Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:32 Kaupmáttur launa hefur sveiflast þrisvar sinnum meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum undanfarna tvo áratug. Fólk finnur fyrir þessum sveiflum og þessu ójafnvægi, ekki síst ungt fólk sem nýlega hefur stofnað heimili. Á sama tíma hafa lítil- og meðalstór fyrirtæki þurft að glíma við ófyrirsjáanlegt og ósamkeppnishæft starfsumhverfi. Þessar kosningar snúast fyrst og fremst um að skapa meira jafnvægi og betri kjör fyrir fólk og lítil - og meðalstór fyrirtæki. Til að ná þessu markmiði mun Viðreisn tala fyrir aukinni forgangsröðun, hagræðingu í ríkisfjármálum og styrkingu samkeppnisinnviða. Það mun leiða til meira jafnvægis og betri kjara. Næsta ríkisstjórn verður að hafa hagsmuni vinnandi fólks og fyrirtækja að leiðarljósi. Það ætlar Viðreisn að gera. Önnur hver króna af verðmætasköpun Í kosningabaráttunni hefur verið rætt um ólíka afstöðu flokka til skattahækkana. Það er mikilvæg umræða. Minna fer hins vegar fyrir umræðu um þá staðreynd að skattbyrði fólks á Íslandi er há í öllum alþjóðlegum samanburði. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur nú samþykkt að skattar á lögaðila hækki um 1% árið 2025. Árið 2023 voru um 1.600 milljarðar greiddir í skatta til ríkis og sveitarfélaga og 300 milljarðar króna í samtryggingu lífeyrissjóðanna. Það er næstum önnur hver króna af allri verðmætasköpun á Íslandi. Svo miklar álögur á fólk og fyrirtæki kalla eðlilega á heilbrigðar kröfur fólks til þess að innviðir á landinu öllu séu sterkir og að þjónusta sé aðgengileg. Markmið Viðreisnar er einfalt; þjónusta við fólkið í landinu og innviðir eiga að standast samanburð við það besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Raunveruleikinn á Íslandi er hins vegar því miður allt annar. Skattfé sem ætti að fara í að bæta samgöngur og betra heilbrigðis- og menntakerfi fer nefnilega í að borga vexti af lánum ríkisins. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Á liðnum sjö árum hefur einfaldlega verið farið illa með skattfé almennings. Á næsta ári er útlit fyrir að vaxtakostnaður ríkisins verði 120 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa skattheimtu þá lengjast biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu. Eldra fólk liggur á göngum Landspítalans og bíður alltof lengi eftir því að komast á hjúkrunarheimili. Unga fólkið hefur árum saman staðið sig illa í alþjóðlegum samanburði menntunar án þess að það hafi vakið nein sérstök viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Löggæsla stendur veik frammi fyrir nýjum veruleika glæpastarfsemi. Vegir og brýr liggja undir skemmdum. Skattahækkanir á vinnandi fólk og fyrirtæki koma ekki til greina En blasir þá ekki við að hækka þarf skatta? Nei, staðan er einfaldlega sú að þeir skattar sem almenningur greiðir á Íslandi eiga að geta staðið undir betri þjónustu og sterkari innviðum. Mikið hefur hins vegar vantað upp á forgangsröðun og ábyrgð í ríkisfjármálum á liðnum sjö árum. Stefna Viðreisnar í skattamálum er einföld. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil- og meðalstór fyrirtæki koma ekki til greina. Markmiðið til lengri tíma á í raun að vera að leita leiða til að lækka skatta án þess þó að slegið sé af kröfum um aukna velferð á Íslandi. Hagvöxtur sem fólk finnur fyrir Stóra lífsgæðamálið á Íslandi er að nýta skattfé fólks og fyrirtækja betur og um leið að skapa nýjan hagvöxt. Hagvöxt sem fólk finnur fyrir en ekki hagvöxtur sem fyrst og fremst byggir á fólksfjölgun. Þetta verður best gert með hagkvæmari rekstri opinberra stofnana, betri forgangsröðun, aukinni samkeppni á markaði og samtali við þjóðina um nýja og betri atvinnustefnu. Viðreisn vill atvinnustefnu sem miðar að því að auka framleiðni sem birtast mun í auknum kaupmætti launa og meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Með því verður hægt að bæta innviði og þjónustu fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn mun taka við eftir tímabil stöðnunar og pólitískrar ósamstöðu. Áralöng óeining og ójafnvægi í ríkisstjórnarsamstarfi hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólkið í landinu. Nýrrar ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri. Viðreisn vill skapa þessi tækifæri með jafnvægi, ábyrgð og forgangsröðun að leiðarljósi. Við erum tilbúin. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skattar og tollar Verðlag Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Kaupmáttur launa hefur sveiflast þrisvar sinnum meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum undanfarna tvo áratug. Fólk finnur fyrir þessum sveiflum og þessu ójafnvægi, ekki síst ungt fólk sem nýlega hefur stofnað heimili. Á sama tíma hafa lítil- og meðalstór fyrirtæki þurft að glíma við ófyrirsjáanlegt og ósamkeppnishæft starfsumhverfi. Þessar kosningar snúast fyrst og fremst um að skapa meira jafnvægi og betri kjör fyrir fólk og lítil - og meðalstór fyrirtæki. Til að ná þessu markmiði mun Viðreisn tala fyrir aukinni forgangsröðun, hagræðingu í ríkisfjármálum og styrkingu samkeppnisinnviða. Það mun leiða til meira jafnvægis og betri kjara. Næsta ríkisstjórn verður að hafa hagsmuni vinnandi fólks og fyrirtækja að leiðarljósi. Það ætlar Viðreisn að gera. Önnur hver króna af verðmætasköpun Í kosningabaráttunni hefur verið rætt um ólíka afstöðu flokka til skattahækkana. Það er mikilvæg umræða. Minna fer hins vegar fyrir umræðu um þá staðreynd að skattbyrði fólks á Íslandi er há í öllum alþjóðlegum samanburði. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur nú samþykkt að skattar á lögaðila hækki um 1% árið 2025. Árið 2023 voru um 1.600 milljarðar greiddir í skatta til ríkis og sveitarfélaga og 300 milljarðar króna í samtryggingu lífeyrissjóðanna. Það er næstum önnur hver króna af allri verðmætasköpun á Íslandi. Svo miklar álögur á fólk og fyrirtæki kalla eðlilega á heilbrigðar kröfur fólks til þess að innviðir á landinu öllu séu sterkir og að þjónusta sé aðgengileg. Markmið Viðreisnar er einfalt; þjónusta við fólkið í landinu og innviðir eiga að standast samanburð við það besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Raunveruleikinn á Íslandi er hins vegar því miður allt annar. Skattfé sem ætti að fara í að bæta samgöngur og betra heilbrigðis- og menntakerfi fer nefnilega í að borga vexti af lánum ríkisins. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Á liðnum sjö árum hefur einfaldlega verið farið illa með skattfé almennings. Á næsta ári er útlit fyrir að vaxtakostnaður ríkisins verði 120 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa skattheimtu þá lengjast biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu. Eldra fólk liggur á göngum Landspítalans og bíður alltof lengi eftir því að komast á hjúkrunarheimili. Unga fólkið hefur árum saman staðið sig illa í alþjóðlegum samanburði menntunar án þess að það hafi vakið nein sérstök viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Löggæsla stendur veik frammi fyrir nýjum veruleika glæpastarfsemi. Vegir og brýr liggja undir skemmdum. Skattahækkanir á vinnandi fólk og fyrirtæki koma ekki til greina En blasir þá ekki við að hækka þarf skatta? Nei, staðan er einfaldlega sú að þeir skattar sem almenningur greiðir á Íslandi eiga að geta staðið undir betri þjónustu og sterkari innviðum. Mikið hefur hins vegar vantað upp á forgangsröðun og ábyrgð í ríkisfjármálum á liðnum sjö árum. Stefna Viðreisnar í skattamálum er einföld. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil- og meðalstór fyrirtæki koma ekki til greina. Markmiðið til lengri tíma á í raun að vera að leita leiða til að lækka skatta án þess þó að slegið sé af kröfum um aukna velferð á Íslandi. Hagvöxtur sem fólk finnur fyrir Stóra lífsgæðamálið á Íslandi er að nýta skattfé fólks og fyrirtækja betur og um leið að skapa nýjan hagvöxt. Hagvöxt sem fólk finnur fyrir en ekki hagvöxtur sem fyrst og fremst byggir á fólksfjölgun. Þetta verður best gert með hagkvæmari rekstri opinberra stofnana, betri forgangsröðun, aukinni samkeppni á markaði og samtali við þjóðina um nýja og betri atvinnustefnu. Viðreisn vill atvinnustefnu sem miðar að því að auka framleiðni sem birtast mun í auknum kaupmætti launa og meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Með því verður hægt að bæta innviði og þjónustu fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn mun taka við eftir tímabil stöðnunar og pólitískrar ósamstöðu. Áralöng óeining og ójafnvægi í ríkisstjórnarsamstarfi hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólkið í landinu. Nýrrar ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri. Viðreisn vill skapa þessi tækifæri með jafnvægi, ábyrgð og forgangsröðun að leiðarljósi. Við erum tilbúin. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun