar öllu er á botninn hvolft verður varla hjá því komist að draga aðra ályktun af þessari staðreynd en að hún bendi til viðvarandi innri veikleika í flokknum. Þegar Árni Magnússon var tekinn fram yfir aðra til ráðherrasetu eftir síðustu kosningar leiddi það ekki einasta til þess, að hann fékk þá ímynd að vera hinn nýi krónprins. Það hlýtur beinlínis að hafa verið megintilgangur þeirrar ráðstöfunar; ella kemst hún ekki í rökrétt samhengi. Á þeim tíma benti ekkert til annars en sú leikflétta ætti eftir að ganga upp. Þessi mynd hlýtur hins vegar að hafa blasað á annan veg við Árna Magnússyni persónulega nú en fyrir tæpum þremur árum. Sú skýra mynd virtist að minnsta kosti vera orðin þokukenndari. Það vakti athygli, að fyrr sama dag og Halldór Ásgrímsson tilkynnti um breytingar á ráðherraskipan flokksins kom fyrrverandi formaður, Steingrímur Hermannsson, fram í sjónvarpi og lagði með hinum breiðu spjótum að eftirmanni sínum með því að segja, að hann hefði sjálfur notað ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak á sínum tíma til að rjúfa stjórnarsamstarfið. Hann kom að vísu ekki með tillögu þar um, þegar sú ákvörðun var tekin. Ef málefnið skipti ekki öllu lá formaðurinn vissulega betur við höggi nú en þá. Á Flokksþingi fyrir ári hafði Steingrímur Hermannsson betur í átökum um Evrópustefnu flokksins og gekk jafnvel svo langt að hafna málamiðlun sem almenn sátt virtist geta orðið um. Það er úr þessu andrúmslofti eða innanflokksgerjun sem annar forystukrónprins flokksins hverfur af vettvangi á skömmum tíma. Sú var tíð, að Framsóknarflokkurinn náði því að vera miðjuflokkur að meðaltali með því að vera ýmist til hægri eða vinstri. Hálldór Ásgrímsson braut blað í sögu flokksins að þessu leyti. Hann gerði flokkinn málefnalega að raunverulegum miðjuflokki. Fyrir vikið hefur Framsóknarflokkurinn í fyrsta skipti átt þátt í að skapa og viðhalda langvarandi stjórnmálalegum stöðugleika. Þar koma að vísu einnig til persónulegir eiginleikar eins og rótfesta og trúmennska formannsins. Þrátt fyrir þessi jákvæðu umskipti hefur Framsóknarflokkurinn átt í vök að verjast. Þar ræður ugglaust mestu breytt stjórnmálalegt umhverfi. Ekki verður séð að afturhvarf til meðaltalsmiðjustefnunnar geti gert hann að stórum flokki á ný. Nútíma stjórnmál gera kröfu um meiri trúverðugleika forystumanna til þess að það geti talist raunhæfur kostur. Allt bendir því til þess, að Framsóknarflokkurinn verði varanlega minni flokkur en áður var. En hann getur spilað vel úr þeirri stöðu. Það hjálpar hins vegar ekki, ef efnilegustu mennirnir hverfa af vettvangi jafnharðan og þeir eru komnir til áhrifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun
Eitt er skýrt við afsögn Árna Magnússonar. Ákvörðun hans kom flestum í opna skjöldu. Ráðherrann fráfarandi segir, að persónulegar ástæður liggi að baki því, að hann tekur nú hnakk sinn og hest og yfirgefur svið stjórnmálanna til þess að takast á hendur ábyrgðarmikið starf á fjármálamarkaðnum. Það er trúverðug skýring. En hún breytir ekki hinu, að þessi ákvörðun varpar kastljósi á aðstæður Framsóknarflokksins og stöðu. Ein og sér sýnist sú breyting, sem í dag verður á ríkisstjórninni, hvorki veikja né styrkja Framsóknarflokkinn eða ríkisstjórnina í heild. En á það er að líta, að þetta er í annað sinn á fáum árum, sem krónprins í flokksforystunni yfirgefur hana með sama hætti og með sömu rökum. Þegar öllu er á botninn hvolft verður varla hjá því komist að draga aðra ályktun af þessari staðreynd en að hún bendi til viðvarandi innri veikleika í flokknum. Þegar Árni Magnússon var tekinn fram yfir aðra til ráðherrasetu eftir síðustu kosningar leiddi það ekki einasta til þess, að hann fékk þá ímynd að vera hinn nýi krónprins. Það hlýtur beinlínis að hafa verið megintilgangur þeirrar ráðstöfunar; ella kemst hún ekki í rökrétt samhengi. Á þeim tíma benti ekkert til annars en sú leikflétta ætti eftir að ganga upp. Þessi mynd hlýtur hins vegar að hafa blasað á annan veg við Árna Magnússyni persónulega nú en fyrir tæpum þremur árum. Sú skýra mynd virtist að minnsta kosti vera orðin þokukenndari. Það vakti athygli, að fyrr sama dag og Halldór Ásgrímsson tilkynnti um breytingar á ráðherraskipan flokksins kom fyrrverandi formaður, Steingrímur Hermannsson, fram í sjónvarpi og lagði með hinum breiðu spjótum að eftirmanni sínum með því að segja, að hann hefði sjálfur notað ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak á sínum tíma til að rjúfa stjórnarsamstarfið. Hann kom að vísu ekki með tillögu þar um, þegar sú ákvörðun var tekin. Ef málefnið skipti ekki öllu lá formaðurinn vissulega betur við höggi nú en þá. Á Flokksþingi fyrir ári hafði Steingrímur Hermannsson betur í átökum um Evrópustefnu flokksins og gekk jafnvel svo langt að hafna málamiðlun sem almenn sátt virtist geta orðið um. Það er úr þessu andrúmslofti eða innanflokksgerjun sem annar forystukrónprins flokksins hverfur af vettvangi á skömmum tíma. Sú var tíð, að Framsóknarflokkurinn náði því að vera miðjuflokkur að meðaltali með því að vera ýmist til hægri eða vinstri. Hálldór Ásgrímsson braut blað í sögu flokksins að þessu leyti. Hann gerði flokkinn málefnalega að raunverulegum miðjuflokki. Fyrir vikið hefur Framsóknarflokkurinn í fyrsta skipti átt þátt í að skapa og viðhalda langvarandi stjórnmálalegum stöðugleika. Þar koma að vísu einnig til persónulegir eiginleikar eins og rótfesta og trúmennska formannsins. Þrátt fyrir þessi jákvæðu umskipti hefur Framsóknarflokkurinn átt í vök að verjast. Þar ræður ugglaust mestu breytt stjórnmálalegt umhverfi. Ekki verður séð að afturhvarf til meðaltalsmiðjustefnunnar geti gert hann að stórum flokki á ný. Nútíma stjórnmál gera kröfu um meiri trúverðugleika forystumanna til þess að það geti talist raunhæfur kostur. Allt bendir því til þess, að Framsóknarflokkurinn verði varanlega minni flokkur en áður var. En hann getur spilað vel úr þeirri stöðu. Það hjálpar hins vegar ekki, ef efnilegustu mennirnir hverfa af vettvangi jafnharðan og þeir eru komnir til áhrifa.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun